Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 281. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						18*'
)enmng
MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1997
, ¦
Að mæta
draumi sínum
Pétur Gunnarsson á skáld-
söguna Heimkomu á jóla-
bókamarkaði, stutta, spenn-
andi sögu um mann á miðj-
um aldri sem kemur heim
til íslands eftir aldarfjórð-
ungsdvöl meðal andfætlinga
en þangað fluttist hann ung-
lingur. Það ísland sem mæt-
ir honum kemur honum á
óvart - og reyndar okkur
lesendum líka. Hvaðan kem-
ur þessi saga?
„Það er erfitt að setja fing-
ur nákvæmlega á það
hvenær eða hvernig maður
fær hugmynd að svona
sögu," segir Pétur, „en samt
man ég eftir því að ég byrj-
aði á henni árið 1981. Síðan
hef ég verið með hana í mín-
um pjönkum, lagt hana til
hliðar og unnið í ööru en
alltaf tekið hana upp aftur.
Margt kemur þar til sögu, til
dæmis þónokkur forvitni
um fólkið sem fluttist úr
landi þegar maður var sjálf-
ur á viðkvæmum aldri. 1968,
þegar ég var um tvítugt, þá
var þetta mikla útstreymi til
Ástralíu. Hver einasta fjölskylda þekkti til
fólks sem fór. Og það var ekki verið að fara
yfir bæjarlækinn til Evrópu heldur var eins
og fólk væri aö fara yfir í aðra veröld. Væri
að deyja og fara handan yfir. Maður hafði
spurnir af þessu fólki en maður sá það
kannski ekkert aftur. Sumt hefur aldrei kom-
ið aftur. Þó heldur það alltaf einhverjum
hangikjötstengslum vití ísland.
Ég hef oft hugsað um örlög þessa fólks og
það er einn þráður í þessari sögu.
Á þessum 16 árum hef ég prófað eitt og
annað með þessa sögu og reynt að leiöa hana
í aðrar áttir, en það er einhver framvinda í
henni sem eiginlega býður upp á einmitt
þetta form. Og hún hefur hrint frá sér öðru
efni sem ég hef reynt aö prófa með henni.
Það sem tekur oft lengstan tíma í skriftum er
að prófa tilgátur. Þá er maður kannski þrjá
mánuði að skrifa einhvern útúrdúr en svo
Pétur Gunnarsson. Forvitni um Ástralfufara var ein kveikjan aö Heimkomu.
DV-mynd E.Ó1
kemur í Ijós að tilgátan gengur ekki upp.
Þannig er þessi saga, hún hefur hrint heil-
miklu efni frá sér."
- Maður tekur til þess hvaö ísland tekur
illa á móti þessum útlaga sínum...
„Það er nú bæði og. Gestinum verður
einmitt starsýnt á hvaö fólk er elskulegt, per-
sónulegt, strax tollararnir í Leifsstöð. Svo er
bara oft eins og er í lífinu: Maður á einhvern
draum sem mann dreymir um að hitta í
raunveruleikanum, en þá passa draumurinn
og veruleikinn ekki endilega saman. Þessi
maður er með ýmsar hugmyndir um landiö,
sumt passar og annað ekki, sumt kemur hon-
um óþægilega á óvart og annað þægilega.
Hann uppgötvar til dæmis landiö upp á nýtt,
nýjar víddir.
ísland í dag gæti einmitt horft svona við
manni sem kemur að því saklaus og dreymir
um aö taka landslagsmyndir og gera bók um
það. Með þessu landslagi sem
orkar svona lifandi og sterkt
á hann. En smátt og smátt
kemst hann að þvl að þetta er
ekki bara landslag heldur
partur af einhverju öðru
reikningsdæmi - sem er í
þessu tilfelli stóriðjan. Það er
verið að möndla ýmislegt
með þetta land sem hann er
að mynda. Landið er ekki
bara passíft mótíf heldur
sprelllifandi mótíf sem alls
konar hagsmunir togast á
um."
- Ertu að segja eitthvað um
íslenskt samfélag í þessari
sögu?
„Frumkraftur sögu er bara
ánægjan að segja hana
þannig að af minni hálfu er
engin dulin meining með
Heimkomu. En það að segja
sögu er flókið ferli sem hefur
í sér undirtóna og yfirtóna þó
að ég sé ekki reiðubúinn til
að greina hvað þarna býr að
baki. Enda er ekki til neins
að ég fari að segja það ef það
er ekki í vitund lesandans.
Hingað til hefur ekki verið
ofarlega á baugi í mínum verkum að segja
sögu. Númer eitt tvö og þrjú hafa þær ein-
kennst af lýsingum og stemningum. Sögu-
þráðurinn sem hefur gengiö í gegnum þær
hefur ekki alltaf verið eins ljós og í þessari
sögu, þær hafa verið drifnar áfram með öör-
um meðulum - til dæmis húmor. En þarna er
stuðst við sjálfa framvinduna."
