NT - 01.04.1985, Blaðsíða 10

NT - 01.04.1985, Blaðsíða 10
Vöndur á veisluborð Ferming! Páskar! Vantar skreytingu á fermingarborðið? Eða bara smá blómavönd? Við sérhæfum okkur í gerð fallegra blómaskreytinga fyrir veislur og jarðar- farir. Sendum út á land ef óskað er. Hringið í síma 16650 eða lítið inn. Verið velkomin. STRÁI Blóma- og gjafavöruverslun. Laugavegi 62. Sími 16650. Auglýsingasími fasteigna er 18-300 SKj HUSGÖGN OG INNRÉTTINGAR SUÐURLANDSBPAUT18 68 69 00 Gullfalleg ítölsk sofasett Margar gerðir nýkomnar Ótrúlega lágt verð: Frá kr. 44.850.- í tauáklæði og frá kr. 67.500,- í leöuráklæöi Mánudagur 1. apríl 1985 10 Theodór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi í Öxarfirði Fæddur 27. mars 1901 Dáinn 12. mars 1985 Þann 12. þessa mánaðar barst okk- ur Öxfirðingunt búsettum sunnan heiða sú sorgarfregn, að sá ágæti, þjóðkunni sveitungi okkar, Theódór Gunnlaugsson bóndi, náttúru- fræðingur og rithöfundur frá Bjarma- landi væri látinn. Hann hafði orðið bráðkvaddur þá um morguninn, hnig- ið skyndilega út af í stól sínum, án þess að nokkur veitti því sérstaka athygli, og hvarf þannig hljóðlega, - á þann hátt sem æskilegastur er, - yfir á önnur og hulin tilverusvið. Þótt ég vissi vel um aldur þessa gamla og góða vinar míns og kennara, - hann vantaði aðeins nokkra daga til þess að ná 84 ára aldri, - og væri vel kunnugt um að heilsu hans væn þannig háttað, að kallið gat komið hvenær sem var, þá kom mér þessi fregn engu að síður á óvart. Og raunar hlýtur andlátsfregn góðs vinar alltaf að koma á óvart, hver sem aldurinn er. Við vonumst ávallt til að geta haldið vináttutengslunum góðu sem lengst og hljótum því að hrökkva við, með djúpa hryggð í huga, þegar fregnin berst um það, að nú sé þess enginn kostur lengur. Theódór frá Bjarmalandi var á ýmsan hátt alveg einstakur áhuga og athafnamaður. Hann var ekki aðeins mikilvirkur bóndi og ágætur heimilis- faðir um áratugaskeið, heldur einnig þjóðkunnur rithöfundur og sjálf- menntaður náttúrufræðingur og nátt- úruskoðari, sem vakti almenna at- hygli fyrir fróðlegar og skemmtilegar bækur, sem hann sendi frá sér og skráði, - og tyrir ótrúlega margar áhugaverðar ritgerðir um ýmis nátt- úrufræðileg efni, sem birtust í blöðum og tímaritum. Þessa kunna og ágæta sveitunga míns og vinar verður hér minnst með aðeins nokkrum orðum. Theódór var fæddur 27. mars árið 1901 á Hafurstöðum í Öxarfirði. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Þor- steinn Flóventsson bóndi þarog Jakob- ína Rakel Sigurjónsdóttir. Hann var yngstur í hópi fjögurra systkina sem upp komust og öll urðu líka merkir og kunnir þegnar. Hann útskrifaðist úr Samvinnuskólanum vorið 1920 og var síðan kennari næstu vetur, - í Öxarfjarðarhreppi 1921-1923 og 1925-1926, og í Fjallahreppi 1923- 1925. Við tveir, gamlir sveitungar og vinir, sem báðir vorum í farskóla Öxarfjarðar á þessum árum hjá The- ódór, hittumst nýlega og rifjuðum upp gamlar minningar frá þeim árum. Okkur bar ágætlega saman um, að Theódór hefði verið einstaklega góð- ur og skemmtilegur kennari, sem okkur þótti öllum vænt um. Alveg sérstaklega munum við þó eftir, hve hann lék sér oft við okkur, sagði skemmtilegar sögur og fór í göngu- ferðir með okkur út í náttúruna þegar vora tók, til þess að fræða okkur um jurtir, dýr og steina og um fegurð himins og jarðar. Áhugi náttúrufræð- ingsins og náttúruskoðarans var þá að sjálfsögðu vaknaður fyrir löngu. Þótt Theódór væri ein-kar áhuga- samur og farsæll kennari, hafði hann ekki kennarapróf, kaus því að draga sig þar í hlé og gerðist bóndi á fæðingarstað sínum, Hafurstöðum, árið 1925. Það sama ár kvæntist hann unnustu sinni, Guðrúnu Pálsdóttur frá Svínadal í Kelduhverfi. Næstu þrettán árin bjuggu ungu hjónin í sambýli við Helga, bróður Theódórs. En árið 1938 fluttu þau í nýtt og myndarlegt steinhús, sem þau höfðu byggt sem nýbýli úr Hafurstaðalandi og nefndu Bjarma- land. Eftir það kenndi Theódór sig