Þjóðviljinn - 27.08.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.08.1974, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 27. ágiist 1974. ÞJOÐVILJINN — SIÐA 3 * Islensk myndlist 40 þúsund gest- ir en samt tap Erlendu gripirnir sendir utan en hafa allir verið ljósmyndaðir A sunnudaginn lauk sýning- unni miklu á Kjarvalsstöðum, Islensk myndlist i H00 ár. Blaöið sneri sér til Jóns Steinars Gunnlaugssonar framkvæmdastjóra Listahá- tiðar og spurði hann um hvernig sýningin hefði gengið og hvað gert yrði af gripunum sem á henni voru. Jón sagði að á þeim tveimur og hálfa mánuði sem sýningin stóð hefðu 25-6 þúsund manns greitt aðgangseyri. Það segir þó ekki alla söguna þvi börn innan tólf ára aldurs þurftu ekki að borga sig inn. Að þeim meðtöldum færi tala sýn- ingargesta upp i 35-40 þúsund. Jón sagði að tap hefði verið á sýningunni þótt ekki væru öll kurl komin til grafar enn hvað það snerti. Það voru útlát vegna hennar og nefndi hann þar til húsaleigu, tryggingar, fíutningskostnað og svo ýmsa vinnu, svo sem ljósmyndun, uppsetningu og smiði skápa o.s.frv. Ekki kvað Jón standa til að senda sýninguna út eða setja hana aftur upp. A þvi væru ýmsir vankantar, eins og það að margir gripanna eru i einkaeign og svo hefðu þeir ekki Ieyfi til að lána þá gripi sem komnir eru erlendis frá á- fram. 1 gær er blaöamann bar að garði var unnið að þvi að pakka sýningargripunum nið- ur. Verða þeir sendir til eig- enda sinna á næstunni. 12 númer komu erlendis frá og voru þau öll i eldri deild sýn- ingarinnar. Sagði Jón að um væri að ræða gripi sem visast kæmu ekki hingað til lands aftur I bráð. Menntamálaráöherra tók um það ákvöröun að láta ljós- mynda alla erlendu gripina og 63 innlenda að auki. Þar við bættistað Listasafn Islands og Þjóðminjasafnið eiga marga af mununum og hafa þeir sumir verið settir upp á glær- ur. Þessar myndir mætti vel hugsa sér að notá til kennslu og sýninga, t.d. á vegum Fræðslumyndasafns rikisins. Aðspurður kvað Jón Steinar engar hugmyndir hafa komið upp um að gefa myndirnar út i bók en slikt væri þó vel hugs- anlegt. Sýningarskráin var prentuð i 8 þúsund eintökum og stóð svo glöggt meö að það nægði að hún seldist upp klukkan 19 á sunnudaginn. Urðu þeir gestir sem komu eftir þann tima að láta sér nægja að fá gölluð ein- tök að láni. ÞH ÍTilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, Pic-Up bifreiðar og Pic-Up með 4ra hjóla drifi, er verða sýndar að Grensiásvegi 9,þriðjudaginn 27. ágúst kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5 i dag. Sala Varnarliðseigna. ísland situr mann- fjölgunarráðstefnu — Of litið af hagnýtu starfi, of mikið af hugmynda- fræðilegu karpi, segir Bjarni Bragi Jónsson Eins og kunnugt er stendur nú,; yfir i Búkarest mannfjölgunar-/ ráðstefna Sameinuðu þjóðanna,' Hana sækja fulltrúar flestra ef ekki allra þjóða heims og þar á meðal tslendinga. Við öfluðum frétta af störfum islenska fulitrúans og umboði hjá utan- rikisráðuneytinu og Framkvæmdastofnuninni. Sá sem ráðstefnuna sækir fyrir Islands hönd er Sigurður Gústavsson fulltrúi i áætlanadeild * Framkvæmdastofnunar ríkisins. Jón ögmundur Þormóðsson full- trúi i utanrikisráðuneytinu sagði að af hálfu ráðuneytisins hefði honum ekki verið gefin nein Gamall maður týndur á Snæ- fellsnesi A sunnudaginn var margt manna að lesa ber á Snæfeilsnesi. Þar á meðal var áttræður maður frá ólafsvik. Kom hann ekki fram á sunnudagskvöld og