Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
?
MENNING/LISTIR 22. DESEMBER 2001
F
YRRI hluti liðinnar aldar var rit-
unartími viðamikilla skáldsagna
um íslenskt sveitalíf. Það hafði
raunar verið viðfangsefni í ís-
lenskri skáldsagnagerð allt frá
því að Jón Thoroddsen sendi Pilt
og stúlku frá sér árið 1850. 
Upp úr aldamótunum héldu
skáldsögur með breiðum þjóðlífslýsingum inn-
reið sína í íslenskar bókmenntir og viðfangs-
efnið var lífið í sveitinni, ekki síst lífsbarátta fá-
tækra leiguliða á heiðarkotum. Sá sem fyrstur
tók þetta viðfangsefni fyrir var liðlega þrítug-
ur prentari í Reykjavík, Guðmundur Magn-
ússon að nafni. Áður hafði hann birt kvæði,
leikrit, ferðaminningar og smásögur og oftast
hlotið neikvæða dóma. Nú hóf hann að rita
viðamikla skáldsögu og tók upp rithöfundar-
nafnið Jón Trausti. Hann komst svo að orði að
sagan ætti að verða einskonar ævisaga alþýðu-
konu og fyrirmyndin var gömul kona sem hann
þekkti á uppvaxtarárum sínum. 
Halla og Heiðarbýlið
Bókin hlaut nafnið Halla og kom út 1906, en
var rituð haustið 1905. Í ágústmánuði 1912
birti Bogvennen stutt viðtal við Guðmund
Magnússon undir fyrirsögninni Min Livs-
historie, þar sen hann segir stuttlega frá æsku
sinni og óljósum minningum um flutning inn á
Öxarfjarðarheiði. Þar lést faðir hans fyrsta
veturinn sem fjölskylda Guðmundar bjó þar og
móðir hans var ein í kotinu með fimm smábörn.
Honum voru minnisstæðir herðabreiðir karl-
menn sem drógu þau til byggða á sleða. Í þess-
ar minningar segist hann sækja efniviðinn í
Heiðarbýlissögurnar sem urðu framhald
Höllu.
Guðmundur Finnbogason var þá ritstjóri
Skírnis og skrifaði ritdóm um bókina sem hófst
á þessum orðum:
Bók þessi er gleðileg nýjung. Höf., sem kall-
ar sig ?Jón Trausta?, hefir af sagnaskáldskap
aðeins birt eina smásögu í ?Eimreiðinni?, og nú
kemur hann allt í einu fram með 224 bls. skáld-
sögu er sýnir svo ótvíræðar gáfur að ekki verð-
ur um villst. Og þótt gallar séu á bókinni eru
þeir hverfandi í samanburði við kostina, ... 
Sálarlíf aðalpersónanna er rakið svo ljóst,
eðlilega og hispurslaust, að víða er með snilld,
og jafnvel þær persónur, sem lítið koma við
söguna, verða furðu skýrar.
Um efni sögunnar fór hann svofelldum orð-
um:
[...] hún er ástarsaga og lýsir átakanlega vel
yndislegri íslenskri sveitastúlku, sem leggur
allt í sölurnar fyrir þann sem hún elskar ? líka
það sem þyngst er [og] banvænast fyrir svo
hreina og göfuga sál, en það er að ljúga um fað-
erni barnsins síns og giftast til þess manni,
sem hún í raun og veru hefir viðbjóð á. Efni
sögunnar er í stuttu máli á þessa leið: Halla er
vinnukona á prestssetri. Presturinn er látinn,
en ekkja hans býr þar og Halla er hjú hennar.
Henni er svo lýst: ?Hún var ekki stór vexti, en
þéttvaxin og hraustleg, kvik og skarpleg í öllu
fasi sínu og eldfjörug og kát. Andlitið var smáf-
rítt og svaraði sér allt vel, kinnarnar ávalar,
jafnvel nokkuð bústnar, og skiptu vel litum,
munnurinn nettur, nefið beint og formfagurt
og yfirsvipurinn hreinn og bjartur ? en glettn-
islegur.? Hlátur hennar vakti vissulega berg-
mál. Halla dró að sér athygli ógiftra karl-
manna og hafði yndi af saklausum
ástarsamdrætti, en hafði þá einungis fyrir leik-
föng. Húsmóðir hennar varaði hana við að
leika sér svona að logandi eldi. 
