Alþýðublaðið - 26.09.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 26.09.1972, Blaðsíða 12
alþýðu mum Alþýóubankínn hf yklur lugur/okkar metnaOur (ÓPAVOGS APÓTEK Ipið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 lunnudaga milli kl. 1 og 3 LOGREGLAN UM REYNILEOSSON JAFNGOTT AÐ VKJ HOFUM HANN EKKI A MÍTI OKKUR! „Ég er laus” kvað við úr klefa númer fjögur i lögreglustöðinni á Keflavikurflugvelli á laugar- daginn var, eftir að hringlað hafði i keðjum, brothvellir kveðið við, hengilásar tætzt, handjárn rifnað og slitnað, sterkar stálkeðjur brostið, og eftir einn alsherjar iokahvell. Að þessu loknu upphófst æðis- gengin barsmið inni i klefanum, svo gjörvöll lögreglustöðin nötraði, og þessu lauk meö þvi að maðurinn i klefanum braut hnausþykkt skothelt gler, braut upp úr körmunum i kring, og skreið út. "Það er jafn gott að við höfum þennan mann ekki á mót* okkur,” sagði einn lögreglu- mannanna, sem fylgdust með aðförunum, „þvi ljóst er að enginn fangaklefi á tslandi getur haldið honum inni, þar sem þessi klefi er talinn sá sterkasti hérlendis.” MYNDIRNAR Á litlu myndinni hér að ofan scst Reynir skriða út um glugg- ann eftir að hafa brotið skothelt glerið og mölvað úr karminum. Efst til hægri er hann fyrir járn- inguna en á neðstu myndinni er verið að leggja siðustu hönd á verkið. Myndin i miðið er tekin þegar Reynir hafði brugðið sér á salcrni eftir að hafa rifið járnin af sér. Sjást þær tæjur úr handjárnum liggja eins og hrá- viði á klefaborðinu. Maðurinn, sem vann þetta afrek, er Reynir Leósson frá Keflavik, sem þegar er orðinn þjóðkunnur fyrir krafta sina. Hann er nú að vinna að kvik- mynd um afrek sin i samvinnu við Vilhjálm Knudsen, og verður þetta eitt atriði myndar- innar. Það var um hádegi á laugar- daginn að Reynir kom upp á lögreglustöð á Keflavikurflug- velli i þeim tilgangi að slita af sér öll þau bönd, sem lögð yrðu á hann, og brjótast siðan út úr mannheldum fangaklefa. Læknir var i fylgd með Reyni og rannsakaði hann nákvæm- lega áður en farið var að járna Reyni. Rannsóknin leiddi ekkert óeðlilegt i ljós, og hófust þá þrir lögregluþjónar handa við að leggja járn á Reyni. Fyrst voru hendur hans járnaðar aftur fyrir bak með þrem handjárnum af sterkustu gerð, og rammgerð fótajárn voru sett á fætur hans. Siðan var fimm rammgerðum stálkeðjum vafið utan um hann allan. M.a. var einni brugðið tvisvar utan um hálsinn á honum, járnsög vinnur ekki á þannig keöju, og var hún siðan læst niður i fóta- járnin þannig að Reynir var i keng. Ef hann reyndi að rétta eitthvað úr sér, hertu keðjurnar að hálsi hans. Keðjurnar voru allar læstar saman með 14 sterkum helgi- lásum og tók þrjá lögregluþjóna röskan klukkutima að koma þessum 90 þúsund króna út- búnaði á Reyni. Var hann þá orðinn svo rigbundinn aö hann virtist ekki geta hreyft sig. Hópur manna var á lögreglu- stöðinni til að fylgjast með, og voru margir efins um að Reyni tækist að losa sig, þar sem þetta voru helmingi meiri hlekkir en hann hefur nokkurntimann slitið. Reynir virtist alveg rólegur og hvatti lögregluþjónana til að binda sig sem mest og læsa sem fastast. Lögregluþjónarnir þrir báru Reyni inn i fangaklefann, og áttu fullt i fangi með það þar sem keðjurnar sigu i. Þegar Reynir var kominn inn i klefann bað hann um sigarettu og vatnssopa. Þegar hann hafði reykt og drukkið nægju sina af vatni. var klefanum læst. Upphófst þá þegar glamur i keðjum og stóð nær látlaust i tvær klukkustundir, þar til Reynir sagðist vera laus. Skömmu siðar bað hann um að fá smá hvild og fara á salerni. Gafst þá kostur á að skoða klefann, en þar lágu sundurtætt járn og slitnar keðjur út um allt, en Reynir blés ekki nös. Framhald á 2. siðu. ANGELA EKKIRÁÐIN Angela Davis fær ekki aftur starf sitt sem aðstoðarprófessor við Kaliforniuháskóla, sem hún gegndi áður en hún var hand- tekin, sökuð um hlutdeild að morði. Angela var siðar fundin sýkn — og hefur að undanförnu ferðast um Sovétrikin. Stjórnendur háskólans höfnuðu tillögu heimspekideildar um endurráðningu ungfrú Davis, en hún er meðlimur i kommúnista- flokki Bandarikjanna. SEPTEMBERMÖT Vetrarstarfsemi Taflfélags Reykjavikur, hefst i dag kl. 20, með „Septembermóti” félagsins, tefldar verða 5 umferðir eftir „Monrad-kerfi”. Umhugsunar- timi er 1 klst. á skák fyrir hvern keppenda, og tefla allir i einum flokki, en fyrsta umferð verður tefld i kvöld, eins og fyrr segir, i félagsheimili Múrara við Freyju- götu. Er þetta mót tilvalið, fyrir þá sem viija liðka sig, fyrir Haustmót Taflfélags Reykja- vikur, en það hefst um miðjan október. FANNST LÁTINN Ungur borgfirskur bóndi fannst á sunnudaginn látinn i Hauka- dalsdrögum norðvestur af Trölla- kirkju. Hann hét Hreinn Heiðar Arna- son, 23 ára gamall, bóndi að Staf- holtsveggjum i Stafholtstungu- hreppi. Hans var saknað á laugardagseftirmiðdag er hann kom ekki ásamt öðrum gangna- mönnum til byggða, og leituðu 250 manns hans til sunnudags, er þyrla varnarliðsins fann lik hans. Ekki er vitað hvað valdið hefur láti Hreins. Hreinn lætur eftir sig konu. SIGGA LITLA-VIGGA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.