Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Blaðsíða 41
ÓLAFUR LÁRUSSON: Lögbókarfrumvarp Vindings Kruse Á móti lagamanna frá Norðurlöndum, sem haldið var í Kaupmannahöfn sumarið 1948, gerðist sá fátíði at- burður, að einn fundarmanna, Vinding Kruse prófessor í Kaupmannahöfn, lagði fyrir fundinn frumvarp að borg- aralegri lögbók, er hann ætlaðist til, að yrði lögtekin á öllum Norðurlöndum, í Danmörku, á Finnlandi, á Is- landi, í Noregi og í Svíþjóð, þannig að þessar fimm þjóðir eignuðust allar samhljóða lögbækur hins borgaralega rétt- ar. Frumvarp þetta hafði hann sjálfur samið af eigin hvötum og án þess að nokkurt stjórnarvald hefði falið honum það. Sú hugmynd, að settar yrðu samhljóða lög- bækur á öllum Norðurlöndum, er að vísu eigi ný, svo sem síðar verður vikið að, en Vinding Kruse hefir orðið fyrstur manna til þess að gera slíka bók úr garði, og allir, sem eitthvað þekkja til þess, hversu vandasamt verk lagasmíði er, og hversu augu sjá þar að jafnaði betur en auga, geta skilið, hversu mikinn stórhug til þess þarf, er einn maður tekst á hendur að semja heila lögbók. Hversu sem menn kunna að dæma um þetta verk Vindings Kruse að öðru leyti, og hvaða skoðanir, sem menn kunna að hafa á nyt- semi lögbóka almennt eða hversu tímabært það sé, að koma fullri réttareiningu á um Norðurlönd á sviði hins borgara- lega réttar, þá ættu allir að geta látið hann njóta þeirrar sæmdar, sem þessi stórhugur hans verðskuldar. Það er kunnugt af fyrri verkum hans, að hann er óvenjulega af- kastamikill rithöfundur, og hafa fáir norrænir lögfræð- ingar jafnazt á við hann að því leyti, og enn ber þetta verk hans vott um hina miklu starfsorku hans, því að hann samdi frumvarp sitt á einum tveimur árum, og myndi það vera á fárra manna færi. Mér hefur líka virzt, að flestir þeirra manna, sem minnzt hafa á þetta verk í riti, viður- kenni þetta fullkomlega, enda þótt þeir hafi ýmislegt út á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.