Þegar nýr prestur, séra Halldór, kemur á
prestssetrið, er Höllu fengið það hlutverk að
þjóna honum. Ekki líður á löngu þar til ástir
takast með þeim. Í fyrstu vissi enginn að prest-
urinn var kvæntur. Þegar Halla verður vanfær
af hans völdum, blasir við hempumissir og
hremmingar í einkalífi. Til að firra hann slíkri
ógæfu bjargar Halla mannorði hans með því að
ganga að eiga Ólaf sauðamann en hann pínir
prestinn til að greiða sér álitlega fjárhæð fyrir.
Til að dylja leyndarmálið enn betur og vera
sem minnst í alfaraleið, flytja Ólafur og Halla í
eyðibýlið Heiðar-
hvamm. 
Guðmundur
Finnbogason dáðist
að innganginum að
Heiðarbýlinu. Hann
væri ?ljóðþýður lof-
söngur um heiða-
löndin, og þó hljóm-
mikill og tigulegur.
Eflaust er hann einn
hinn fegursti þáttur
sem ritaður hefir
verið um íslenska
náttúru, í sundur-
lausu máli?. Fyrsta
sagan, Barnið, kom
út 1908. Þar segir
frá sambúð Höllu og
Ólafs fyrsta hjúskaparárið. Hann er hamingju-
samur öfugt við Höllu sem lifir í stöðugum ótta
við að hið rétta faðerni verði uppvíst því að
drengurinn var ?ekkert líkur pabba sínum?.
Þess vegna vildi hún ekki láta séra Halldór
skíra drenginn. Á leiðinni upp í Heiðarhvamm
hitti hún gömlu prestsekkjuna. Augnaráð
hennar, varnaðar- og kveðjuorð snertu Höllu
illa. Lýsing höfundar á aðkomunni að Heið-
arhvammi er nöturleg. ?Öll þekjan var eins og
höggormadyngja. Þeir hlykkjuðu sig hver um
annan, eins og þeir væru að búa sig undir að
teygja sig inn og bíta.? 
Drengurinn veikist við ferðavolkið. Við
skírnina elnar sóttin og svo lýkur að hann and-
ast. Halla verður úrvinda af harmi, en Ólafur
sýnir henni litla samúð. Gamla prestsekkjan
skrifar Höllu bréf, þar sem hún varpar sökinni
á hana. Hún tekur vanskapaðan sveitarómaga
? Sölku ? á heimilið og hlúir að henni.
Í Barninu bætast margar nýjar persónur
við. Næstu nágrannar eru Finnur og Setta í
heiðarbýlinu Bollagörðum. Þá koma mjög við
sögu Egill hreppstjóri í Hvammi, Borghildur
kona hans, Þorsteinn sonur þeirra og Þorbjörn
ráðsmaður Egils, en bróðir Settu, Sigvaldi á
Brekku og Margrét kona hans.
Þorleifur H. Bjarnason skrifaði ritdóm um
Barnið í Skírni 1908. Þar rakti hann söguþráð-
inn og sagði síðan:
Í náttúrulýsingum hans bregður allvíða fyrir
næmum skilningi á íslenskri náttúru, meira að
segja næmari og gleggri en vér eigum að venj-
ast.
Grenjaskyttan kom út 1909. Þar ber Þor-
steinn, sonur Egils og Borghildar í Hvammi,
söguna uppi. Sögusviðið er jöfnum höndum
Hvammur og Heiðarhvammur. Þorsteinn og
Jóhanna fella hugi saman án þess að foreldrar
hans viti og hún verður vanfær. Jóhanna er
vinnukona, alin upp í Hvammi, en Þorsteinn
einungis átján ára unglingur, fáskiptinn og
einrænn að eðlisfari. Jóhanna hefir hryggbrot-
ið Þorbjörn, bróður Settu í Bollagörðum. 
Þegar Borghildur kemst að trúlofun Þor-
steins og Jóhönnu
ákveður hún að slíta
henni og neyða Jó-
hönnu til að heitast
Þorbirni. Þorsteinn
lá þá á greni, en
hann kemur óvörum
heim næstum í
sömu andrá og
Borghildur hefir
lokið ætlunarverki
sínu. Það slær í
harða brýnu milli
mæðginanna og svo
lýkur að Borghildur
rekur Jóhönnu af
heimilinu. Að ráði
Egils kemur Þor-
steinn Jóhönnu fyr-
ir í Heiðarhvammi og biður Höllu að annast
hana, því að Þorbjörn eða Borghildur muni
ganga eftir því að Jóhanna haldi heit sitt.
