Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						12
SZ
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1980.
DAGBLAÐID. MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1980.
13
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþröttir
Iþróttir
tslenzkir landsliðsmenn f badminton. Frá vinstri Guðmundur Adolfsson, Sigurður
Kolbeinsson, Jóhann Kjartansson og Broddi Krístjánsson. Jóhann gat ekki keppt á
EM.                                        DB-mynd Hilmar Karlsson.
Sveitakeppnin á Evrópumótinu í badminton:
Danir Evrópumeistarar og
ísland vann Sviss í gær
,,Vifl sigruðum Sviss i síðasta leikn-
um i fimmta rioli á Evrópumeistara-
mótinu i badminton í Gröningen í
spennandi leik, 3—2, og það var ekki
fyrr en i siðasta leiknum sem við
tryggðum okkur sigur," sagði Sigfús
Ægir Árnason, fararstjóri og leik-
maður íslenzka Inndsliðsins, þegar DB
ræddi við hann i gærkvöld. Island varð
í öðru sæti i riðlinum — sigraði Portú-
gal, ítaliu og Sviss en tapaði naumlega i
fyrsta leiknum gegn Póllandi. Pólland
mun leika við Júgóslaviu, neðsta liðið i
fjórða riðli, um sæti i þeim riöli á
næsta Evrópumeistaramóti.
„Við vissum að við urðum að vinna
Sviss i karlaleikjunum til aðgeta reikn-
að með sigri, því góðar konur eru i
svissneska liðinu. Broddi Kristjánsson
lék við Riessen í fyrsta leiknum í ein-
Þróttur á þröskuldi 1. deildar
—Sigraði ÍR 21-19 ígær í leik, sem einkenndist af slakrí dómgæzlu
,,Ég legg litið upp úr þessum úr-
slitum — dómgæzla þeirra Jóns
Friðsteinssonar og Árna Tómassonar
eyðilagði leikinn. Eg vona að við íúiini
hlutlausa dómara i siðari leik ÍR og
Þróttar á fimmtudag. En þessa dómara
höfum við orðið að hafa meira og.
minna i allan vetur og Jón hefur
einkum reynzt okkur ÍR-ingum erfiður.
Iljá þeim i þessum leik fór saman
klaufaskapur og vankunnátta. En þó
að Þróttur hafi sigrað með tveggja
marka mun erum við ákveðnir í að
vinna upp þann mun og halda sæti
okkar i 1. deild," sagði Hákon Bjarna-
son, formaður handknattleiksdeildar
ÍR, eftir að Þróttur sigraði ÍR 21—19 i
fyrri aukaleik liðanna um sæti i 1. deild
næsta leiktimabil i handknattleiknum.
l.iðin leika aflur i Laugardalshöll á
fimmtudag og verði þau jöfn að stigum
ræður markatala.
,,Það er lítið um þennan leik að
segja — dómararnir, sem dæmdu
leikinn, hafa ekki hæfni til að dæma
slíkan úrslitaleik," sagði Ólafur H.
Jónsson, hinn kunni fyrirliði Þróttar
eftirleikinn.
Það var því ekki gott hljóðið i
mönnum eftir leikinn i gærkvöld og
sannast sagna var dómgæzla þeirra
Árna og Jóns ákaflega slök allan
leikinn. Að áliti undirritaðs hagnaðist
Þróttur á því lengi vel framan af en
lokakaflann var eins og dómararnir
snerust á sveif með ÍR-ingum. Leik-
menn voru reknir miskunnarlaust útaf
fyrir hin smávægilegustu brot — þvi
miður voru dómararnir jafnvel orðnir
æstari en leikmenn og sorglegt að
fylgjast með störfum þeirra — því er nú
verr og miður. Leikmenn Þróttar fengu
að kæla sig i 16 mínútur — þar af
Ólafur fyrirliði þrívegis. Hann var því
útilokaður og gat ekki leikið síðustu
fimm minúturnar. ÍR-ingar voru utan
vallar í 14 mínútur — samtals 15 brott-
rekstrar í leiknum. Ekki gaf þó
leikurinn tilefni til þess. Þróttur fékk
sjö vítaköst, flest framan af —ÍR
fimm, þar af fjögur í síðari hálfleik.
