Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ HólmfríðurIndriðadóttir fæddist Ytra-Fjalli í Aðaldal í Suður- Þingeyjarsýslu 3. júlí 1906. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eiri laugardaginn 23. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Indriði Þór- kelsson bóndi, skáld og ættfræðingur á Ytra-Fjalli, f. 1869, d. 1943, og Kristín Sigurlaug Frið- laugsdóttir kona hans, f. 1875, d. 1955. Þau Indriði og Kristín eign- uðust 11 börn en misstu tvö þeirra í frumbernsku. Þau sem upp kom- ust voru, auk Hólmfríðar: Ketill, f. 1896, d. 1971, Þrándur, f. 1897, d. 1978, Ólöf, f. 1900, d. 1996, Högni, f. 1903, d. 1989, Úlfur, f. 1904, d. 1996, Indriði, f. 1908, Sólveig, f. 1910, d. 2000 og Óttar, f. 1920, d. 1994. Vorið 1940 réðist Hólmfríður sem kaupakona vestur að Skjald- fönn við Ísafjarðardjúp. Ári síðar, eða 3. maí 1941, giftist hún Að- alsteini Jóhannssyni, f. 16. maí 1909, d. 1. desember 1993. For- eldrar Aðalsteins voru: Jóhann Jens Matthías Ásgeirsson, bóndi á harður Kristjánsson og Aðalstein, kona hans er Oddfreyja Odd- freysdóttir. Langömmubörnin eru fimm. Hólmfríður ólst upp á Ytra- Fjalli. Auk venjubundinnar barna- fræðslu var hún í unglingaskóla á Breiðumýri 1922-23 og í Hús- mæðraskólanum á Laugum 1929- 30. Hún vann við ýmis störf í sveit og bæ fram að giftingu. Hólm- fríður og Aðalsteinn tóku við búi á Skjaldfönn af foreldrum Að- alsteins og bjuggu þar í nær 50 ár. Haustið 1990 var Aðalsteinn orð- inn heilsutæpur og þá fluttust þau Hólmfríður í þjónustuíbúð á Dval- arheimilinu Hlíf á Ísafirði. Eftir lát Aðalsteins var Hólmfríður bú- sett á Hlíf í nokkur ár, varði sumr- unum þó að mestu leyti við bú- skapinn inni á Skjaldfönn en dvaldi miðpartinn úr vetrinum hjá Kristínu, dóttur sinni. Haustið 1998 fluttist hún síðan alfarin til Kristínar og bjó á heimili hennar í Reykjavík þar til hún fluttist á hjúkrunarheimilið Eiri í febrúar 2005 og lést þar laugardaginn 23. júní. Hólmfríður verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður í kirkjugarð- inum á Ísafirði á morgun, föstu- daginn 29. júní, klukkan 17. Skjaldfönn, f. 1885, d. 1956, og kona hans, Jóna Sigríður Jónsdóttir ljósmóðir, f. 1882, d. 1963. Hólmfríður og Að- alsteinn eignuðust þrjú börn: 1) Indriða, f. 10. júlí 1941. Kona Indriða er Kristbjörg Lóa Árnadóttir, f. 7. ágúst 1954, og búa þau á Skjaldfönn. Indriði á Janus Örn og Tibor Snæ með fyrri sambýliskonu, Alexöndru Schwenkler og Lóa á Sigurbjörgu, Árna Svein, Þórdísi og Hrafnkel af fyrra hjónabandi. 2) Kristín, f. 29. mars 1945, búsett í Reykjavík. Maður hennar er Ólafur Magnús Håkansson, f. 20. júlí 1949. Synir þeirra eru: Þránd- ur Sigurjón, sambýliskona Signý Ólafsdóttir; Vilhelm Grétar, unn- usta Hildigunnur Ólafsdóttir og Aðalsteinn Már. 3) Jóhann, f. 21. ágúst 1946, kona hans er Helga Þorvaldsdóttir, f. 29. nóvember 1957. Dóttir þeirra er Rúna. Jó- hann á þrjú börn með fyrri konu sinni, Hafdísi Hallgrímsdóttur, Hólmfríði Jónu, maður hennar er Arnar Þór Gíslason, Ingibjörgu Steinunni, maður hennar er Rík- Sjaldan hefur verið fegurra veður við Djúp en þessa sólstöðudaga sem nú eru að