Borghildur sætir færi og fer ásamt vinnu-
manni sínum upp að Heiðarhvammi að sækja
Jóhönnu þegar hún og Halla voru einar heima.
Eftir ófögur orðaskipti snýr hún heim við svo
búið, en sneypir Þorbjörn fyrir að láta kven-
mannsvæflu halda Jóhönnu fyrir sér. Hann
sætir færi þegar Ólafur er í kaupstaðarferð.
Halla varnar honum að ná fundi Jóhönnu svo
að stefnir í handalögmál. Þá ræðst Salka á Þor-
björn með óskaplegum óhljóðum og hrekur
hann á brott. Jóhönnu verður svo mikið um að
hún fær krampa og liggur blá og froðufellandi
þegar Halla kemur að henni. ?Lækur af blóði
rann undan fötum hennar.? Í sömu mund ber
gest að garði. Það er séra Halldór. Þau horfast
fyrst í augu án þess að segja orð. Hún kemst í
uppnám við að sjá hann aftur og atyrðir hann,
en felur honum að gæta Jóhönnu meðan hún
sækir Þorstein. 
Jóhanna tekur léttasótt og elur ófullburða
barn sem deyr skömmu eftir fæðingu. Sömu
örlög bíða Jóhönnu. Þorsteinn og Halla sitja
við dánarbeð hennar. Hann tekur lát Jóhönnu
svo nærri sér að Halla óttast að hann muni
sturlast. Hann grætur sig í svefn í fangi henn-
ar. Halla finnur eitthvað læsast um allar æðar
sínar, sem hún hvorki gerði sér grein fyrir né
gat ráðið við. 
Þegar Þorsteinn vaknaði daginn eftir sat
Halla við rúmið og hélt barni sínu að beru
brjóstinu. Beint á móti lá líkið, sveipað hreinni
rekkjuvoð. Allt hið velkta og blóðflekkaða er
horfið. Nálægð Höllu veitir Þorsteini hugarfró.
Hann finnur augu hennar hvíla á sér, ástúðleg
og hluttekningarrík. Mynd Jóhönnu máist og
fölnar, en Halla verður honum að sama skapi
hugstæðari. Hann hafði fundið hjartaslög
hennar undir vanga sínum og mjúkir hand-
leggir höfðu vafist að höfði hans. ?Þessi kona
var ekki móðir hans og gat ekki verið það. Hún
var kornung, ? lítið eldri en hann sjálfur, ljós
og litfögur, gift öðrum manni og hafði ungbarn
við brjóstið.? Setta í Bollagörðum fylgist með
ferðum Þorsteins. Halla fer nærri um hverju
hún muni hvísla í eyru fólks, en fær sig ekki til
að vara Þorstein við.
Egill tjáir Þorsteini hvað skrafað er. Hann
setur dreyrrauðan við tíðindin og hlítir ráði
föður síns að fara að heiman. Áður en hann fer
skrifar hann Höllu þakklætisbréf og gefur
henni ljóðabók til minningar um sig: ?Þegar
hugur minn reikar heim til átthaganna, mun
hann hvergi koma við oftar en hjá þér,? voru
lokaorð bréfsins. 
Síðar fær hún annað bréf frá Þorsteini. Þar
sagði hann að hún væri eina manneskjan í átt-
högunum sem hann hugsaði til. ?Á kvöldin
þegar ég er að sofna, finnst mér stundum
hjarta slá undir vanga mínum?, og lokaorðin
voru: ?ég vildi, að þú værir komin til mín. Mér
finnst ég ekki geta lifað án þín.? Halla gerði
nokkrar tilraunir að svara fyrra bréfi Þor-
steins, en hætti við þegar síðara bréfið barst
henni í hendur.
Guðmundur Finnbogason skrifaði ritdóm
um næstu bók ? Fylgsnið ? í Skírni 1910. Hann
endaði á þessum orðum:
Allir sveitamenn kannast við þjófnaðargrun-
inn sem stundum fellur á heiðarbúana. Og ekk-
ert þjófsheiti lætur eins illa í íslenskum eyrum
og ?sauðaþjófur?. Jón Trausti hefir nú tekið
þetta atriði til meðferðar í ?Fylgsninu?. Það
snýst mest um þjófnaðargrun, þjófaleit og
uppljóstrun sauðaþjófnaðar í Bollagörðum. 