Lengi vel leit út fyrir að Þróttur
mundi sigra með talsverðum mun. Eftir
10—8 í hálfleik fyrir Þrótt náði liðið
sjö marka forustu, 18—11, um miðjan
síðari hálfleikinn. Síðan fór að halla
undan fæti hjá Þrótti og ÍR minnkaði
muninn niðuríeitt mark, 19—18, þeg-
ar fjórar mínútur voru til leiksloka.
Þróttur þá án Ólafs H., en það kom
ekki að sök. Þrótti tókst að sigra með
tveggja marka mun.
„Við lögðum kannski of mikið að
okkur til þess að ná þessari góðu
forustu og það hefur því komið niður á
úthaldinu lokakaflann," sagði Ólafur
H. eftir leikinn. ÍR greip til þess ráðs
undir lok fyrri hálfleiks að taka þá Pál
Ólafsson og Sigurð Sveinsson úr um-
ferð en tókst það ekki nógu vel í fyrstu.
Einar Sveinsson var þá ÍR-ingum
erfiður — en það var þó fyrst og fremst
snjöll markvarzla Sigurðar Ragnars-
sonar, sem færði Þrótti sigur í leiknum.
Hann varði mjög vel allan leikinn.
Ekki er ástæða til að ræða að öðru leyti
um frammistöðu einstakra leikmanna
eða leikinn i heild, eins og hann
þróaðist. Hins vegar ætti síðari leikur
liðanna að geta orðið tvísýnn og
skemmtilegur — með góðri dómgæzlu.
Mörk Þróttar skoruðu Sigurður
Sveinsson 8/6, Páll 5, Sveinlaugur
Kristjánsson 3, Ólafur 2, Einar 2 og
Lárus Lárusson 1. Mörk ÍR skoruðu
Bjarni Bessason 6, Pétur Valdimarsson
5, Hörður Hákonarson 4/2, Bjarni
Bjarnason 1, Sigurður Svavarsson 1,
Guðmundur Þórðarson 1 og Bjarni
Hákonarson 1/1, en hann misnotaði
tvö vítaköst í leiknum.
-hsim.
liðaleik karla. Tapaði fyrstu lotunni
15—18, en vann síðan 15—12 og 15—
8. Það var rmkil spenna í leiknum og
við vorum eilítið uggandi um tíma en
Broddi vann svo góðan sigur. Þar með
voru sigurmöguleikar gegn Sviss fyrir
hendi," sagði Sigfús Ægir ennfremur.
,,í einliðaleik kvenna sigraði hin
snjalla badmintonkona Liselotte
Blumer Kristínu Magnúsdóttur 11— 1
og 11—1. Staðan þá 1 — 1. Broddi og
Sigurður Kolbeinsson unnu Muller og
Straub í tvíliðaleik með 17— 14 og 15—
7. Höfðu góða forustu í fyrri lotunni en
misstu hana niður. Sviss jafnaði en
Brodda og Sigurði tókst að sigra 17—
14. Önnur lotan var svo örugg hjá
þeim. í tvíliðaleik kvenna tókst Sviss að
jafna í 2—2. Þeir Blumer og Kropf
sigruðu Kristínu Magnúsdóttur og
Kristínu Kristjánsdóttur með 18—14 og
15—5. Jafnt2—2.
Allt vallt þvi á úrslitum í síðasta
leiknum, tvenndarkeppninni. „Ég lék"
sagði Sigfús Ægir," meðSif Friðleifs-
dóttur og við unnum nokkuð öruggan
sigur 15—9 og 15—4. Þar með 3—2
fyrir ísland".
Danir
Evrópumeistarar
„Danir urðu Evrópumeistarar. Sigr-
uðu England 3—2 í gær og mér finnst
að Danir hafi verið heppnir að sigra t
keppninni. Hafa unnið nauma sigra.
