Dagur - 25.09.1990, Blaðsíða 13

Dagur - 25.09.1990, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 25. september 1990 - DAGUR - 13 fyrrverandi alþingismaður Fæddur 9. maí 1923 - Dáinn 17. september 1990 Stefán Jónsson fyrrv. alþingis- maður og rithöfundur lést 17. þ.m. 67 ára að aldri og verður jarðsunginn í dag. Bann var fæddur á Hálsi í Hamarsfirðf í Suður-Múlasýslu 9. maí 1923, en ólst upp á Djúpavogi og átti þar heima fram undir tvítugt. For- eldrar hans voru Jón skólastjóri Stefánsson, af skaftfellskum og austfirskum ættum og kona hans Marselína kennari Pálsdóttir frá Brettingsstöðum á Flateyjardal í Suður-Þingeyjarsýslu. Þótt foreldrar Stefáns hefðu auðvitað engum auði úr að spila var skólastjórahúsið í Rjóðri á Djúpavogi menningarheimili og nægilega efnurn búið til þess að þar fleytti öllu vel fram hjá þeim hjónum með börn sín þrjú, Maríu, Stefán og Hólmfríði. Stefán Jónsson sótti lítið skóla eftir að barnafræðslu lauk. Sat einn vetur í Samvinnuskólanum, en varð sjálfmenntaður fyrirhafn- arlaust, enda námshestur að upp- lagi og þurfti ekki á ítroðslu að halda eftir að hafa lært undir- stöðuatriði þessara hefðbundnu bóknámsgreina íslenskra skóla. Skortur á skólasetu var honum því ekki fjötur um fót í þeim störfum sem hann lagði fyrir sig, enda ekki hneigður til neinnar sér- fræði, að ég held. Stefán Jónsson sannaði það - og má minnast þess á ári læsis - að læs maður verður lærður af því einu að lesa, ef dómgreind og skilningur er í skaplegu lagi. Hins vegar verður sá nemandi alla tíð fákunnandi sem troðið er í gegnum skóla- kerfið án þess að verða nokkru sinni læs. Um sjálfan sig segir Stefán í síðustu bók sinni að hann sé „veiðimaður“, það sé eðli hans að skoða umhverfið með augum veiðimannsins, enda duldist ekki að stangveiði og skotveiði var hans hálfa líf. A unglingsárum vildi hann verða sjómaður og stundaði þá sjó, en sú mikla fötl- un að ntissa hægri fót áður en tvítugsaldri yrði náð hefur vafa- laust breytt þeim áformum. Ann- ars lét Stefárí fötlun sína ekki tefja fyrir sér á veraldarvegferð- inni, frekar að hann hertist af henni, ef eitthvað var. Stefán var hetjulundaður sjálfur og duldi síst aðdáun sína á afreksmönnum einkum ef þeir voru æðrulausir að auki. Mikið lán var það fyrir Stefán persónulega og ekki síður Ríkis- útvarpið og íslenska útvarps- hlustendur, þegar hann réðst til starfa sem útvarpsfréttamaður 23ja ára gamall. Hjá útvarpinu starfaði hann sleitulaust í 27 ár, næstum heilan mannsaldur að fornu tali. Öll þessi ár var Stefán Jónsson nánast heimilismaður í hverju húsi á íslandi, skipverji á hverju haffæru fleyi og vistmaður í sjóbúðum og vegavinnuskúrum úti um allt land. Fór saman að hann naut sín í starfi útvarps- manns og að hlustendur kunnu að meta frásagnir hans og viðtals- þætti. Stefán var einn af braut- ryðjendum í gerð viðtalsþátta í ljósvakamiðlum og einn hinn snjallasti þeirra fyrr og síðar. Viðtöl hans voru ekki bara góð, þau eru sum hver klassísk. Gald- ur Stefáns sem viðræðumanns lá í því að hann kunni að velja við- mælendur, fólk sem hafði frá ein- hverju að segja, var viðræðuhæft, auk þess sem hann lagði sig fram um að frásagnarmennirnir fengju að tjá sig eins og þeim var eðli- legt án þess að spyrjandinn þræl- aðist á þeim til þess að ljóstra upp einhverjum leyndarmálum eins og þegar verið er að kross- spyrja glæpamenn í eftirlíkingum