Undir sögulok Grenjaskyttunnar segir frá
ferðum fólksins í Heiðarhvammi fram hjá
Bollagörðum að hausti til. Þar rekast þau á
Þorbjörn þar sem hann er að handsama sauð
sem Egill í Hvammi á. Fleira óvænt ber þar
fyrir augu, t.a.m. talar Salka um ljós niðri í
jörðinni. Þessi atburður staðfestir grun Höllu
um að Bollagarðar séu þjófabæli.
Fylgsnið er látið gerast þremur árum síðar.
Í upphafi er sagt frá nýrri fjallskilareglugerð
um eyðingu refa. Hreppsnefndinni er fengið í
hendur refaeitur, sem oddviti sveitarinnar,
Pétur á Kroppi og bróðir Borghildar í
Hvammi, hefir undir höndum. Honum er svo
lýst að hann sé stór vexti, mikilleitur og svip-
mikill, augun fremur lítil, grá og hvöss, andlitið
magurt, með þunglyndislegum dráttum og
hæðnisglott leikur á vörum. Meðfætt lista-
mannseðli fékk útrás í fiðluleik hans. Litlir
kærleikar eru með systkinunum. Pétur hafði
löngum verið í uppreisn gagnvart fjölskyldu
sinni, t.a.m. vegna óvígðrar sambúðar með
bláfátækri stúlku sem dó frá ungum börnum. 
Fylgsnið hefst í brúðkaupsveislu á Brekku
þar sem Egill hreppstjóri kallar hreppsnefnd-
ina á fund til að ræða þjófaleit á heiðarbýl-
unum. Pétur er meðal veislugesta. Egill kynnir
fyrirætlun sína. Þögn slær á viðstadda, nema
snöggur, bitur hlátur heyrist frá Pétri sem
dregur dár að fyrirætlaninni. Á eftir drekkur
hann ósleitilega og er bersýnilega órótt. Í
veislunni leikur hann polkann Þjófaleit fyrir
dansi. 
Þjófaleitin hefst í Bollagörðum en reynist
árangurslaus í upphafi. Pétur er meðal leit-
armanna og hefir allt að háði og spotti sem
fyrr. Af tilviljun finnst fylgsnið með þýfinu.
Pétur er þar nærstaddur og reynir að fá við-
stadda til að þegja um fundinn, þegar það tekst
ekki, hlær hann hrollvekjandi kuldahlátri. Síð-
an eru Finnur og Setta færð til yfirheyrslu, þar
sem Finnur upplýsir þjófnaðinn, þar á meðal
hlutdeild Péturs.
Borghildur gerir þjófaleit í Heiðarhvammi
upp á eigin spýtur og hefur vinnumann og Pét-
ur bróður sinn sér til fulltingis. Á gólfinu í bað-
stofunni sér Borghildur hvítleita bletti líkt og
eitthvað hafi þornað þar upp. Halla segir henni
að það sé uppþornaður blóðpollur sem hafi
beðið eftir henni því að þarna hafi manneskju
blætt út af hennar völdum. Til að fylgja orðum
sínum eftir dregur Halla fram rekkjuvoð með
hálfþvegnum blóðflekkjum og steypir yfir höf-
uð Borghildar sem verður hamstola af reiði.
Þegar heim kemur tjáir Egill henni að Pétur sé
meðsekur og verði tekinn fastur næsta morg-
un. Um nóttina heimsækir hún Pétur. Á leið-
Í FÓTSPOR 
JÓNS TRAUSTA 
Var Jón Trausti einn helsti áhrifavaldur Ólafs Jóhanns
Sigurðssonar? Engar heimildir eru um að Ólafur
Jóhann hafi hrifist af bókum Jóns Trausta í æsku 
en engu að síður virðist sú örlagasaga sem 
Jón Trausti skrifaði um lífsbaráttu og örlög þeirra 
sem byggðu heiðarbýlin hafa brennst inn í vitund
hans á æsku- og unglingsárum og komið óboðin 
upp á yfirborðið þegar hann valdi sér það 
viðfangsefni að skrifa um áþekkt söguefni.
Jón 
Trausti
Ólafur Jóhann 
Sigurðsson
EFTIR AÐALGEIR KRISTJÁNSSON

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24