Lena Koppen lék sinn fyrsta leik í
keppninni í gær — var frá vegna
meiðsla í baki — og sigraði Karin
Bridge, 12—lOog 11—2. Danir komust
í 2—0, þegar Steen Skovgaard og
Flemming Delfs sigruðu Wilkins og
Tredgett 15—7 og 15—12 i tvíliðaleik.
England minnkaði muninn í tvíliðaleik
kvenna en Morten Frost, hinn 22ja ára
sögustúdent, tryggði sigur Dana, þegar
hann vann Kevin Jolly 15—2 og 15—4.
Síðasti leikurinn skipti þvi ekki máli og
þar vann England — í tvenndarkeppn-
irini.
Danmörk varð því í efsta sæti. Síðan
komu Englendingar, þá Svíar og Holl-
endingar í fjórða sæti. í riðli íslands í
gær sigraði Pólland Portúgal 5—0.
Frí verður í dag, miðvikudag, en á
fimmtudag hefst einstaklingskeppnin.
Broddi leikur þá við Badersley, Eng-
landi, Guðmundur Adolfsson við
Morten Frost, Kristin Magnúsdóttir við
pólska stúlku og ég við Rússa. Þá
leikur Sigurður við Ray Stevens,
Englandi, svo þetta verður erfitt hjá
okkur í einliðaleiknum. í tvenndarleik
leika Kristín M. og Broddi við Rússa,
Kristín Kristjánsdóttir og Guðmundur
við V-Þjóðverja og við Sif við Ung-
verja," sagði Sigfús Ægir að lokum.
íslenzka landsliðið kemur heim á
mánudag.                  -hsím.
Iþrottir
HALLUR
SÍMONARSON,.
Haf steinn Þorvaldsson, fyrrverandi f ormaður UMFÍ:
HVERS VEGNA ÞESSIÞÖGN?
— Nokkrar fyrirspurnir til élympíunef ndar íslands
¦ Lokaundirbúningur þátttökuliða
þjóða heims fyrir ólympiuleikana i
Moskvu i sumar er iiú viða liafinn
eða að komast á lokastig. Ljótan
skugga hefur þó borið þur á, þur sem
»111 útlit er fyrir að hernaðarbrölt
stórveldanna, samfara pólitiskum
hráskinnsleik Cartcrs Bandaríkjafor-
sela i undirbúningi forsetakjörs,
komi til með að reka fleyg i þessa
mestu iþróttahátið afreksmanna al-
heimsins, þar sem ýinist er hvatt til
eða bann sett viö þátttöku íþrótta-
fólksinsi leikunum.
Vanhugsuð
niðurrifsstarfsemi
Tilgangurinn er að sjálfsögðu tal-
inn helga meðalið. En skyldu stjórn-
málamenn og aðrir, sem þannig
hugsa, hafa reynt að setja sig í spor
íþróttafólksins eða gert sér grein fyrir
þvi að með því að beita þessu vopni í
köldu stríði stórþjóða eru þeir að rífa
niður margra ára ef ekki áratuga
þrotlaust undirbúningsstarf afreks-
iþróttafólksins, leiðtoga þeirfa og
þjálfara, fólks sem lagt hefur á sig
ómælt erfiði, ástundun, vinnutap og
hrein fjárútlát til þess númer eitt að
reyna að öðlast þátttökurétt.
Ölluiu sönnum íþróttaunnendum
finnst að ólympiuhugsjónin ætti að
vera lögvernduð fyrir slíkri íhlutan
stjórnmálamanna og það ætti ein-
ungis að vera á valdi íþróttaforust-
unnar og iþróttafólksins sjálfs að
ákveðaslíkt.
Einhuga samstaða
Ég fagna því að íslenzk stjórnvöld,
sem og fjöldi annarra þjöðá*1 hafa
vísað ákvörðun um þátttöku í.
