Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 3
Tni\mr—i r öi.iim: ihvi.a 4. HEFTI___38. ÁRGANGUR____DESEMBER 1988 LUGANOSAMNINGURINN UM DÓMSVALD OG UM FULLNUSTU DÓMA í EINKAMÁLUM Árið 1968 gerðu stofnríki Efnahagsbandalags Evrópu (hér skammstafað EB) með sér samning um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum. Þessi samningur hefur tekið nokkrum breytingum og nefnist nú með siðari breytingum og bókunum Brusselsamningurinn. Fríverslunarbandalag Evrópu (hér skammstafað EFTA) sýndi því áhuga að gera sérstakan fjölþjóðasamning sem hefði að geyma samsvarandi reglur og Brusselsamningurinn og með þvf meginmarkmiði að samraemdar reglur giltu um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum í öllum ríkjum EB og EFTA. Aukið samstarf EB og EFTA-rfkja hefur verið mjög í sviðsljósinu að undan- förnu og má rekja það til sameiginlegs ráðherrafundar í Lúxemborg f apríl 1984 en þar var gefin út sameiginleg yfirlýsing sem fól f sér hvatningu til aukins samstarfs ríkjanna. Samstarf aðildarrfkja EB og EFTA um fjölþjóðasamning sem hefði að geyma samsvarandi reglur og Brusselsamningurinn hófst 1985 með stofnun sérstaks verkefnishóps. öll aðildarríki EB og EFTA tóku þátt í undirbún- ingi þessum. Undirbúningnum lauk með sérstökum samningi um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum sem gerður var 16. september 1988 í Lugano í Sviss. Hefur samningur þessi hlotið nafnið Luganosamningurinn. Aðeins aðildarríki EB geta orðið aðilar að Brusselsamningnum en aðild að Luganosamningnum er bundin við aðildarríki EB og EFTA. Fyrir þau aðildarríki EB sem undirrita báða samningana þýðir þetta að ýmist verður að beita Brusselsamningi eða Luganosamningi eftir því hver atvik eru. Er aðalreglan sú að eigi lögskipti sér stað milli aðila búsettra í ólíkum EB- rfkjum ber að beita Brusselsamningi en ef lögskipti eiga sér stað milli aðila sem eru búsettir annars vegar f EB-ríki og hins vegar í EFTA-rfki eða sem búsettir eru f óllkum EFTA-ríkjum ber að beita Luganosamningi. Eru um þetta nánari reglur f Luganosamningnum. Luganosamningurinn (og raunar þáðir samningarnir) gildir aðeins um einka- mál en þó ekki um þau öll. Hann gildir t.d. hvorki í málaferlum út af persónu- réttindum né f skattamálum. Luganosamningurinn telst tvöfaldur samningur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.