Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 44
þriðja heimsins snerust öndverð við honum og þar við sat. Uppkast þetta, TCM-samningurinn, lagði síðar grunninn að ICC-reglunum um „combined" flutninga. Eitt af verkefnum UNCTAD hefur verið að semja sáttmála um „multimodal“ flutninga. Gerð hans varð að veruleika í Genf 1980 þeg- ar samningur Sameinuðu þj óðanna um slíka flutninga var undirritaður, Genfarsamningurinn. Honum er ætlað að taka til allra „multimodal“ flutninga milli tveggja landa, enda sé annað þeirra að minnsta kosti aðili að samningnum. Afar ólíklegt er talið að Genfarsamningurinn öðlist nokkurn tíma gildi því að fram að þessu hafa aðeins 8 ríki lögfest hann en að minnsta kosti 30 verða að gera það og engin teikn eru á lofti um að þau séu á leiðinni. 2.1.3 Orðfæri og form sáttmálanna 2.1.3.1 Almennt Það er skyldleiki milli ofangreindra sáttmála, að frátöldum Haag- Visby reglunum að því er form og orðfæri snertir. CIM-samningurinn varð að mörgu leyti í þeim efnum fyrirmynd bæði að Varsjár-Haag samningnum og CMR-samningnum. Eitt af markmiðunum með samningu Hamborgarreglnanna var að samræma reglur sjóflutninga reglum annarra flutningsaðferða. Það var því óhjákvæmilegt að þessir þrír samningar yrðu hafðir til hlið- sjónar þegar Hamborgarreglurnar og síðar Genfarsamningurinn voru samin. 2.1.3.2 Samanburður Það sem helst einkennir alþjóðlegt löggjafarstarf er endalaus mála- miðlun ólíkra sjónarmiða. Fyrir daga 3ja heims ríkjanna voru þátt- takendur í þessari samvinnu færri og því færri sjónarmið sem þurfti að sætta. Málamiðlun dregur vissulega úr að ákvæði sáttmála verði markviss og leiðir oft á tíðum af sér erfið túlkunarvandamál. Að því er varðar ofangreinda sáttmála á sviði flutningaréttar má til sanns vegar færa að CIM, CMR og Varsjár-Haag samningarnir hafi vafalausara orðalag en t.d. Hamborgarreglurnar eða Genfarsamningur- inn. Því er þó við að bæta að eldri samningarnir hafa allt eins verið gagnrýndir fyrir vafasamt og ónákvæmt orðalag og hafa orðið tilefni erfiðrar túlkunar, einkum Haag-reglurnar sem seint verður lýst sem meistaraverki í samningu sáttmála. Eitt fyrsta ágreiningsefnið sem þarf að leysa þegar alþjóðasáttmáli 242
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.