var þegar hafin leit að honum sem ekki hafði borið neinn árangur sið- degis i gær. t alian gærdag var leitað með sporhundi en sú leit hafði borið árangur seint i gærdag. Maðurinn var að lesa ber upp af Hólahólum. —S.dór ákveðin lina i mannf jölgunarmál- um en hins vegar hefði honum verið sagt að hafa náið samráð við hin Norðurlöndin.eins og van- inn er á ráðstefnum af þessu tagi. Framhald á 11. siðu. Nú eru það norræn hafnarsambönd Dagana 29. — 30. septemberl n.k. verður haldinn, að Hótel Esju i Reykjavik, 7. fundur norrænna hafnasambanda. Slikir fundir hafa verið haldnir reglulega annað hvort ár á Norðurlöndun- um siðan 1962, en Hafnasamband sveitarfélaga tók fyrst þátt i þessu samstarfi 1970. A fundinum verður gerð grein fyrir stöðu Islenskra hafna, rætt um þátt hafna I vörnum gegn megnun sjávarins, fjármál hafna og grundvöll að ákvörðun gjalda. Farið verður I skoöunarferöir, m.a. til Vestmannaeyja. A fundum þessum er hámarks- fjöldi þátttakenda frá hverju landi 10, nema frá þvi landi, sem heldur fundinn hverju sinni geta veriö fleiri. Þatttakendur á þessum fundi veröa um 5 manns auk gesta. Fréttatilkynning Hafnasamband Sveitarfélaga. Kvæði eftir Þórarin Eldjárn: Um Gretti, Tarsan, Sveinbjörn og fleira (Jt er komið 50 siðna kver, eftir Þórarin Eldjárn. I kver- inu eru 28 kvæði eftir Þórarin. Myndirnar eru eftir Sigrúnu Eldjárn. Ljóðin heita: Við llru- kassann. Skaðvirkinn. Kata- nesdýrið. Góður gestur á Bakka. Möwekvæði. Eitt getur eytt. Drottinh drottinn. Hemlaðu fast. 1 miöju kafi brems. Enn á kuldaskóm. Fyndni karlinn. Neyttu meöan á nefinu stendur. t Gleraugnaverslun tsafjarðar. Finngálknið. John P. Buckle. Draumur frú Rósu á sér enga stoð. Tiskunnar járnagi. Gau i Þresti — In memoriam. Palli var einn i heiminum. Jónatan Livingston mávur. Hinrik Hinriksson. Hans og Gréta. Gréttir og Glámur I, Lítt vanur reiðhjóli. Kvæði um Tarsan. Roy og Trigger. Sveinbjörn Egilsson. Gréttir og Glámur II. DIGRANESSKOLI - SN ÆL ANDSSKÓLI Börn á aldrinum 7-12 ára, sem heima eiga austan Bröttubrekku i Kópavogi og voru ekki i Digranesskóla sl. vetur, verða inn- rituð i Digranesskóla eða Snælandsskóla miðvikudaginn 28. ágúst kl. 15 til 18. Innritunin fer fram i Digranesskóla. Til þessarar innritunar komi einnig börn, sem heima eiga i Snælandshverfi norðan Nýbýlavegar. FRÆÐSLUSTJÓRINN í KÓPAVOGI. m Indversk undraveröld Vorum að taka upp mjög glæsilegt og fjöl- breytt úrval af austurlenskum skraut- og list- munum, m.a. útskorin borð, vegghillur, vör- ur úr messing, veggteppi, gólfmottur og margt fleira. Einnig úrvai af indverskri bómull, batik-efn- um, rúmteppum og mörgum geröum af mussum. Nýtt úrval af reykelsi og reykelsiskerjum. Gjöfina, sem ætið gleður, fáið þér I JASMIN, LAUGAVEGI 133. íli IflJl OTÍn SR Atvinna Laus staða Skrifstofumann vantar á skrifstofu stúd- entaráðs og SINE. Þetta er tilbreytinga- rikt og hressilegt starf. Aðeins mjög rösk- ur maður kemur til greina. Góð vélritun- arkunnátta nauðsynleg. Umsóknir sendist skrifstofu SHl og SÍNE, Stúdentaheimilinu við Hringbraut. FOSTRUR Fóstru vantar að nýju dagheimili ó Seyðisfirði Upplýsingar um starfið gefur bæjarstjóri LAUS STAÐA Staða ritara I Menntamálaráðuneytinu er laus til umsókn- ar. Laun samkvæmt Iaunakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavfk fyrir 20. september 1974. Menntamálaráðuneytið, 23. ágúst 1974.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.