Vikan


Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 33

Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 33
GUNNAR JÖKULL HÆTTUR: I>aö vita það sennilega allir núna, en þeir sem ekki vita það frétta það hér með: Gunnar Jökull Hákonarson, hinn frábæri trommuleikari Trúbrots, er hættur að leika með hljómsveit- inni Sagðist hann ætla að hugsa mál- ið vandlega í nokkurn tíma og slappa af, en svo gæti jafnvel komið til greina að hann færi til útlanda og léki þar — þar gæti hann fengið nóg að gera, rétt eins og þyrfti að vera að segja inanni það. Með Trúbroti léki hann aldrei meir . . . Janis Carol synonr með Tötnrum Það gekk ekki svo lítið á hjá Töt- urum í fyrrahaust, um svipað leyti og plata þeirra kom út. Slík og því- lík auglýsingaherferð hefur senni- lega aldrei verið farin á íslandi — allavega ekki út af popphljómsveit. Og það merkilegasta við allt saman var, að Tatarar stóðu undir öllu til- standinu, unz um áramót að hætti að heyrast frá þeim. Eitthvað hafa þeir þó verið að dunda siðan þá, en af hinum upprunalegu Töturum eru þeir Arni Blandon og Stefán Eggerts- son hættir, og í staðinn hefur kom- ið gítarleikari frá Siglufirði, Gestur Guðnason, sem áður var með Tán- ingahljómsveitinni 1969, Hrím. Gest- ur er lipur gítarleikari og hann er með á nýju plötunni þeirra, sem kom út fyrr í mánuðinum og er með því merkilegra sem gerst hefur á frónskri hljómplötu. (í næsta blaði verður gerð frekari grein fyrir plötu Tat- ar, svo og þeim plötum sem út komu í síðasta mánuði, það er að segja plötum Póló og Bjarka, Júdas, Þur- íðar, Ríó og Flosa & Pops). Og nú hafa Tatarar fengið sér söngkonu og dugandi umboðsmann, sem ætlar sér stóra hluti með fyrir- tækið, en umboðsmaðurinn er Ingi- bergur nokkur Þorkelsson, sem rek- ið hefur nokkurskonar „agensí" fyr- ir hljómsveitir og skemmtikrafta um nokkurt skeið. Söngkona Tatara er ekki ný í íslenzku tónlistarlífi; fyrir nokkrum árum söng hún með hinum og þessum hljómsveitum, og þótti þá bráðefnileg. Nú er það af — því Janis Carol er orðin góð, og kemur til með að sóma sér vel í þessari frábæru hljómsveit. Legg ég hér með löngu glatað mannorð mitl að veði, og spái því að Jana, eins og hún er kölluð, verði til þess að fylla í skarðið sem Shady Owens skildi eftir sig. Tatarar hafa frá upphafi farið sín- ar eigin leiðir í tónlistarsköpun sinni, og kváðust gera sér fulla grein fyr- ;ir því að plata þeirra slær ekki í gegn, og því vorum við alveg sam- mála; til þess er hún allt of góð. Við sátum með Töturum eina kvöldstund og hlustuðum á nokkur lög, sem þeir voru að æfa, og til að segja eins og er þá hefur liðið langur tími síðan maður sat jafn dolfallinn og það kvöld. Jana hefur sterka og mikla rödd, og það er ábyggilegt að hún verður aldrei oftar kölluð „hin íslenzka Sandie Shaw", eins og brann við hér í gamla daga. Sérlega er gaman að hlusta á þá félaga „jamma" saman, eins og það er kallað. Oðmenn myndu sennilega kalla það „frelsi". Það er tilgangslaust að ætla sér að tala um Tatara sem hljóðfæra- leikara, þeir eru fyrir löngu viður- kenndir stórkostlegir músíkantar, Janis Carol, hin nýja söngkona Tat- ara, á ekki að vera sakleysið upp- málað, eins og Shady Owens. (Ljósm. Ingibergur Þorkelsson). og það er ekki ofmæli. Sérlega er gaman að fylgjast með nýja gltar- leikaranum, Gesti Guðnasyni, og er það ánægjulegt að svo snjall maður skuli hafa verið dreginn fram í dags- Ijósið. Annars er sjón sögu ríkari, og það er ábyggilegt að enginn sá sem vill hlusta á góða tónlist verður svikinn af því að fara á dansleik hjá Tötur- um og Jönu. 34. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.