ólympiuleikunum næsta sumar til
hinnar frjálsu íþróttahreyfingarog þá
er þaö einnig fagnaðarefni að minu
mati að forustumenn íslenzkra
iþróttamála voru einhuga um að
stefna að þátttöku. Láta ekki póli-
tíska niðurrifsstarfsemi sundra eða
gera að engu helgan rétt afreks-
íþróttafólksins að freista þess með af-
rekum sínum að ná þátttökurétti í
ólympíuleikum, sem í flestum til-
fellum er æðsta hugsjón og takmark
þess fólks sem lengst hefur náð.
Ég vil eindregið vara þá við, stjórn-
málaspekinga og aðra, sem ekki
þekkja því betur til þessara mála, að
gera litið úr eða niðast á þeirri hug-
sjón.
Pólitik og iþróttir
Nú vilja margir halda þvi fram að
pólitik sé i öllu og það sé ekki svo
auðvelt að halda alþjóðlegu íþrótta-
starfi utan við pólitík. Þetta er að því
leyti rétt að allar svokallaðar menn-
ingarþjóðir leggja stórfé til þessarar
starfsemi af almannafé. Og það sem
meira er vert. Hafa fyrir löngu gert
sér grein fyrir því að afreksmenn í
íþróttum á heimsmælikvarða eru
eftirsóttustu og áhrifaríkustu sendi-
fulltrúar sem ein þjóð getur átt á er-
lendri grund, þegar vel gengur.
Það er svo aftur á móti staðreynd,
sem flestir vita, að þjálfun og undir-
búningur afreksíþróttafólksins er hjá
langflestum þjóðum í umsjá ópóli-
tískra, frjálsra iþróttasamtaka sem
tekið hafa við opinberum styrkveit-
ingum án skilyrða og þess vegna afar
,ómaklegt að þvinga upp á íþróttafor-
"ustuna og iþróttafólkið óvinsæluin
aögerðum pólitískra forustumanna
þegar þeim býðst svo við að horfa.
Ég óttast að þessi freklega íhlutun
Bandarikjaforseta nú fyrir ólympiu-
leikana kunni að verða örlagarík og
að hún eigi eftir að 'gera. íþróttastarfi
alheimsins mikinn óleik og skapa for-
dæmi, ef eftir verður farið, fordæmi
sem gæti riðið frjálsu iþróttastarfi i
heiminumaðfullu.
Hvað um undirbúning
íslenzka ólympíuliðsins?
Það virðist fremur hljótt um allan
undirbúning islenzku þátttakendanna
í ólympíuleikunum í Moskvu næsta
sumar og kannski er allur þessi úlfa-
þytur um þátttöku eða ekki þátttöku
um allan heim kærkomið umræðu-
efni fjárvana ólympíunefnd íslands-
sem lítið heyrist frá, jafnvel ekki í
herbúðum íþróttafólksins.
Hvers vegna þessi þögn? Væri
ekki verðugt verkefni fyrir ólympiu-
nefnd Islands að upplýsa fólk um
þessi mál meira en gert er. Ég tel að
það hljóti að vera í verkahring nefnd-
arinnar.
Ég tek þó heils hugar undir þær
fáu upplýsandi raddir sem heyrzt
hafa um þessi mál, t.d. frá nokkrum
sérsambandsformönnum innan ÍSÍ.
Hvað veit allur almenningur í
þessu landi um aðstöðumun afreks-
íþróttafólksins okkar og annarra
þjóða, t.d. í sambandi við æfingaað-
stöðu, þjálfun og fleira fyrir þessa
hörðu keppni?
Veit almenningur um það, að á
sama tíma og okkar afreksfólk i
íþróttum býr sig undir þátttöku i
ólympíuleikunum, oft í erlendum æf-
ingabúðum mánuðum saman á eigin
kostnað, þjálfaralaust, þá dvelja þar
á sama tíma einstaklingar og jafnvel
heil þátttökulið annarra þjóða, al-
gjörlega á kostnað ólympíunefnda
viðkomandi landa, með færustu
þjálfara í hverri grein, sjúkraþjálfara
og nuddara og jafnvel lækna sem
fylgjast með heilsufari íþróttafólks-
ins og þjálfun þess á vísindalegan
hátt?
