Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 40
port des Marchandises). Sambærilegur sáttmáli um flutning á farþeg- um var samþykktur árið 1923, ClV-sáttmálinn (Convention Inter- nationale concernant le Transport des Voyageurs et des Bagages par Chemin de Fer). Þessir sáttmálar voru endurskoðaðir næstu árin undir forystu Inter- national Railway Transport í Bern (síðar Intergovernmental Organisa- tion for International Carriage by Rail, OTIF), en voru sameinaðir í einn sáttmála árið 1980, COTIF (Convention relative aux Transports Internationaux Ferroviaires). A-hluti sáttmálans CIV geymir ákvæði um flutning á farþegum og farangri þeirra, en B-hlutinn CIM um flutning á farmi. CIV gildir um hvern þann flutning gegn gjaldi á farþegum og far- angri þeirra milli tveggja landa þar sem útgefinn er viðeigandi far- seðill er sannar farsamninginn, sbr. 1. og 11. gr. Aðildarríkjum er heimilt skv. 2. gr. að undanskilja tilteknar leiðir gildissviði CIV að fullnægðum ákveðnum skilyrðum. CIM gildir á sama hátt um flutning farms milli tveggja landa enda sé gefið út viðeigandi fylgibréf sem sanni viðtöku farmsins og efni farmsamningsins, sbr. 1. og 12. gr., en aðildarríkjum er heimilt að undanþiggja vissar leiðir, sbr. 2. gr. COTIF gildir í Evrópu, að undanskildum eyríkjum og viðskiptum milli hinna sósíalisku ríkja innbyrðis. Hann gildir auk þess í Norður- Afríku og Mið-Austurlöndum. 2.1.2.2 Sjóflutningar Það tók öllu lengri tíma að semja samræmdar reglur um sjóflutn- inga en lestarflutninga. Á ráðstefnu International Law Association (ILA) í Haag 1921 voru þó samdar sérstakar reglur varðandi farm- skírteini, hinar þekktu Haag-reglur. Upphaflega var vonast til að Haag-reglurnar yrðu teknar upp sem hluti af samningsskilmálum í einstökum farmskírteinum. Fljótt varð ljóst að sú von var tálsýn og eini möguleikinn til að samræma reglur um farmskírteini væri með alþjóðlegum sáttmála sem síðar yrði lögfestur af aðildarríkjunum. Árið 1924 voru svo Haag-reglurnar samþykktar á alþjóðlegri ráðstefnu í Brussel. Tveir viðaukar hafa verið samþykktir við Haag-reglurnar. Sá fyrri, Visby-viðaukinn, var samþykktur 1967 og 1968 (Haag-Visby regl- urnar), en sá síðari, Brussel-viðaukinn, var samþykktur 1979. Báðir þessir viðaukar hafa öðlast gildi. 238
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.