alltaf við býli sitt. Eins og kunnugir vita eru Hafur- staðir syðsti bær í Öxarfirði, langt frá alfaraleið. Hér var því um afar stórt átak að ræða hjá ungu hjónunum og sýnir að sjálfsögðu best áræði og dugnað Theódórs. Og vitaskuld réðst ungi bóndinn í verulega nýrækt sem mikill kostnaður fylgdi. En með fá- gætum dugnaði og fyrirhyggju tókst ungu hjónunum að vinna bug á öllum erfiðleikum sem þessum framkvæmd- um fylgdu. Og þarna bjuggu þau síðan mynd- arbúi til ársins 1957, eða samtals nítján ár, en með árunum í Hafur- stöðum bjuggu þau samtals á fæð- ingarstað Theódórs í 32 ár. Á þessum árum eignuðust þau hjónin fimm mannvænleg börn, sem öll hafa reynst ágætir þegnar eins og foreldrarnir. Þau eru þessi eftir aldursröð: 1. Þorbjörg, f. 13. júlí 1926, gift Sigurði Gunnarssyni frá Arnarnesi í Kelduhverfi, búsett á Húsavík. 2. Guðmundur, f. 1. október 1927, bóndi á Austara-Landi í Öxarfirði, ókvæntur. 3. Gunnlaugur, f. 1. desember 1929, bóndi á Austara-Landi í Öxarfirði, ókvæntur. 4. Halldóra, f. 23. mars 1933, hús- freyja á Húsavík. 5. Guðný Anna, f. 24. ágúst 1947, húsfreyja á Húsavík. Þótt mestur tími Theódórs færi að sjálfsögðu löngum á þessum árum í bústörfin, í forsjá stórs heimilis, sinnti hann engu að síður mörgu öðru. Hann vann til dæmis að ýmsum félagsmálum fyrir sveit sína og var mörg ár endurskoðandi hjá Kaupfé- lagi Norður-Þingeyinga. En lang- mestum tíma, auk bústarfanna, mun hann þó hafa varið til refaveiða, ritstarfa og náttúrufræðiiðkana. Snemma á þessu árabili tekur hann að sér refaveiðar í Öxarfirði og einnig stundum í öðrum sveitum. Og á því sviði náði hann slíkri leikni, lærði svo til fulls að þekkja öll viðbrögð og hátterni lágfótu, - og einnig líkja eftir öllum hljóðum hennar, sem eru marg- vísleg eftir ýmsum aðstæðum dýrsins, að hann varð landskunnur fyrir þessa fágætu þekkingu sína á íslenska refnum. Og ekki dró það úr orðstír hans á þessu sviði, þegar hann sendi frá sér stóra og fróðlega bók um rebba, sem hann nefndi „Á refaslóð- um“. Búnaðarfélag íslands gaf bók- ina út árið 1955 og er hún nú löngu uppseld. En engu minni tíma mun þó The- ódór hafa eytt til náttúrufræðiiðkana af margvíslegu tagi og fjölmargra fræðigreina, sem hann skrifaði og birtust bæði í blöðum og tímaritum á þessum árum. Er næsta furðulegt að hugsa um, hvernig hann gat komið þessu öllu í verk með umsjá stórs heimilis. Þá má ekki gleyma að geta þess, að hann bætti mjög siiungastofninn í Hafursstaðavatni með klaki og var örugglega fyrstur manna við slík störf á þessum slóðum. Einnig er skylt að geta þess, að hann var forgöngumað- ur í héraðinu í refarækt og rak sjálfur lengi stórt refabú á Bjarmalandi um þetta leyti. Eru hér en fram talin glögg dæmi um árvekni Theódórs og dugnað. Þetta mun hafa verið á árun- um kringum 1930. Af ástæðum, sem hér verða ekki raktar sérstaklega, tók fjölskyldan þá erfiðu ákvörðun árið 1957 að flýtja burt frá Bjarmalandi og setjast að í Austara-Landi í Öxarfirði sem þá var laus til kaups, og öll aðstaða til búskapar var miklu auðveldari en frammi í heiðinni. Synir hjónanna, þeir Guðmundur og Gunnlaugur, voru þá fullvaxnir fyrir nokkru, ákveðnir í að verða bændur og tóku því að sér bústjórnina í Austara-Landi. Þótt Theódór vant- aði enn fjögur ár í sextugt, var hann farinn að þreytast töluvert vegna óhemju erfiðis fyrri ára, svo að það kom sér einkar vel, að hann gæti farið að hægja nokkuð á sér og þá j afnframt sinna meira hugðarefnum sínum, sem alltaf voru mörg eins og fyrr. Þar áttu þau hjónin síðan heima með sonum sínum í nítján ár, eða til ársins 1976 er þau fluttu í elliheimilið Hvamm á Húsavík. Að sjálfsögðu tók Theódór oft þátt í bústörfunum næstu árin með sonum sínum. En nú var aðstaða hans gjör- breytt frá því sem áður var. Nú höfðu synir þeirra, bráðröskir báðir, bú- stjórnina á hendi og ætluðust til, að nú hefði faðir þeirra það eins frjálst

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.