Hafsteinn Þorvaldsson.
Er þetta of rausn sem við
ráðum ekki við
fjárhagslega?
Eigum við íslendingar, sem erum
svo fátækir sem raun ber vitni, yfir-
leitt að vera að stefna að þvi að eign-
ast afreksfólk i íþróttum á heims-
mælikvarða? Er það ekki hrein
blekking við íþróttafólkið okkar sem
margt er ekki síðra en annarra þjóöa,
eins og dæmin sanna, en býr við svo
grátlegt misrétti og aðstöðu þegar við
berum okkur saman við aðrar þjóðir.
íslenzka ólympíunefndin og for-
ráðamenn íslenzku íþróttahreyfingar-
innar hljóta að eiga margar andvöku-
nætur út af þessum málum ef að
líkum lætur. Þá hljóta þeir að bera
harðan kökk í hálsi þegar þeir á
stórum stundum, t.d. við setningu
ólympiuleika, ganga inn á leikvang-
inn með sitt litt undirbúna lið, sam-
anborið við flesta ef ekki alla aðra,
lið sem þrátt fyrir aðdáunarverðan
árangur á stundum hlýtur að vera eitt
það vanræktasta í heimi. Eða hvernig
haldið þið að iþróttafólkinu sjálfu
líði, með sinn þjálfaraskort og algjört
reynsluleysi í keppni á stórmótum
miðað við flesta mótherjana.
Staðreyndin er svo sú að þegar fólk
hefur einu sinni verið valið til þátt-
töku gerir almenningur kröfu um
góða frammistöðu og fagnar innilega
þegar vel gengur en er óvæginn í
dómum sínum þegar eitthvað fer úr-
skeiðis.
Upplýsingamiðlun einn
bezti stuðningur við
fþróttafólkið
Ég skora á ólympiunefnd íslands
að láta eitthvað frá sér heyra um
undirbúning og væntanlega þátttöku
íslands í ólympíuleikunum í sumar og
læt ég hér fylgja nokkrar spurningar
sem ég veit að mörgum þætti fróðlegt
að fá svör við:
1.
4.
5.
Hverjir annast þennan undirbún-
ing sem væntanlega er nú í gangi
undir forustu nefndarinnar?
Hafa einhverjir nú þegar unnið til
þátttöku  eða  verið  valdir  í
ólympíulið íslands?
Hefur   ólympíunefnd   íslands
ákveðið  einhver  lágmörk  sem
stuðzt verður við, eða eru það al-
þjóðleg lágmörk?
Hvaða þjálfarar annast undirbún-
ing þeirra iþróttamanna sem lik-
legir mega teljast í ólympíulið
íslands  og  hvernig  er  annarri
aðstoð við þetta fólk hagað?
Hvernig  stendur  ólympiunefnd
íslands  að  þvi  að  undirbúa
væntanlegt þátttökulið á lokastigi
til þess að skapa góðan liðsanda
og  samstöðu  svo  mikilsverðra
sendifulltrúa á mestu íþróttahátið
heimsins?
6. Hvernig er þjálfun og undirbún-
ingi fararstjóra og annars fylgdar-
liðs hagað og eru einhverjir sjálf-
kjörnir í þann hóp utan formaður
ólympíunefndar íslands?
Ég veit að þeir ágætu menn, sem
væntanlega annast þennan undirbún-
ing íþróttafólksins gera sér  fullkom
lega Ijóst hversu drjúgan þátt fjöl-
miðlarnir geta átt í því að skapa
áhuga, jákvætt viðhorf og andrúms-
loft fyrir þátttöku okkar fólks i leik-
unum og ekki veitir íþróttafólkinu
okkar af slikum velvilja og sálarstyrk
eða kostar hann ef til vill einnig of
mikið fé?
