Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 4
þriðja áratugnum komið á legg blómlegri heildverslun og fataframleiðslu í stórhýsi við Vesterbrogade, þar sem hann starfaði meðal annars í samvinnu við hið fræga vöruhús Magasin de Nord. Alfred bjóst við því að geta fengið vinnu hjá honum. Það reyndist óþarfa bjartsýni. Lög, sem dönsk yfirvöld höfðu sett nokkrum árum áður, komu í veg fyrir að útlendingar fengju vinnu ef atvinnulausir Danir væru fyrir hendi. Reglur á þessum tíma komu einnig í veg fyrir að flestir erlendir menn hæfu eigið framtak. Frændi Alfreds gat ekki veitt hon- um vinnu vegna þessara laga, en varð að halda honum uppi og útvega honum þá peninga sem Alfred varð að hafa í veski sínu á hveijum föstudegi er hann þurfti að mæta hjá lögreglu og sýna fram á að hann gæti séð fyrir sér. Endalaus ganga á milli fyrirtækja bar engan árangur og stéttarfé- lög stóðu vörð um hagsmuni „sinna“ manna. Loks tókst Alfred að komast í kaupavinnu hjá bónda á Borgundarhólmi, sem gat sýnt yfirvöldum fram á að Alfred tæki ekki vinnu frá neinum. Vann hann þar veturinn 1934- 1935. islandsdvölin Um veturinn frétti hann af því að hægt væri að komast í vinnu á íslandi og fékk leyfi til að fara til íslands. Annan maí 1935 er hann kominn til Reykjavíkur til að freista gæfunnar eftir miður farsæl ár í Dan- mörku. Hann fær fljótlega vinnu í sveit og líkar vel þótt launin séu rýr. Hann fær senda peninga frá móðurbróður sínum í Kaup- mannahöfn til að ná endum saman. í jan- úar 1938 er hann atvinnulaus. Hann reynir að hafa ofan af fyrir sér með þýsku- kennslu, en þeir aurar hrökkva skammt þegar greiða á fyrir herbergi það sem hann hefur þá tekið á leigu á gistiheimili í Reykja- „KOMDU með okkur, væni.“ Alfred Kempner hnepptur í varðhald í Reykjavík. Hugsýn höfundar. v'k. Hann fær vinnu í apríl 1938, en gest- gjafi hans getur ekki beðið eftir peningun- um og hefur samband við lögreglu vegna skuldar útlendingsins. Lögreglan í Reykja- vík handtekur hann. Hann fær leyfi til að reyna landvist í Noregi þar sem hann á fyrir farinu þangað. Hann stígur á skipsfjöl og kemur til Bergen 10. maí. Tveimur dög- um síðar er hann leiddur fyrir norskan lög- regluvarðstjóra sem tekur skýrslu af honum og sendir hann rakleiðis til baka til Ís lands, þar sem hann hefur ekki næga pen- inga. 19. maí leggst norska skipið Lyra að bryggju í Reykjavík og er Alfred Kempner aftur handtekinn og leiddur fyrir dómara. Með vísan til laga nr. 59 frá 1936 er honum nú vísað af landi brott, vegna þess að hann sneri aftur frá Noregi án þess að hafa leyfi íslenska dómsmálaráðuneytisins, og vegna þess að nú átti hann ekki neina peninga. Kempner tekur nú fram við íslensk yfirvöld að hann eigi ættingja í Kaupmannahöfn og ætli sér að reyna að fá vinnu þar. íslensk yfirvöld senda hann úr landi með Brúar- fossi og skipstjóranum er trúað fyrir honum og fylgiskjölum íslenskra yfirvalda. Bréf útlendingaeftirlits lögreglustjórans í Reykjavík hljóðar svo: Með gufuskipinu Brúarfossi er sendur til Kaupmannahafnar þýski ríkisborgarinn Hr. Alfred Kempner, sem hefur verið vísað héðan af landi brott vegna skorts á fram- færslufé. Vegna sérstakrar óskar hans er hann sendur til Kaupmannahafnar, þar sem hann hefur tekið fram, að hann ætli sér að sækja um landvistaríeyfi þar. Ef hann fær ekki landvistarleyfi í Dan- mörku, leyfi ég mér að fara fram á að lög- reglan taki framsendingu hans til Þýska- lands að sér. Kostnaður vegna þess mun verða greiddur héðan. Hjálagt er vegabréf hans, skýrsla lögregl- unnar í Bergen og þýsk þýðing á skýrslu sem lögregkin hér hefur skrifað. Með fyrirfram þökk. Undirskrift embættismannsins. Danska lögreglan tók á