baki og einn þennan ynd- islega dag kvaddi blessuð frænka mín hún Fríða á Skjaldfönn. Það skorti aðeins fáa daga á að hún yrði hundrað og eins árs. Ótrúlega lengi hélt hún líkams- og sálarkröftum en nú var komið að leiðarlokum og andi hennar náði því ferðafrelsi sem þreyttur og slitinn líkami leyfði ekki. Á kveðjustund hennar hefði ég vilj- að skrifa langt og ýtarlegt mál – af nógu er að taka – en blaðagreinum er þröngur stakkur skorinn og svo var frænka mín algjörlega frábitin lof- gjörðarræðum, ég tala nú ekki um sjálfa sig og sína. Hún var föðursystir mín, báðar vorum við fæddar og ald- ar upp á sama bæ, Ytrafjalli í Aðaldal, m.a.s. í sama gamla bænum þó 30 ár skildu okkur að. Báðar höfðum við sterkar taugar til heimasveitar og seinna til Skjaldfannardalsins en ör- lögin höguðu því svo til að við urðum þar nágrannar um langt árabil. Kaupavinna eitt sumar varð til þess að hún settist að á Skjaldfönn, mér nægðu nokkrar vikur að vetrarlagi til að flytjast að Laugalandi. Hvað sem frænku hefði fundist þá vil ég segja það að hún var einstak- lega vel af guði gerð, bæði til munns og handa. Sinnti húsmóðurstörfum af mikilli alúð og myndarskap, heimilið löngu mannmargt og gestkvæmt þó ekki væri það í þjóðbraut eftir að Við- arleiðin yfir Drangajökul lagðist af. Arfinn frá bernskuheimilinu, bóklest- ur og fróðleiksfýsn, ávaxtaði hún vel fram á síðustu ár. Útivist og náttúru- skoðun var henni mikið áhugamál og trjá- og blómagarðurinn sem hún kom upp við bæinn var hennar Paradís. Var samt erfitt á fyrstu árunum að nálgast plöntur og mörg ljón í veg- inum. Á fyrstu árum Fríðu hér vestra voru ferðalög norður í Þingeyjarsýslu mjög erfið og ekki hægt að komast nema með skipi og því liðu nokkur ár án þess að hún kæmi norður í átthag- ana. En í þá daga kunni fólk að halda á penna og þau voru mörg bréfin sem fóru milli systkinanna, föður míns og Fríðu. Eftir að við Birna systir mín fórum að draga til stafs var okkur uppálagt að skrifa frænkum okkar, annarri á Vestfjörðum, hinni á Langa- nesi. Þannig mynduðust tengsl sem urðu til þess að þegar ég kom hingað fyrst vestur þá fannst mér ég þekkja Fríðu og hennar fólk eins og ég hefði alist upp með því. Aðalsteinn maður hennar dó 1993. Hans minnist ég með hlýju og þakka þeim báðum af öllu hjarta árin sem við áttum saman sitt hvorum megin við Selá. Með Fríðu hverfur fulltrúi alls hins besta er íslensk sveitamenning stend- ur fyrir og þó að aðstæður séu aðrar en þegar faðir hennar kvaddi hana 21.október 1935, þá eru þessar vísur samt táknrænar: Aldrei hörfa orkumenn undan éli stríðu. En bæði að missa er sárt í senn sumarið og Fríðu. – – – Ei skal hörfað andartak undan éli stríðu. En sárt er í einu að sjá á bak sumrinu og Fríðu. Ég og börn mín kveðjum og þökk- um okkar góðu frænku og vottum að- standendum samúð. Ása Ketilsdóttir, Laugalandi. Ása Ketilsdóttir Hólmfríður Indriðadóttir fyrrum húsfreyja á Skjaldfönn er látin í hárri elli. Ég er einn af þeim fjölmörgu börnum og unglingum, sem áttu kost á sumardvöl hjá þeim hjónum Hólm- fríði og Aðalsteini. Á Skjaldfönn kynntumst við sveitamenningu og vinnubrögðum í