af réttarhöldum fyrir kviðdómi í amerískum afþreyingarmyndum. Stefán Jónsson var ekki síður ritfær en að hann væri slyngur í munnlegri frásögn. Frásagnargáf- an var runnin honum í merg og blóð, auk þess sem tjáningarþörl'- in var rík í fari hans. Stefán setti ekki ljós sitt undir mæliker. Hann vissi vel af hæfileikum sín- um og naut þess að tala eins og sá sem valdið hafði. Hann kann að hafa verið veiðimaður, eins og hann lagði sjálfur áherslu á, en hann var líka frásagnarmaður par excellence. Hafi það átt við nokkurn mann að vera hafsjór af sögum og fróðleik um menn og atburði, þá féll sú lýsing að Stefáni Jónssyni. Þarvarhann lif- andi kominn. Hann skrifaði hverja bókina á fætur annarri sem fyrst og fremst geymdu sögur af minnisstæðum persónum og frásagnarverðum atvikum, stund- um svo skrýtnum að lesandinn hefur ekki við að trúa. Þó eru þetta engar skrýtlur og alls engin skreytni, heldur fullkomnar smásögur (stundum örsögur), því að hann var raunverulegt skáld, sem sannast hefði enn betur ef hann hefði flýtt sér ögn hægar við skriftir en hapn gerði lengst af. Um frásagnasnillinginn Knut Hamsun hefur verið sagt, að hann hafi ekki verið neitt nema listamaður. Til að forðast ótíma- bæran samanburð og óþarfan misskilning vil ég ekki verða til þess að herma slíka mannlýsingu upp á vin minn Stefán Jónsson. En hitt er jafnvíst að Stefán var fyrst og fremst listamaður. Það var svo lítið í honum af aktaskrif- ara og smáborgara. Hann vildi gera allt að list sem hann kom nærri og lifa lífinu eins og það væri list. Ekki veit ég þó fyrir víst, hvort það var listamannseðl- ið eða eitthvað annað sem olli því að hann var áhugamaður um stjórnmál, því að ekki gat það verið vonin um að eignast fé og frama eða mannaforráð, sem rak á eftir með það hjá Stefáni. Þrátt fyrir alla sína veiðimannslund var það fjarri honum að veiða pólitísk- an hégóma. En þó fór það svo að þessi listræni útvarpsmaður, sem átti inni á hverju heimili í landinu, var allt í einu farinn að stunda alvöruframboð fyrir Alþýðu- bandalagið í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Hann bauð sig fyrst fram í alþingiskosningunum vor- ið 1971, en náði ekki kjöri, enda var Alþýðubandalagið þá þver- klofið (eina ferðina enn) eftir innanflokksátök, sem snerust ekki síst um fráfarandi foringja þess í kjördæminu, Björn Jónsson, sem horfinn var úr flokknum og bauð sig fram fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna og náði kjöri. En Stefán Jónsson lét ekki deigan síga, hann gekk í það að endurvekja fylgi flokks síns, fór aftur í fram- boð vorið 1974 og hafði sigur við góðan orðstír. Var hann þing- maður í 9 ár, en ákvað að hætta þegar hann stóð á sextugu 1983. Þótt ómögulegt sé fyrir mig að sverja fyrir það, að Stefán Jóns- son hafi fallið ýmsum væntanleg- um framsóknarkjósendum svo vel í geð að það hefði mátt verða á minn kostnað og minna sam- herja, hafði það engin áhrif á persónuleg kynni okkar. Hvorki vildi ég troða illsakir við hann né hann við mig. Þvert á móti. Við gerðum ýmislegt okkar á milli til þess að verða ekki fjandmenn, þótt við værum andstæðingar. Stefán féll reyndar ágætlega inn í þá mennilegu pólitík sem viðhöfð var í Norðurlandskjördæmi eystra á þessum árum, enda heiftarlaus og cnginn öfgamaður. Samt hcf ég hitt fólk sem gekk með þá grillu að Stefán hafi verið eitt- hvað í þá átt. Ekki veit ég frá