Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 43
DAGBÓK heiman Samræming vinnu og einkalífs í fjölmenningarsamfélagi Dagskrá 12.30-13.00 Skráning og afhending gagna 13.00–13.10 Setning Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar ehf. 13.10-13.40 Hvað breytist í starfsmannamálum fyrirtækja við útrás? Harpa Þ. Böðvarsdóttir, sérfræðingur á starfsmannasviði Actavis hf. 13.40-14.10 Hvernig líst þér á Holland? Jón Kr. Gíslason, starfsmannastjóri hjá Össuri hf. 14.10-14.20 Stjórnun á fjölmenningarvinnustað Einar Skúlason, framkvæmdastjóri hjá Alþjóðahúsi 14.20-14.30 Innflytjendur á vinnumarkaðinum Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur hjá Alþjóðahúsi 14.30-14.40 Söngur 14.40-15.00 Kaffi 15.00-15.40 Viðhorfskannanir meðal erlendra starfsmanna Félagsþjónustunnar og ólíkir menningarheimar Hallur Páll Jónsson, starfsmannastjóri hjá Félagsþjónustunni 15.40-15.50 Líf í nýju landi – að skapa sér sess í samfélaginu Barbara Jean Kristvinsson, ráðgjafi hjá Alþjóðahúsi 15.50-16.00 Samræming heimilislífs og atvinnulífs - reynsla af vinnumarkaðinum Amal Tamimi, félagsfræðingur og túlkur 16.00-16.30 Afhending viðurkenninga Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar og Þórólfur Árnason, borgarstjóri 16.30 Ráðstefnuslit Ráðstefna Hollvina hins gullna jafnvægis Haldin 17. nóvember 2004 á Nordica hótel Ráðstefnustjóri Linda Rut Benediktsdóttir, sérfræðingur hjá IMG og ritstjóri hgj.is Heima og E N N E M M / S IA / N M 14 0 4 7 Ráðstefnugjald er 4.500 kr. Tekið er á móti skráningum á ráðstefnuna á vefsvæðinu www.hgj.is. Skráning á þátttöku berist fyrir 17. nóvember 2004. Fjallað verður m.a. um hvernig mannauðsverkefni fyrirtækja breytast við útrás og hvaða þættir hafa áhrif á starfsárangur starfsmanna sem starfa fjarri heimahögum og reynslu fyrirtækis af því að flytja starfsmenn á milli landa. Þá verður einnig fjallað um Innflytjendur á vinnumarkaðinum, einkum með þá spurningu í huga hvernig starfsmannastefna fyrirtækja reynist á vinnustöðum með starfsfólk af ólíkum þjóðernum. Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna kl. 9–16.30, leikfimi kl. 9, boccia kl. 9.45, smíði, útskurður kl.13–16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, al- menn handavinna, böðun, vefnaður, leikfimi, sund, boccia, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dag- blöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9–16.45 hárgreiðslan opin, kl. 10–11 sam- verustund, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14 félagsvist, kl. 15–15.45 kaffi. Félag eldri borgara Kópavogi | Brids í Gjábakka í kvöld kl. 19. Félag eldri borgara, Reykjavík | Staf- ganga kl. 11 undir leiðsögn Halldórs Hreinssonar, gengið frá Ásgarði Glæsibæ, skák kl. 13. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Glæsibæ kl. 10. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 9.10, málun kl. 9.30, bútasaumur og karlaleikfimi kl. 13. Í safnaðarheimilinu er opið hús á vegum kirkjunnar kl. 13 og kóræfing FEBG kl. 17. Hraunbær 105 | Kl. 9 postulínsmálun, glerskurður, myndlist og hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádeg- ismatur, kl. 12.15 Bónusferð, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–13, boccia kl. 9.30–10.30, helgi- stund kl. 13.30 í umsjón séra Ólafs Jó- hannssonar. Böðun virka daga fyrir há- degi fótaaðgerðir–hársnyrting. Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf kl. 9–16. listasmiðja, tréskurður, frjálst, leikfimi kl. 10–11. Bónus kl. 12.40, bóka- bíll kl. 14.25. Hárgreiðslustofa s: 568– 3139. Fótaaðgerðarstofa s: 897–9801. Miðarnir á Edit Piaf föstudag 19. nóv. komnir, biðlisti. Ósóttir miðar seldir fimmtudag. Engin rúta. S:568-3132. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun mið- vikudag, félagsvist í Fjölnissal kl. 13.30. Norðurbrún 1 | Kl. 9 smíði, kl.10 ganga, kl. 13–16.30 opin vinnustofa. Kl. 9– 16:30. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9.15–15.30 handavinna kl. 9.15–16 postulínsmálun kl. 10.15– 11.45 enska kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður, kl 13–16 bútasaumur, kl 13–16 frjáls spil, kl 13– 14.30 leshringur, kl 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, handmennt og hárgreiðsla kl. 9, morgunstund og fótaaðgerðir kl. 9.30, leikfimi kl 10, félagsvist kl. 14. Þórðarsveigur 3 | Bænastund og sam- vera kl. 10, Bónus kl. 12, bókabíllinn kl. 16.45. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Áskirkja | Opið hús milli 10 og 14. Kaffi og spjall. Bænastund kl. 12. Boðið upp á léttan hádegisverð. Samvera og íhug- un kl. 17.30. Bæn, ritningalestur og um- ræða. Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjónusta alla þriðjudaga kl. 18.30. Bænarefnum má koma til presta í síma 587 1500. Bústaðakirkja | TTT-fundirnir eru kl. 17 í safnaðarheimilinu. Það kostar ekkert að vera í TTT. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Bústaðakirkju: www.kirkja- .is. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl 11. Kl 12 er léttur málsverður, helgistund, sam- vera og kaffi. KFUM & KFUK, 10–12 ára börn kl 17–18.15, opið frá 16.30. Alfa námskeið kl 19. Hvernig get ég staðið gegn hinu illa? Fræðsla: Katrín Söe- bech. www.digraneskirkja.is. Fríkirkjan Kefas | Bænastund kl. 20.30. Allir velkomnir. Grafarvogskirkja | „Opið hús fyrir eldri borgara, kl. 13.30–16. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveit- ingar, alltaf eitthvað gott með kaffinu. Kirkjukrakkar fyrir 7–9 ára í Rimaskóla kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag Graf- arvogskirkju kl. 19.30, fyrir 8. bekk. Kl. 20.30, fyrir unglinga í 9. og 10. bekk. Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur presta er í Hjallakirkju á þriðjudögum kl. 9.15–11 í umsjá sr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, héraðsprests. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 1 kl. 19. www.gospel.is. KFUM og KFUK | Ad KFUK kl. 20. „Lofgjörðar– og bænasamvera.“ Þór- dís Ágústsdóttir, Hrönn Sigurðardóttir og Kristín Bjarnadóttir sjá um fundinn. Allar konur velkomnar. Kópavogskirkja | Bæna- og kyrrð- arstund kl. 12.10. Laugarneskirkja | Kl. 19.45, Trú- fræðsla fyrir fólk sem langar í skemmtilegan félagsskap og einlægar umræður um trú. Gengið inn um litlar dyr á austugafli kirkjunnar. Kl. 20.30, Kvöldsöngur í kirkjunni. Gengið inn um aðaldyr. Kl. 21, Fyrirbænaþjónusta í kirkjuskipi og kaffispjall í safn- aðarheimilinu. Neskirkja | Barnakórinn kl. 15. Stúlkna- kórinn kl. 16. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson. Uppl. í síma 896 8192. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga Backman. Uppl. í síma 552 2032. Nedó unglingaklúbbur. 8. bekk kl. 17. 9. bekk og eldri kl. 19.30. Alfa kl. 19. Dr. Sigurður Árni Þórðarson. Njarðvíkurprestakall | Spilakvöld aldr- aðra og öryrkja í Ytri–Njarðvíkurkirkju á fimmtudagskvöldum kl. 20. Umsjón hafa Lionsklúbbur Njarðvíkur, starfs- fólk kirkjunnar og sóknarprestur. Vídalínskirkja Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju, kl. 13 til 16. Í dag kemur Þórir S. Guðbergsson og les og segir frá bókum sínum fram að kaffi. Kaffi og meðlæti kl. 14.30. Síðan verð- ur spilað þar til helgistund hefst kl. 16. Akstur fyrir þá sem vilja, upplýsingar í síma 895 0169. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos HÚN er bráðfalleg sýningin hans Jónasar Viðar í Deiglunni. Verkin eru fagurblá, djúp og björt, áferðin spegilgljáandi og þokukennt lands- lagið rómantískt og leyndardóms- fullt. Um er að ræða lagskipt akrýl- verk á MDF sem gefur hverju málverki ögn harðara yfirbragð en ef málað væri á striga. Að sama skapi gerir undirlagið það lista- manninum líklega hægar um vik að ná því tæra yfirborði sem málverkin hafa. Fyrstu fjögur verkin á sýning- unni eru reyndar aðeins frábrugðin hinum verkunum á sýningunni. Þau eru líkari eldri verkum Jónasar, dimmari og dramatískari, og gefa mótvægi við birtuna í öðrum mynd- um sýningarinnar. Það eina sem út á þessa sýningu er að setja er að hún er ófrumleg. Bæði er efniviðurinn útjaskaður, þ.e. íslensk fjallasýn og íslenskt landslag í íslenskri birtu (reyndar minnir birtan dálítið á Miðjarðarhafið) og einnig er notkun Jónasar á texta inni á myndunum óþarfi. Málarar ganga oft í þá gryfju að halda að það að gefa málverkunum eitthvað konsept, styrki verkin, þegar það í raun veikir þau. Glöggir sjá fljótt skyldleika við Georg Guðna í þessum verkum Jón- asar. Án þess að fara nánar út í þá sálma þá er það einkum hin skýra tvískipting flatarins, haf á móti himni, málunaraðferðin og þoku- kennd fjallasýnin sem minnir á þann listamann. Það getur tekið áratugi að finna sér skýrt afmarkaðan stíl í listum, en stundum þarf sáralítið til að það smelli. Þrátt fyrir skort á frumleika þá stendur hér eftir falleg og vönduð sýning með hlýjum verkum sem listamaðurinn getur verið stoltur af. Verk eftir Jónas Viðar. MYNDLIST Deiglan Opið frá kl. 14–18 alla daga. Sýningu lokið. Málverk Jónas Viðar Þóroddur Bjarnason Í ANDDYRI Hallgrímskirkju sýnir Magdalena Margrét Kjartansdóttir 8 myndverk, unnin með olíu á papp- ír. Um er að ræða frásagnaverk byggð á minningum listakonunnar sem tengjast kirkjunni. Frásögnin er þó ekki í dæmigerðu söguformi heldur er hún tilfinningalegs eðlis sem kallar eftir skapandi túlkun hjá áhorfandanum sjálfum. Ungbarn í madonnumynd listakonunnar „Skírnin er glötuð minning“ er t.d. með þvílíkan skelfingarsvip að mann órar hið versta og svartklæddur prestur með stórar krumlur virkar líka ansi yfirþyrmandi þar sem hann stendur að baki spariklæddrar stúlku í myndverkinu „Fara allir upp til himna?“ Aðrar myndir, s.s. „Hún er svani líkust“ og „Ferming- arbarnið fríða“ gefa þó öllu frýni- legri mynd til að moða úr. Hverfur Magdalena aftur til æskunnar og nálgast viðfangsefni frá því sjón- arhorni, varpar sýn barnsins á myndflötinn sem kann hvort tveggja að vera ævintýraleg og angursöm. Myndmál Magdalenu er í anda ex- pressjónismans, bergmál frá tíð Vín- arskólans, svokallaða. Fígúrur eru þó í stífari kantinum en áferð og efn- istök á þunnum pappírnum kræsileg og listakonan virkar heiðarleg og trúverðug í frásögn sinni. Óháð verkunum fagna ég því að veggir anddyrisins hafi verið mál- aðir hvítir. Þrúgandi grái liturinn væntanlega úr sögunni. Þá vakti það athygli mína að app- elsínugulur punktur er notaður til að merkja seldar myndir eins og tíðk- ast í sölugalleríum. Finnst mér ein- kennilegt að sjá þannig merkimiða hjá myndum í anddyri kirkjunnar. Ekki það að listamenn megi ekki selja verk sem þeir sýna í Hall- grímskirkju, en slíku væri betur sinnt á bak við tjöldin. Allavega er fordæmi fyrir því að skammast út í að musteri föðurins hýsi markaði. Hlýtur það að eiga líka við um myndlistarmarkað, þótt lítill sé. MYNDLIST Hallgrímskirkja Sýningin er aðgengileg á meðan kirkjan er opin. Sýningu lýkur 24. nóvember. Olía á pappír- Magdalena Margrét Kjartansdóttir Morgunblaðið/Jim SmartVerk Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur í Hallgrímskirkju. Jón B.K. Ransu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 43 Fréttasíminn 904 1100 MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.