Látum ekki
fánann fallal
Við stöndum nú frammi fyrir
þeirri spurningu, íslendingar, hvort
við eigum að stefna að þvi að gera
það vel við afreksfólk okkar í iþrótt-
um að það geti notið svipaðrar
aðstöðu og afreksíþróttafólk annarra
þjóða og meðal annars keppt undir
fána íslands á ólympíuleikum eða
bara að sætta okkur við að vera eins
konar uppeldisstöð fyrir aðrar þjóðir
sem hirða frá okkur efnin jafnóðum
og þau koma fram i dagsljósið.
Ef við veljum seinni kostinn og
höfum engan metnað né vilja til að
eignast eigin afreksmenn á þessum
vettvangi, þá skal engan undra þótt
meðalmennskan verði allsráðandi,
meðal íslendinga á komandi tíð.
Hafsteinn Þorvaldsson,
fyrrv. form. UMFÍ.
Bikarmeistarar Laugdæla. Efri röð frá vinstri. Halldór Halldórsson, Atli Eðvaldsson, Gylfi Þorkelsson, Haraldur Hlöðvers-
son, Torfi Magnússon, sem vann sinn fimmta titil I blaki og körfubolta f vetur, Hreinn Þorkelsson. Fremri röð Samúel örn
Erlingsson, Leifur Harðarson, fyrirliði, Lárentsinus Ágústsson, Torfi Rúnar Kristjánsson og Kjartan Lárusson formaður.
Tvöfalt hjá Laug-
dælum og Víkingi
„Önnur eins stemmning hefur ekki
verið í þessu húsi frá þvi að það var
byggt," sagði húsvörðurinn i iþróitu-
húsinu á Selfossi er hann fylgdist með
úrslitaleik Þróttar og UMFL i bikar-
keppni blaksambandsins i gærkvöldi.
Laugdælir urðu þar bikarmeistarar
og staðfestu þar með erin betur hverjir
væru beztir. Þeir unnu Þróttara með
þremur hrinum gegn einni í vel leiknum
og skemmtilegum leik.
Þróttararnir mættu ákveðnir til
leiks og unnu fyrstu hrinuna 15—9. En
Laugdælir létu það ekki á sig fá og
unnu aðra hrinuna örugglega 15—6.
Þriðja og fjórða hrinan voru báðar
hörkuspennandi, Laugdælir mörðu þá
þriðju 16—14 eftir að jafnt hafði verið
á flestum tölum. i þeirri fjórðu náðu
Þróttar strax frumkvæðinu, þeir
komust í 11—7, en UMFL jafnaði.
Staðan var síðan lengi 13—13 en þeir
Leifur Harðarson og Hreinn Þorkels-
son innsigluðu síðan UMFL-sigur.
Eldhressir Laugdælaaðdáendur áttu
-e.t.v. stærstan þátt í sigri sinna manna
þvi liðin voru mjög svipuð að
styrkleika. Leifur Harðarson fyrirliði
og þjálfari UMFL var langbeztur Laug-
dæla. Auk þess að stjórna spilinu
stöðvaði hann ófáa sóknarskelli Þrótt-
ara með góðri hávörn. Haraldur Geir
og Lárentsínus voru einnig mjög
traustir.
Hjá Þrótti átti Valdemar Jónasson
einn sinn bezta leik i vetur.
Ákveðinn dómari leiksins var
Halldór Jónsson, nokkuð kröfuharður
á fingurspil en hann naut aðstoðar
Björgólfs Jóhannssonar.
Á eftir karlaleiknum léku til úrslita í
bikarkeppni kvenna Víkingur og
Þróttur. Vikingsstúlkurnar sigruðu
mjög örugglega með þremur hrinum
gegn engri og hafa þvi eins og karlalið
UMFL bæði unnið íslandsmótið og
bikarinn.
Þróttarstúlkurnar komust lítt áleiðis
gegn ákveðnum Víkingum og varð
leikurinn af þeim sökum frekar daufur.
Jóhanna Guðjónsdóttir og
Kristjana Skúladóttir eru potturinn og
pannan í leik Vikinga, þær stjórna
spilinu og eru jafnvígar í vörn og sókn.
