Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 36
36 C ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík Sími 568 2444 - Fax 568 2446 INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali. ÞÓRÐUR JÓNSSON SÖLUM., SJÖFN ÓLAFSDÓTTIR SKJALAGERÐ, MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR. asbyrgi@asbyrgi.is www.asbyrgi.is MARBAKKABRAUT - ÞRÍBÝL- ISHÚS 3ja herbergja íbúð með sérinn- gangi á 1. hæð í góðu þríbýlishúsi. Parket á gólfum, stór stofa og 2 herb. Eldhús með flísum. Áhv. húsbréf ca kr 6.000.000- Tilv. 15188 FERJUBAKKI Vel skipulögð 76,9 fm 3ja herbergja íbúð auk 9,2 fm geymslu í kjallara. Gott parket er á allri íbúðinni. Rúmgott barnaherbergi og hjónaherbergi með skáp. Eldhús með uppgerðri innrétt- ingu. Baðherbergi með flísaþiljum og tengi fyrir þvottavél. Vestursvalir. Sameignin í góðu standi. Verð 8,8 millj. tilv. 5027 BOÐAGRANDI - LYFTA Góð 72,8 fm 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi, ásamt stæði í bílskýli. Sameign öll nýend- urnýjuð úti og inni. Mjög góð staðsetning, stutt í þjónustumiðstöð aldraðra. Verð 12,4 millj. tilv 15224 LAUFRIMI - SÉRINNGANGUR 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinn- gangi og hellulagðri verönd. Ca 89 fm fal- leg íbúð, parketlögð stofa og vandaðar innréttingar í eldhúsi. Áhv. 6,8 millj. Verð 11,8 millj. tilv. 15330 SÓLHEIMAR - LYFTA Vorum að fá í sölu 87,5 fm íbúð í góðu lyftuhúsi á annari hæð. Góð sameign og gott útsýni. Laus strax. Tilv. 15332 IÐUFELL - JARÐHÆÐ Mjög falleg mikið endurnýjuð 69 fm 2-3ja herb. íbúð á jarðhæð í húsi sem búið er að klæða. Nýj- ar innréttingar, nýtt baðherb. og gólfefni. Nær viðhaldsfrítt hús. Laus fljótlega. Verð 8,3 millj. tilv. 15335 VESTURBERG - ÚTSÝNI 3ja her- bergja 86 fm íbúð á efstu hæð í mjög góðu fjölbýli. Parket á allri íbúðinni, góðar innréttingar, stórar vestursvalir. Frábært útsýni. Verð 10,9 millj. tilv. 5013 2 HERBERGJA LAUFRIMI Mjög góð snyrtileg 76,7 fm 3ja herb íbúð á annari hæð (efstu) í litlu fjölbýli. Verð 10,9 millj. tilv 15331 RAUÐARÁRSTÍGUR Góð 2ja herb. ca 45 fm íbúð á 2. hæð. Endurnýjað eld- hús og fataskápar, flísar á góflum. Tilv. 4438 Í SMÍÐUM HAMRAVÍK - 3 ÍBÚÐIR Erum að selja 3 síðustu íbúðirnar að Hamravík 16-18, sem eru 2ja herb., 4ra herb. með bílskúr og ein 5 herbergja. Íbúðirnar seljast fullfrágengnar án gólfefna og öll sameign frágengin. Mjög vandaður frágangur. Til afh. fljótlega. ATVINNUHÚSNÆÐI TRYGGVAGATA - HAFNAR- HVOLL Mjög góð 386 fm skirfstofuhæð á 2. hæð í Hafnarhvoli. Hæðin er í góðu ástandi með tölvulgögnum. Sameign hússins er öll nýendurnýjuð bæði að utan og innan og nýjir gluggar. Lyfta. Verð 40,0 millj. SÉRHÆÐIR ÁLFHEIMAR - GLÆSLEG SÉR- HÆÐ Glæsileg 163 fm efri sérhæð í góðu þríbýl- ishúsi, ásamt bílskúr. Íbúðin skiptis m.a. í 5 svefnherb. þar af eitt stórt forstofuher- bergi, stóra stofu og borðstofu, snyrtingu, baðherbergi og stórt eldhús með borð- krók. Íbúðin er mjög mikið endurnýjuð. Allt