sinni bestu mynd og lærðum að bera virðingu fyrir ís- lensku máli og umgengni við náttúr- una. Hafði Hólmfríður flutt með sér vinnubrögð og menningu úr heima- sveit sinni í Aðaldal og fékk maður að kynnast mismunandi blæbrigðum málsins, þar sem hlutirnir höfðu mis- munandi nöfn eftir því hvort bóndinn eða húsfreyjan átti hlut að máli. Ég var fyrst sendur í sveit að Skjaldfönn 10 ára gamall, einn með póstbátnum til ókunnugra. Það var strax tekið vel á móti mér og líkaði mér vistin ekki verr en það að næstu sumur var ég jafnan mættur í sauð- burðinn um leið og skóla lauk. Fór meira að segja nokkrum sinnum í heimsókn að vetri til. Vélaöld var rétt að hefjast, þannig að ég fékk að kynn- ast jöfnum höndum gömlum vinnu- brögðum og nýjum. Athygli vakti dugnaður og elja Hólmfríðar, en auk inniverka, sem voru ærin á fjölmennu heimili, tók hún jafnan þátt í útiverk- um til jafns við piltana eins og hún nefndi þá feðga, Aðalstein og synina. Hún gekk ævinlega síðust til náða á kvöldin og var fyrst á fætur á morgn- ana. Við héldum stundum að hún svæfi ekki neitt, enda fór hún létt með að vaka yfir fénu um sauðburðinn. Ef stund gafst milli stríða tyllti hún sér niður með blað eða bók, enda var hún vel lesin og fróð um marga hluti. Snyrtimennska var höfð í fyrirrúmi á Skjaldfönn innan stokks sem utan og hlutu þau hjón viðurkenningu fyr- ir. Aðdáunarvert var að sjá umhyggju Hólmfríðar fyrir garðinum sínum þar sem hún ræktaði ýmsar suðrænar tegundir þrátt fyrir fannfergi og langa vetur við sporð Drangajökuls. Að leiðarlokum vil ég þakka Hólm- fríði fyrir mig og bið henni guðs bless- unar. Ég sendi Indriða, Kristínu, Jó- hanni og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Kr. Eydal. Hún Fríða á Skjaldfönn er dáin, hún lést á hjúkrunarheimilinu Eiri 23. júní sl., þegar sólin var hæst á lofti og Jónsmessunótt fór í hönd. Það er fal- legur tími til að hafa vistaskipti. Hólmfríður Indriðadóttir var fædd á Fjalli í Aðaldal 3. júlí 1906 og átti því fáa daga í að verða 101 árs. Hún er þriðji Djúpmaðurinn í minni tíð sem náð hefur svo háum aldri, hin eru móðir mín og séra Þorsteinn í Vatns- firði. Að lifa heila öld er langur tími og margt og miklar breytingar sem þetta fólk hefur upplifað, já meira en nokk- ur önnur kynslóð hefur gert. Fríða kom að Skjaldfönn árið 1940 þegar undirritaður var 7 ára gamall og giftist Aðalsteini Jóhannssyni, Steina á Skjaldfönn eins og hann var ávallt kallaður. Það eru því orðin mörg árin sem við höfum átt samleið. Skjaldfönn er fögur jörð, hvort heldur er á Jónsmessu þegar sólin hellir geislum sínum yfir skógi vaxnar hlíð- ar Skjaldfannardals og Seláin liðast í ótal bugðum frá jökli að sjó, eða á vetrum þegar snjórinn breiðir sína hvítu kápu yfir allt, stjörnur tindra á heiðum himni og tungl í fyllingu og Drangajökull stendur vörð í botni dalsins. Það var þessum stað sem Fríða kaus að helga sitt ævistarf. Á þessum tímamótum er mér efst í huga vænt- umþykja og þakklæti til Fríðu og fólksins á Skjaldfönn. Ekki vil ég gleyma að nefna hennar góðu tengda- foreldra, Jónu og Jóhann. Jóna var ljósmóðir og tók á móti mér þá ég fyrst leit