hverjum þetta álit var komið nema að því leyti að honurn runnu stundum stærri orð af munni cn nauðsynlegt var, sem reyndar hendir llesta stjórnmála- menn meira eða minna, auk þess sem hann gekk oft fram í umdeildum stórmálum, sem þjóðtrúin vildi gera hvern þann mann að öfgamanni sem þar fylgdi fast eftir skoðun sinni. En það eru ekki öfgar á stjórnmála- manni, þótt hann sé skoðanafast- ur, heldur hitt að unna ekki öðr- unt sannmælis og afneita sam- komulagi þegar málamiðlunar er þörf. Efa ég ekki að samþing- menn Stefáns minnast hans fyrir ágætt samstarf um það sem rétt var að standa saman um og hlý- leika í persónulegri viðkynningu, livað sem deilum leið um mál sem átök hlutu að standa um og skiptu mönnum í flokka. Stefán Jónsson var enginn hversdagsmaður um gáfur og hæfileika og gat sýnst fjölbreyt- inn í skaphöfn og lífsmáta, því að hann var lífsnautnarmaður, gæddur orku og starfsgleði, sem hjá listamanni getur fengið marg- víslega útrás. Ef til vill lifði hann stundum of hratt, ég legg engan dóm á það, enda ekki til þess fier. Hitt reyndi ég af honum og finn það í skrifum hans og viðtalsþátt- um, að hann bar virðingu fyrir „manninum“ og vild.i sýna „manneskjuna" í margbreytni sinni. Svo gjarnt sem Stefáni var að segja sögur af mönnum voru þær ekki sagðar til að niðurlægja neinn, heldur upphefja þá, þó ekki væri fyrir annað en að telja þá þess verða að segja frá þeim. Þessi eiginleiki bestu frásagna hans er til þess fallinn að láta þær lifa, enda þess virði. Sem rithöf- undi tókst Stefáni það sem hann ætlaði sér: Að segja skemmtilega frá fólki, sem átti það skilið að frá því væri sagt. Er naumast hægt að hugsa sér þekkilegri afstöðu í skiptum höfundar og söguhetju. Við leiðarlok sendum við Ólöf Auður innilega samúðarkveðju eftirlifandi eiginkonu Stefáns, börnum hans og öðrum nákomn- um ættingjum. Við minnumst hans með hlýjunt hug eins og hann sneri ævinlega vinsamlegu viðmóti sínu að okkur. lngvar Gíslason. íþróttadeild Léttis Deildarfundur verður í Skeifunni fimmtudaginn 27. sept. kl. 21.30. Fundarefni: Inntaka nýrra félaga. Lýst eftir tillögum til þings HÍS. Önnur mál. Fjölmennið. Stjórnin. Pústþjónusta Pústkerfi undir flestar tegundir bifreiða. Pakkningar, klemmur, upphengjur. Fast verð fyrir pústkerfaskipti. Höfum fullkomna beygjuvél. Ryðvarnarstöðin sf. Fjölnisgötu 6e • Sími: 96-26339 • 603 Akureyri. Viðskiptavinir athugið Nýtt símanúmer íslandsbanka er 12000 ÍSLAN DSBANKI Hjartanlega þakka ég ykkur öllum, er glöddu mig 95 ára, 17. september s.l. með árnaðaróskum, góðum kveðjum og gjöfum. Guð blessi ykkur öll. ELINBORG JÓNSDÓTTIR, Dalbæ, Dalvík. 1 Hjartkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, SR. BJARTMAR KRISTJÁNSSON, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, íimmtudaginn 20. september s.l. Jarðarförin verður gerð frá Munkaþverárkirkju, laugardaginn 29. september kl. 2 e.h. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnst, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig þlessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. V. Briem. Hrefna Magnúsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. 'Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og útför eiginkonu minnar og móður okkar, BRYNJU RIIS JENSSEN, Borge Riis Jenssen, Hulda Riis Jenssen, Thomas Riis Jenssen.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.