móti Alfred Kempner í Kaupmannhöfn og undraðist framferði íslenskra yfirvalda. Lögreglufull- trúi danska útlendingaeftirlitsins skrifaði eftirfarandi lokaorð í skýrslu sína um brott- vikninguna og vilja íslenskra yfirvalda til að borga fyrir sendingu Alfred Kempners til Þýskalands nasismans: Það ætti að vera ástæða til ávirðingar, að þannig brottvikningar séu viðhafðar af íslendinga hálfu án samþykkis danskrayfir- valda. Þess má geta, að þeir sem þekktu Alfred á íslandi óttuðust að hann hefði verið send- ur í klær nasista. Það er undrunarefni að afrit af áðurnefndum gögnum um útvísun hans til Noregs og Danmerkur hafi ekki EFTIR VILHJALM ORN VILHJALMSSON Alfred Kempner var einn qf þeim qyóinqum sem fengu aó kenna ó miskunnarleysinu á árunum fyrir heimsstyrjöldina, ekki bara úti í Evrópu, heldur hér á Islandi. Hann var flóttamaóur hér, en atvinnulaus og rekinn til Noregs, þaóan sem hann var aftur rekinn til Islands og þaóan til Danmerkur þar sem lögreglan undraóist framferói Islendinga. RÐIÐ helför, (Holo- caust), fékk fyrst út- breiðslu eftir að sjónvarpsþáttaröð með því nafni var sýnd fyrir tæpum 15 árum. Eftir helförina liðu áratugir áður en umheimurinn fór að velta fyrir sér einstakl- ingunum, sem sendir voru í útrýmingarbúð- ir nasista. Það var ekki fyrr en nýlega að farið var að tala um sígauna þá, sem út- rýmt var í helförinni, sem einstaklinga. Aður voru þessir gyðingar, sígaunar og aðrir himinháar tölur í nákvæmum listum, sem nasistar færðu með annálaðri ögun. I dag er til fólk sem vinnur að því hörðum höndum að bera brigsl á helförina, og sem heldur því fram að langtum færri hafi ver- ið myrtir af nasistum. Besta leiðin til að halda minningu fórnarlambanna á lofti, og til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig, er að skrifa sögu einstaklinganna. Saga þeirra sem tókst að komast lífs af er um margt áhugaverðari í þessu sambandi en þeirra sem fórust og gátu ekki sagt frá. Þeir sem lifðu af misstu fjölskyldur sínar og margir gátu aldrei talað um þennan hluta lífs síns. Helförin kemur Islendingum einnig við, þótt margir séu ekki á þeirri skoðun. Gyð- ingar, sem reyndu að komast til íslands, en fengu ekki landvist, lentu í útrýmingar- búðum. Lengi var einnig talið, að það hefði orðið hlutskipti ungs gyðings frá Þýska- landi, sem vísað var af landi brott vorið 1938. Brotakennd saga hans verður sögð hér, þar sem hann bjó á íslandi í 3 ár. Hafa margir góðir menn fengið grafskrift í íslenskum dagblöðum fyrir minna. Alfred Kempner f. 5.7.1914, d. 28.11.1975. Fimmta júlí 1914 fæddist Alfred Kempn- er í Berlín. Faðir hans, Arthur Kempner, og móðir, Minna, fædd Krohn, ráku litla verslun í Leipzig, þar sem Alfred óx úr grasi. Eftir skólagöngu stundaði Alfred nám í verslunárskóla og stóð í læri hjá skradd- ara og í verslun S. Hodes í Leipzig. Fyrir utan það að vera Þjóðveiji var Alfred gyð- ingur að trú. Upp úr 1920 varð það æ al- ÞÝSKT vegabréf Alfreds ísraels Kempn- ers. Myndin er gerð eftir negatívuljósriti af vegabréfi sem hann fékk i þýska sendi- ráðinu í Kaupmannahöfn 1941. Ljósm. Rigsarkivet Kaupmannahöfn. gengara meðal Þjóðveija að líta á gyðing- lega meðborgara sína sem kynstofn, jafnvel hættulega ættkvísl sem útrýmt gæti hinum þýska stofni. Svo kom að nær öll þýska þjóðin kaus Adolf Hitler sem leiðtoga sinn. Ofsóknir gegn gyðingum mögnuðust og ungt fólk af gyðingaættum sá ekki neina framtíðarmöguleika í Þýskalandi. Alfred var einn þeirra mörgu gyðinga er yfírgáfu Þýskaland sumarið 1933. Leiðin lá til Kaupmannahafnar, þar sem móður- bróðir hans, Siegismund Krohn, hafði á FLÓTTAMAÐURINN ALFRED KEMPNER 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.