Ásdís Jónsdóttir var einnig skæðen hjá
Þrótti bar mest á þeim Lindu Jóns-
dóttur, Sigurhönnu Sigfúsdótlur og
Björgu Björnsdóttur.
Hrinuúrslit voru 15—8, 15—7
15—13.
Víkingsstúlkurnar hafa í vetur notið
þjálfunar Kínverjans Ni Fongguo sem
hefur reyndar haft úr góðu efni að
moða. Brátt mun hann halda heim til
Kína en Víkingarnir hyggjast fá hann
aftur næsta vetur.            -kmu.
og
Bikarmeistarar Vikings. Efrí röö frá vinstrí Tómas Tómasson, Hólmfríður Garðarsdóttir, Ingibjörg Helgadóttir, Anna
Garðarsdóttir, Hermina Gunnarsdóttir, Ásdis Jónsdóttir og Ni Fongguo þjálfari. Fremri röö Oddný Árnadóttir, Jóhanna
Guðjónsdóttir, Krístjana Skúladórtir og Ólöf Ámundadóttir.                      DB-myndir: Þorvaldur Sigurðsson.
Cruyf f hjá Washington
Ray Hudson, fyrrum leikmaður
Newcastle á Englandi, er nú mest í
sviðsljósinu i amerísku knattspyrnunni.
Hann er fyrirliði Fort Lauderdale
Strikers, sem hefur sigrað i þremur
fyrstu leikjum sinum. Hudson hcfur
skorað fjögur mörk og er markhæstur
en það eru engir smákullur með lioniiiii
i framlinunni, Gerd Miiller, V-Þýzka-
landi, Teofilo Cubillas, Per og
Marínho, Braziliu.
Flórída-liðið sigraði New York
Cosmos 4—1 9. apríl og þá skoraði
Hudson tvivegis og einnig tvö mörk,
þegar liðið vann Rochester Lancers 2—
0 12. april. Hudson er 25 ára. Cubillas
hefur skorað 3 mörk, einnig þeit
Leonardo Cuellar,.San Diego, og Steve
Möyers, California Surf.
Johan Cruyff, Hollendingurinn
snjalli, leikur nú með Washington
Diplomats. Keyptur fyrir 1.5 milljónir
dollara frá Los Angeles Aztecs rétt
áður en leiktimabilið hófst. Aðsóknin
er líka miklu meiri hjá liðinu, 31.085 og
21.138 í tveimur fyrstu leikjunum.
Síðan 24.203, þegar Diplomats
sigruðu í sínum fyrsta leik, Phila-
delphia Fury 3—1. 51.225 áhorfendur
sáu fyrsta leik New York Cosmos —
gegn Minnesota Kicks.
LAGMETI
ÍLAGI
Víkingur sigraði
Framíbráðabana
— á Reykjavíkurmótinu
íknattspyrnu
Víkingur liluiil sín fyrstu stig á Reykjavíkur-
mótinu í knattspyrnu i gær, þegar liðið sigraði Frimi
3—2 eftir bráðabana. Jafntefli var að venjulegum
leiktíma loknum 1—1.
Fram skoraði strax í byrjun, þegar Óskar Magnús-
son sendi knöttinn i eigið mark framhjá Diðrik
Ólafssyni — en um miðjan hálfleikinn var Pétur
Ormslev, Fram, rekinn af velli af dómaranum
Kjartani Ólafssyni. Pétur sló mótherja. í síðari hálf-
leik sóttu Víkingar nær látlaust á rennblautum Mela-
vellinum en tókst ekki aðjafna fyrrenlangt var liðið
á leikinn. Guðmundur Baldursson varði oft snilldar-
lega í marki Fram. En honum tókst ekki að erja frá
Jóni Bjarna Guðmundssyni átta mín. fyrir leikslok.
Fleiri urðu mörkinekki 1 — 1.
