Fréttablaðið - 04.03.2009, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 04.03.2009, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 4. mars 2009 3 „Námskeiðið gengur í megindrátt- um út á að að fræða börn um það sem við getum séð á himninum eins og stjörnumerkin, tunglið og reikistjörnurnar. Þá tölum við um af hverju tunglið vex og dvínar og hvernig gígarnir á tunglinu mynd- ast og sýnum það fremur leikrænt. Svo ætlum við að tala um Mars og líf í geimnum, hvernig Hómer Simpson getur frætt okkur um svarthol og fleira,“ segir Sævar Helgi Bragason hjá Stjörnuskoðun- arfélagi Seltjarnarness, en helgina 7. og 8. mars stendur félagið fyrir krakkanámskeiðum í stjörnufræði og stjörnuskoðun í Valhúsaskóla. Námskeiðin eru hluti af stóru alþjóðlegu verkefni sem kallast UNAWE, eða Universe Awareness, og er unnið með stuðningi UNES- CO og haldið á vegum Alþjóða- sambands stjarnfræðinga en sams konar námskeið eru haldin úti um allan heim. „Verkefnið gengur út á að færa börnum undur alheimsins á einfaldan hátt og víkka sjóndeild- arhringinn. Í ár eru 400 ár liðin frá því að Galíleó beindi sjónauka til himins og er verið að minnast þess atburðar í yfir 140 löndum um allan heim, þannig þetta er stórt ár. Við héldum svona krakkanám- skeið síðasta vetur við góðar und- irtektir en þá komu yfir 50 krakk- ar með foreldrum sínum,“ útskýrir Sævar Helgi áhugasamur. Hvert námskeið stendur yfir í tvær klukkustundir og er hugsað fyrir barn og eitt foreldri saman. „Á laugardaginn er námskeið fyrir krakka á aldrinum fimm til níu ára en á sunnudaginn fyrir krakka á aldrinum tíu til þrettán ára. Við munum búa til árekstrargíga, setja upp líkan af jörðinni og tunglinu, fjalla um geimverur og svarthol og fleira. Eftir námskeiðið verð- ur síðan boðið upp á stjörnuskoð- un, þegar veður leyfir, þar sem þátttakendur eiga þess kost að mæta með eigin sjónauka og læra á hann,“ segir Sævar Helgi og bætir við að stjörnufræðikennsla í grunnskólum hafi farið vaxandi. „Nú er ekki skylda að taka sam- ræmt próf í náttúrufræði og þá fá kennarar meira frjálsræði með efnið og margir hafa tekið upp á því á að kenna stjörnufræði þar sem hún er áhugaverð og snertir spurningar sem allir spyrja sig.“ Nánari upplýsingar eru á stjornuskodun.is og astro.is þar sem einnig er hægt að skrá sig. hrefna@frettabladid.is Krakkar og himingeimur Í tilefni af alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar stendur Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness fyrir námskeið- um í stjörnufræði og -skoðun um næstu helgi sem ætluð eru krökkum á aldrinum fimm til þrettán ára. Á krakkanámskeiðum í stjörnufræði er leitað svara við ýmsum áhugaverðum spurningum er snerta himingeiminn. Sævar Helgi á von á að námskeiðin verði vel sótt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MATREIÐSLUNÁMSKEIÐ undir heitinu Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? verður haldið hjá Manni lifandi í kvöld frá klukkan 20.00 til 22.00. Kennari er Ebba Guðný Guðmundsdóttir. Fræðslufundur ADHD-samtak- anna á morgun. Á fundinum, sem er klukkan 20 að Háaleitisbraut 13 í fræðslusal á fjórðu hæð, mun Ásdís A. Arn- alds félagsfræðingur kynna nið- urstöður rannsóknar á upplifun foreldra af því að eiga barn greint með ADHD, athyglisbrest með ofvirkni. Allir eru velkomnir á fyrirlest- urinn en nánari upplýsingar má finna á vefnum, adhd.is. - hs Fræðsla um ofvirkni Börn að leik. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Bæjarlind 6 .. Eddufelli 2 S. 554-7030 S. 557-1730 NETHYL 2, SÍMI 5870600, WWW.TOMSTUNDAHUSID.IS FJARSTÝRÐIR BENSÍNBÍLAR Í ÚRVALI.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.