þennan heim í norðaustan stórhríð í febrúar 1933. Ljósmæður létu ekkert aftra sér þegar þeirra var þörf og til þeirra var leitað, hvorki veður né færð. Tryggð, hjálpsemi og vinátta milli fólksins á Skjaldfönn, Laugalandi og Laugarási var einstök og féll þar aldr- ei skuggi á. Fyrir það vil ég þakka. Það voru margar ferðirnar sem við Laugalandssystkinin og við í Laug- arási áttum að Skjaldfönn og ætíð mættum við sömu hlýjunni, dreng- skapnum og gestrisninni. Oftar en ekki var maður leystur út með gjöfum við brottför í formi góðmetis úr skemmunni. Snyrtimennskan á Skjaldfönn var Hólmfríður Indriðadóttir ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, fósturfaðir, tengda- faðir, afi og langafi, RAGNAR ÞÓR KJARTANSSON, áður til heimilis á Garðarsbraut 35b, Húsavík, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugar- daginn 30. júní kl. 14.00. Hrafnhildur Jónasdóttir, Kolbrún Ragnarsdóttir, Haukur H. Logason, Emil Ragnarsson, Elín Jónasdóttir, Jónas Már Ragnarsson, Sigríður Pétursdóttir, María Axfjörð, Pálmi Þorsteinsson Steinunn Friðgeirsdóttir, Arnaldur F. Axfjörð, Kolbrún Eggertsdóttir, Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir, Jóhann Gunnar Elísson, barnabörn og þeirra fjölskyldur. ✝ Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og einstakan hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og bróður, KOLBEINS SKAGFJÖRÐ PÁLSSONAR, Aðalgötu 1, Keflavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki gjörgæslu- deildar landspítalans við Hringbraut fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Kolbrún Sigurðardóttir, Margrét Kolbeinsdóttir, Sigrún María Kolbeinsdóttir, Jósteinn Guðmundsson, Sigurður Kolbeinsson, Dýrleif Rúnarsdóttir, Anna Ósk Kolbeinsdóttir, Helgi S. Skúlason, barnabörn og systkini hins látna. ✝ Elskuleg móðir okkar, amma og systir, GUÐRÚN GEORGSDÓTTIR, Sambyggð 8, Þorlákshöfn, lést á landspítalanum í Fossvogi, miðvikudaginn 20. júní. Útförin fer fram frá Þorlákskirkju, föstudaginn 29. júní kl. 14.00. Magnús Georg Hrafnsson, Baldvin Agnar Hrafnsson, Kolbrún Ósk Hrafnsdóttir, Tanja Mjöll Magnúsdóttir, Emelía Karen Baldvinsdóttir og systkini hinnar látnu. ✝ Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SKÚLA BREIÐFJÖRÐ JÓNASSONAR fyrrverandi kaupfélagsstjóra, Mýrarvegi 117, Akureyri. Guðrún Guðríður Guðmundsdóttir, Elín Skúladóttir, Oddfríður Skúladóttir, Kristinn Skúlason, Anna Pétursdóttir, Jóhann Skúlason, Margrét Guðmundsdóttir, Skúli Jónas Skúlason, Þórhildur Höskuldsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KONRÁÐ GUÐMUNDSSON, Holtagerði 42, Kópavogi, lést þriðjudaginn 19. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki hjúkrunardeildar elliheimilisins Grundar fyrir einstaka umönnun, Magnúsi Tryggvasyni og Eiríki Magnússyni í ORA og öðrum vinum og vanda- mönnum fyrir veittan hlýhug. Laufey Sigríður Karlsdóttir Auður Konráðsdóttir, Sigurður Stefánsson, Heimir Konráðsson Eyrún Ingibjartsdóttir, Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir, Áslaug Kolbrún Jónsdóttir, Gunnar Harðarson, Kolbrún Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.