- Ef viö segjum aö þetta sé fyrsta spennu-
bókin þín þá er spurningin: Eru fleiri vænt-
anlegar?
„Það kemur í ljós jafnóðum. Maður hefur
kannski ákveðnar meiningar um það sem
maður ætlar að gera, en það er ekki hægt að
þvinga fram sögur. Þær koma af einhverjum
öðrum hvötum. Og þessi saga gefur ekkert
upp um næsru bók."
Skáldsaga Péturs kemur út hjá Máli og
menningu.
Tllraunin tókst víst
Skáldsaga Diddu, Erta, virðist vera að fá
heldur önuga umfjöllun hjá gagnrýnendum
blaðanna. Þröstur Helgason hjá Morgunblað-
inu kallaði hana „hnoð" í samnefndum ritdómi
og ritdómur Geirlaugs Magnússonar í þessu
blaði hét Heiðarleg tilraun. Tilraunin mistókst
að hans mati. Á þessu eru minnst tvær skoðan-
ir.
Skáldsaga Diddu er skrifuð í dagbókarformi
sem er jafngamalt skáldsöguforminu. Við
þekkjum þetta form vel og sum okkar eru
meira að segja dagbókarskáld sjálf. Formið ein-
kennist af trúnaöi og einlægni, en dagbók Ertu
hefst ekki á orðunum „Kæra dagbók. Ég verð
að segja þér svolítið sem geröist í dag...." Dag-
bók Ertu hefst á þessum orðum: „get kannski
átt i samskiptum við þessa bók. sé til." Þessi
Bókmenntir
Dagný Kristjánsdóttir
dagbók er sem sagt ekki „vinkona", hún er bók
og trúnaður er ekkert á dagskrá.
Næst mikilvægasti tilgangur venjulegrar
dagbókar er að setja reynslu þess sem skrifar
niður I tíma. En í dagbók Ertu er ekkert ártal,
engin árstíðaskipti, engin dagsetning eða tíma-
setning. Færslurnar eru merktar dagaheitum,
hring eftir hring, fimmtíu og tvisvar sinnum.
Dagbókarformið er sem sagt kirfilega afbyggt.
Erta viröist ekki
vera í vinnu eöa skóla,
enginn bíöur hennar
heima, ekkert utanað-
komandi afl virðist
skipta tíma hennar
niður - dagarnir bara
líða við að horfa á lif
annarra, oftast á kaffi-
húsum. Sumar athug-
anirnar minna ekki
lítið á elstu bækur
Thors Vilhjálmssonar.
Ef ég man rétt vissu
menn ekki heldur al-
veg hvernig átti að
taka þeim bókum. Gott
ef þær Voru ekki lesn-
ar sem einlægar dag-
bókarfærslur undar-
legs íslendings á sjötta áratug þessarar aldar.
Inni í dagbókarformi Ertu er að fmna Ijóð
eða réttara sagt söngtexta: blúsa, rokktexta,
smásögur, erótískar sögur, spakmæli, auglýs-
ingatexta og vangaveltur af ýmsu tagi. Bók-
menntagreinum og stíltegundum er blandað
saman og það er ægilegur kjaftur á sögu-
manninum, Ertu. Samfórum af ýmsu tagi er
stungið inn hér og þar og Erta fróar sér næst-
um eins mikið og Hlynur Björn í sögunni 101
Reykjavík eftir Hallgrím Helgason (og synd að
skuli ekki vera hægt að stefna þeim tveimur
saman í eina bók). Erta skrifar mikið um þrá
og erótík af því að hana skortir hvort tveggja
og hún þráir það sem hún hefur ekki.
Erótískar fantasíur Ertu eru af-
bygging á klámsögum ef eitthvað er;
þær eru vélrænar og yfir þeim liggur
nístandi einmanaleiki. Hún er alltaf
ein, áhorfandi, sem er stuggað til og
frá á veitingahúsum af pörum eða
hópum af fólki sem tekur borðið
hennar. Það má vel leiöa rök að því
að viðhorf hennar séu and-félagsleg,
full af tortryggni, árásargirni og „ein-
dregnum brotavilja".
Einnig má vel sjá tengsl Diddu við
starfssystur hennar í austri og vestri,
reiöar konur, óþekkar eða slæmar
stelpur sem komið hafa fram á
ritvöllinn með nýja, ögrandi og
ægilega texta þar sem „kvenleg-
ar dygðir" eru með öllu afskrif-
aðar. Þær gera ekki einu sinni
heiðarlegar tilraunir til að
hnoða saman heföbundnum sög-
um heldur bíta og slá - og það er
vel.