sér. Verð 18,6 millj. STÆRRI EIGNIR HRYGGJARSEL - 2 ÍBÚÐIR Þetta er mjög vandað 272 fm raðhús, kjallari og tvær hæðir, auk 54,6 fm tvö- falds bílskúrs. Í kjallara er mjög góð 2ja herb. íbúð auk geymslurýmis. Á 1. hæð er m.a. stórt eldhús, stórar stofur og sjón- varpsherbergi. Á 2. hæð eru 4 góð svefn- herbergi og baðherbergi. Verð 24,5 millj. tilv. 5021 ÁLFHÓLSVEGUR RAÐHÚS Um er að ræða ca 160 fm raðhús á þremur hæðum. Í kjallara er óinnréttað rými þar sem hæglega er hægt að gera ca 60 fm íbúð en hluti af rýminu er ekki inni í fm tölu. Aðkoma er góð, búið að leggja hita í planið og gera ráð fyrir bílskýli. Verð 17,9 millj. tilv 4974 4RA - 5 HERB. VESTURGATA - SÉRINNG. 4ra herbergja 112,5 fm íbúð á tveimur hæðum með sérinngangi. Þrjú svefnherbergi, rúm- góð stofa, eldhús og bað. Verð 12,5 millj. tilv 15242 DALHÚS - RAÐHÚS Mjög gott 128,9 fm raðhús á 2 hæðum með stórri suðurverönd. Barnvænt og rólegt hverfi. Verð tilv 15250 LANGHOLTSVEGUR 5 herb. 106,6 fm íbúð er stærri) íbúð í kjallara með sér inngangi í tvíbýlishúsi. Íbúðin skiptist í 4 svefnherbergi, stofu, eldhús bað og geymslur. Ásett verð 11,7 millj. tilv 15219 TORFUFELL 4ra herb. 97 fm mjög vel skipulögð íbúð á 4. hæð. 3 stór svefnher- bergi, góð stofa. Nýtt parket, yfirbyggðar svalir. Húsið allt nýklætt að utan. Góð sameign inni. Tilv. 15028 3 HERBERGJA HRINGBRAUT - TVÆR ÍBÚÐIR Tvær glæsilegar mikið endurnýjaðar íbúðir í þríbýli. Seljast saman eða í sitt hvoru lagi. Annars vegar 71 fm 3ja herb. efri hæð auk bílskúrs, hins vegar 64,6 fm 2ja herbergja íbúð í kjallara. Nánari uppl. á Ásbyrgi. Tilv. 14876 SMIÐJUVEGUR - VERSLUN - LAGER Mjög gott um 500 fm verslunar- og lagerhúsnæði á besta stað í nýlegu húsi við Smiðjuveg. Góð lofthæð, góðar innleyrsludyr og verslunargluggar. Hús- næðið bíður upp á mikla möguleika. Verð 46,0 millj. Tilv. 2273 TIL LEIGU SUÐURLANDSBRAUT Gott versl- unarpláss ca 50 fm sem er einn salur með dúk á gólfi og góðum sýningargluggum, húsnæðið er laust til afhendingar strax HLÍÐARSMÁRI 19 - VIÐ SMÁRALIND Til leigu 100 til 400 fm mjög bjart og gott verslunarhúsnæði á jarðhæð í sama húsi og Sparisjóður Kópavogs. Húsnæðið leigist í einingum frá um 100 fm Mikið auglýsingagildi. Til afhendingar strax. Tilv. 4022 VÆTTABORGIR - 2JA ÍBÚÐA HÚS Til sölu í Vættaborgum 84 og 86 mjög glæsileg raðhús með tveimur íbúðum og seljast þau tilbúin til inn- réttinga. Húsin eru að stærð 226,3 fm og 206 fm með innbyggðum bíl- skúr. Húsin eru innréttuð þannig að á jarðhæð er auk bílskúrs mjög góð 3ja herb. íbúð og á efri hæð er glæsileg 4 herb. íbúð með tvennum svölum. Lofthæð á efri hæð er mikil. Mjög góð hönnun. Í hvoru húsi er samþykkt ein íbúð. Að utan eru húsin kvörsuð og með aluzink-járni á þaki. Lóð er grófjöfnuð. Til afhend. fljótlega. ÁRIÐ 1881 fór Hilmar Finsen landshöfðingi þess á leit við stjórn- ina að í fjárlagafrumvarpi árið eftir veitti landsjóður fjármagn til þess að byggja fullkominn spítala í Reykjavík og sæi