Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987. 37 Dægradvöl skín. Þær halda að þær verði ekki útiteknar nema í sól. Þetta er reg- inmisskilningur. Þær verða kafB- brúnar ef þær koma reglulega út undir bert loft þrátt fyrir að það sé skýjað.“ Þeir voru ekki sérlega ánægðir með þessa tregðu kven- þjóðarinnar en sögðu að sólarda- gamir bættu þeim þetta upp því þá fyllist allt af fallegum konum. Strákamir í hádegisklúbbnum vom eldhressir og létu brandarana óspart flúka. Þeir segjast leysa öll heimsins vandamál í heita pottin- um og hallast helst að því að halda ætti ríkisstjómarfundi ofan í hon- um. Best væri að setja ríkisstjóm- ina þar ofan í og bæta svo heitu vatni hægt og sígandi við. Enginn < fengi að fara upp úr fyrr en sam- komulag næðist. Jón Baldvin syndir 200 metra Þeir vom ekki fyrr búnir að sleppa orðinu en Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra kom labbandi eftir bakkanum á nýrri sundskýlu. Hann sagðist koma þrisvar til fjórum sinnum í viku í Vesturbæjarlaugina og synti þá 200 metra. Fjármálaráðherrann kemur ekki á ákveðnum tímum og tilheyrir því ekki ákveðnum hópi í lauginni en hann hafði greinilega mest álitið á morgunhópnum. „Morgunklúbburinn leysir öll vandamál fyrir klukkan átta á morgnana og það geta varla verið nema einhveijar eftirhreytur sem eru fyrir þá sem sitja hér í hádeg- inu,“ sagði hann og glotti. Hann var þó hjartanlega sammála klúbb- mönnum í því efhi að kvenfólk hefði þá náttúm að koma aðeins þegar sólin skín en svona orðaði hann það: „Það birtir yfir þegar birtir.“ Magnús Einarsson fasteignasali: „Þetta fær blóöið til að renna upp i haus.“ Einar Vilhjálmsson frjálsíþróttamaöur heimsækir ömmu sína eftir sund- ferðirnar. „Gott að losna við þyngdar- lögmálið“ Einar Vilhjálmsson sat á bekk og naut þess að vera til þegar Dægradvölina bar að garði. Hann sagðist fara í sund eftir æfingar þrisvar til fjórum sinnum í viku meðan keppnistímabilið stendur yfir. Þá syndir hann 200 til 400 metra og slappar síðan af í heita pottinum. Einari finnst litla sam- félagið í pottinum mjög þægilegt. Þar nýtur hann þess að heyra sitt lítið af hverju um lífið, heimspeki og stjórnmál. Um leið og hann tek- ur þátt í umræðunum verkar heitt vatnið vel á hrygginn sem fer oft illa á æfingum. Einar sagði það yndislega tilfinningu að fara í sund og losna við þyngdarlögmálið um stund en af því fær hann oft nóg þegar hann hamast við að kasta spjóti sínu. „Reyndar slæ ég tvær flugur í einu höggi með því að koma hingað í Vesturbæjarlaug- ina. Amma býr nefnilega héma hinum megin við götuna svo ég heimsæki hana í leiðinni," sagði hann brosandi. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra i nýrri sundskýlu. I fyrsta skipti í sund Að lokum hittum við þrjú systk- inaböm sem svömluðu saman í heita pottinum. Svenni og Edda sem bæði búa á íslandi fara stund- um í sund og finnst það ofsalega gaman. En Ulla frænka þeirra, sem býr í New York, var í heimsókn hjá þeim og var þetta í fyrsta skipti sem hún kom ofan í sundlaug. Ulla sagði að sér þætti líka mjög gam- an, það væri bara svolítið kalt. Texti: Jóna BjörkGuðnadóttir Myndir: Kristján Ari Einarsson fiOftAHÚSIO Laugavegi 178 simi 68-67-80 Nœsta hús við sjónvarpsstöð 1.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.