Mér finnst það fúlt ef veru-
lega róttækar ungar tilrauna-
bókmenntir eru flattar út í hrað-
lestrarkeppni jólabðkaflóðsins.
Ég las Ertu í heila viku með úrvalshópi ís-
Ienskunema í nóvemberlok og þó að þar kæmi
fram hörð gagnrýni kom líka fram mikil hrifn-
ing og ég staöhæh (gegn staðhæfingum) að Erta
er tilraun - sem tekst.
Bókatíðindi komin
Eins og landsmenn
ættu allir að hafa orðið
varir við eru Bókatíð-
indi 1997 komin út og
hefur þeim verið dreift
inn á hvert heimili. Þar
fást upplýsingar í máh
og myndum um flestar
bækur sem út koma á
þessu ári, og aftan á hverju eintaki er
happdrættismiði. Á hverjum degi er
dreginn út vinningur og númerið birt í
dagbókum dagblaðanna. Vinningarnir
eru bókaúttekt fyrir 10 þúsund krónur.
Samkvæmt Bókatíðindum koma út 45
nýjar frumsamdar barnabækur í ár en
þær þýddu eru á að giska tvöfalt fleiri.
Svo skemmtilega vill til að nýjar íslensk-
ar skáldsögur eru 32 talsins en þær
þýddu 33. Þarna virðist komið á jafn-
vægi, en auðvitað eru hér engar sjoppu-
bókmenntir sýndar sem aðallega eru
þýddar sögur. Ljóðabækur eru taldar 20
frumortar en 13 þýddar, en hér vantar
margar bækur sem höfundar gefa út
sjálfir. Bækur almenns efnis eru 92, ævi-
sögur þýddar og frumsamdar 34 og hand-
bækur 42. Alls eru taldir með endurut-
gáfum nokkuð á fimmta hundrað titla.
Þetta er ámóta og verið hefur undanfar-
in ár, ívið færri titlar en í fyrra.
Gyðjan Díana
Bókaútgáfan  Vöxtur
hefur gefið út gullfal-
lega bók um Díönu
prinsessu, Díana - ævi
hennar og arfleifð eftir
hinn  kunna  blaða-
mann     Anthony
Holden. Hún kom út
fyrir nokkrum vik-
um í Bretlandi og er þessa
dagana aö koma út í Bandaríkjunum,
Ástralíu og víða um Asíu og Evrópu.
Anthony Holden ritar um bernsku
Díönu, stormasamt hjónaband hennar og
breska ríkisarfans, umtalaðan skilnað
þeirra og átökin við konungsfjölskyld-
una. Einnig fjallar hann um störf hennar
í þágu bágstaddra. Þýðandi er Torfi Geir
Jónsson.
Aðalprýði bókarinnar eru um 160 ljós-
myndir af þessari „mynduðustu" konu
aldarinnar, teknar af mörgum þekktustu
Ijósmyndurum heims og fagurlega prent-
aðar af prentsmiðjunni Odda.
Hluti af söluverði bókarinnar rennur
til styrktar Barnaspitala Hringsins.
Broddflugur
Siðfræðistofnun   og
Háskólaútgáfan   hafa
gefið út ritið Broddfiug-
ur, safn þrjátíu greina
efrir Vilhjálm Árna-
son  heimspekipró-
fessor. Hann hefur
áður sent frá sér
Þætti úr sögu sið-
fræðinnar og Sið-
fræði lífs og dauða,
sem tilnefnd var til íslensku
bókmenntaverðlaunanna 1993 og varð
umtöluð.
Greinar þessar fela í sér siðferöilegar
ádeilur og samfélagsgagnrýni, sem bein-
ist einkum að þeim þáttum í samtíman-
um sem ógna mennskunni, frelsi og
ábyrgð einstaklinga. Meðal viðfangsefna
váhjálms eru menntun og heilbrigði, trú
og srjórnmál, hamingja og dauði, frelsi
og mannlegt eðli.
Tært drýp-
ur vatnið
Valdimar Lárus-
son hefur sent frá
sér bókina Tært
drypur vatnið. Þetta
er þriðja ljóðabók
hans og hann gefur
hana út sjálfur. Hér er
ort á hefðbundinn hátt
um margt sem manninum er kært, ást-
vini, birtu og gleði í dagsins önn, fagr-
ar minningar og sýnir til betri heima,
en líka sorg og ama. Eða eins og'segir
í lok kvæðisins „Það er":
Já, lífið hefur mörgum
reynst erfið sorgarsaga,
i sárri neyð og fátækt
var gangan þyrnum stráð.
En sumir þáðu gæfuna
alla ævidaga,
þó oft vær'ekki uppskorið
líkt og til var sáð.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56