síðan um að fjár- magna rekstur hans. Landshöfðinginn gerði ráð fyrir að í hinni fyrirhuguðu byggingu yrðu tuttugu og fjögur rúm fyrir sjúklinga, auk þess fjögur rúm fyrir geðveika, búningsherbergi, baðher- bergi, líkhús, skurðlækningastofa og herbergi fyrir læknaskólanema. Stjórnin var treg í taumi og töldu stjórnarmenn að Reykjavík ætti að kosta byggingu spítalans ef af henni yrði og sjá um fjármagn til rekstrar hans. Á þessum tíma var Schierbeck landlæknir. Hann beitti sér fyrir því að spítalinn yrði reistur og taldi að hann þyrfti að vera mun stærri en landshöfðinginn hafði farið fram á. Máli sínu til stuðnings kom hann með tölu á þeim sjúklingafjölda sem leitað hafði til hans á fyrsta árinu sem hann var landlæknir, hann taldi þá vera 920, einnig fjölda þeirra sem hann sagði að hefðu þurft á innlögn á sjúkrahús að halda vegna uppskurðar, þeir voru 65. Þó að tölurnar væru sláandi og sýndu hina miklu þörf fyrir spítala fór svo að landsjóður veitti ekki fé til fram- kvæmdanna. Sjúkrahúsfélagið réðst í að byggja hinn nýja spítala sem var valinn staður í Þingholtunum, á spildu úr túni Jóns Árnasonar bóka- varðar. Hús spítalans var reist fyrir neðan troðning þann yfir tún bóka- varðarins sem farinn var þegar vatn var sótt í svokallaða Skálholtslind. Til þess að fjármagna bygg- inguna var gamla Klúbbhúsið við enda Aðalstrætis, á þeim slóðum sem Herkastalinn var síðan byggð- ur, selt fatakaupmanni að nafni Tierney, sem hingað hafði komið í verslunarerindum. Þar hafði verið rekið sjúkrahús á efri hæðinni frá árinu 1866. Niðri var samkomuhús og þótti þar stundum æði sukksamt og mikið ónæði fyrir sjúklingana á hæðinni fyrir ofan. Sjúkrahúsfélag- ið lumaði einnig á einhverjum aur- um sem voru látnir renna í bygg- inguna. Byggt úr timbri á hlöðnum kjallara Helgi Helgason, trésmiður og tónskáld, Þingholtsstræti 11, teikn- aði húsið og stóð fyrir byggingu þess. Í byggingaleyfinu kemur fram að húsið átti að vera úr steini en það var byggt úr timbri á hlöðnum kjall- ara. Bygging hússins hófst árið 1884 og var fyrsta virðingin á því gerð 26. júlí sama ár. Þar segir að grunn- flötur hússins sé 22 x 15 álnir og hæð undir þakbrún 111⁄2 alin. Húsið er byggt af bindingi, múrað með múrsteini í grind og beton, klætt á austur- og suðurgafli með járni. Þak er klætt járni á skarsúð. Í húsinu eru 11 herbergi fyrir ut- an ganga og inngang, sem öll eru í smíðum. Að mestu leyti er búið að ganga frá loftum og gólfum. Undir vesturhlið hússins er kjallari. Eins og sést af þessari lýsingu er húsið í smíðum þegar virðingin var gerð. Þingholts- stræti 25, Farsóttarhúsið Í gegnum tíðina hefur húsinu verið haldið vel við, segir Freyja Jónsdóttir. Unnið hefur verið að því að gamli stíllinn fái að halda sér jafnt að utan sem innan. Morgunblaðið/Sverrir Að utan er húsið klætt járni á suðurstafni og austurhlið en með borðaklæðningu á norðurstafni og vesturhlið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.