Þá var bráðabani og leikmönnum gekk illa að
skora — aðeins Gunnar Orrason, Fram, og Heimii
Karlsson, Víking, skoruðu. 2—2 en auk þeirra
reyndu Gunnlaugur Kristfinnsson, Helgi Helgason,
Aðalsteinn Aðalsteinsson og Hinrik Þórhallsson
fyrir Víking, en Símon Kristjánsson, Guðmundur
Sigmarsson, Trausti Haraldsson og Marteinn Geirs-
son fyrir Fram. Áfram var því haldið. Heimir
skoraði þá fyrir Víking en Diðrik varði skot
Marteins. Víkingur þvi sigurvegari 3—2.
Aðstæður á Melavelli í gær til að leika knatt-
spyrnu voru beinlínis hroðalegar.
Enn smávon hjá
Fulham í2. deild
— vafasamt að McDermott og
Case leiki með Liverpool íkvöld
Lundúnaliðið Fulham heldur enn í smávon urt
halda sæti sinu i 2. deild ensku deildakeppninnar. í
gærkvöld sigraði liðið i þriðja leiknum i röð — vann
þá Cardiff 2—1 á heimavelli. Cardiff náði lorustii i
leiknum en Ray Lewington jafnaði á 34. mín. Þrem-
ur min. siðar skoraði Richad Money sigurmarkið.
Fulham hefur nú 27 stig eftir 38 leiki en
möguleikarnir eru þó sáralitlir. Wutford og Bristol
Rovers hafa 33 stig, eftir 39 og 38 leiki af 42.
Úrslil í ensku knattspyrnunni i gær urðu þessi:
I.deild
1—1
, deild
2—1
. deild
3—3
6—2
1—3
4. deild
Hartlepool-Wigan                       1—1
Huddersfield-Scunthorpe                  2—1
Rochdale-Torguay                       0—0
Andy Rowlands, hinn kunni miðherji Swindon,
skoraði fjögur mörk, þegar Swindon sigraði
Rotherham í gærkvöld í þriðju deildinni. Þar er
nýjastu deildaliðið, Lundúnaliðið Wimbledon, svo
gott sem fallið i 4. deild á ný.
I kvöld leika West Ham-Everton, Liverpool-
Arsenal i undanúrslitum ensku bikarkeppninnar.
' Litlar likur eru á að Terry McDermott geti leikið
með Liverpool og vafasamt að .linimv Case verði
með. Allir helztu menn Arsenal eru hins vegar heilir
— aðeins vafi með Sammy Nelson. Pal Holland
getur ekki leikið með West Ham og vafasaml að
Stuart Pearson leiki. Bob Latchford leikur i slað
Brian Kidd hjá Everton, en Kidd var rekinn af leik-
velli, þegar Everton og West Ham gerðu jafnlefli
1—1 álaugardag.
Bolton-Coventry
Fulham-Cardiff
Carlisle-Reading
Swindon-Rotherham
Wimbledon-Oxford
ísf irðingar sigr-
uðuí2.deildinni
- á íslandsmótinu íkörfuknattleik
Isfirðingar urðu sigurvegarar i 2. deild
kórfuknattleiksins um síðustu helgi í Hagaskóla.
Léku þá tvo leiki og sigruðu í báðum. Fyrst vann
KFÍ Hött frá Egilsstöðum með 103—83 og í úrsliiu-
leiknum llauku íir Hafnarfirði á sunnudag með 79—
78. Ekki voru ísfirðingum afhent sigurlaun sín eftir
þessa leiki á sunnudag.
Margir snjallir leikmenn eru i liði KFÍ. Má þur
nefna Guðjón Þorsteinsson, sem skoruði 38 stig i
fyrri lelknum og 28 stig i siouri leiknum gegn
Huukuiii, Ingvar Sigurbjörnsson, Guðmund
Jóhannsson og Þórí Ingimarsson.
Um næstu helgi munu ísfirðingar keppa við
Skallagrim um sæti i 1. deild næsta keppnistimabil.
Tveir leikir verða milli liðanna, báðir I Hagaskóla.
Sá fyrri á laugardag og á sunnudag leika liðin aftur.
Reiknað er með tvísýnum og skemmtilegum leikjum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24