Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Side 40

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Side 40
port des Marchandises). Sambærilegur sáttmáli um flutning á farþeg- um var samþykktur árið 1923, ClV-sáttmálinn (Convention Inter- nationale concernant le Transport des Voyageurs et des Bagages par Chemin de Fer). Þessir sáttmálar voru endurskoðaðir næstu árin undir forystu Inter- national Railway Transport í Bern (síðar Intergovernmental Organisa- tion for International Carriage by Rail, OTIF), en voru sameinaðir í einn sáttmála árið 1980, COTIF (Convention relative aux Transports Internationaux Ferroviaires). A-hluti sáttmálans CIV geymir ákvæði um flutning á farþegum og farangri þeirra, en B-hlutinn CIM um flutning á farmi. CIV gildir um hvern þann flutning gegn gjaldi á farþegum og far- angri þeirra milli tveggja landa þar sem útgefinn er viðeigandi far- seðill er sannar farsamninginn, sbr. 1. og 11. gr. Aðildarríkjum er heimilt skv. 2. gr. að undanskilja tilteknar leiðir gildissviði CIV að fullnægðum ákveðnum skilyrðum. CIM gildir á sama hátt um flutning farms milli tveggja landa enda sé gefið út viðeigandi fylgibréf sem sanni viðtöku farmsins og efni farmsamningsins, sbr. 1. og 12. gr., en aðildarríkjum er heimilt að undanþiggja vissar leiðir, sbr. 2. gr. COTIF gildir í Evrópu, að undanskildum eyríkjum og viðskiptum milli hinna sósíalisku ríkja innbyrðis. Hann gildir auk þess í Norður- Afríku og Mið-Austurlöndum. 2.1.2.2 Sjóflutningar Það tók öllu lengri tíma að semja samræmdar reglur um sjóflutn- inga en lestarflutninga. Á ráðstefnu International Law Association (ILA) í Haag 1921 voru þó samdar sérstakar reglur varðandi farm- skírteini, hinar þekktu Haag-reglur. Upphaflega var vonast til að Haag-reglurnar yrðu teknar upp sem hluti af samningsskilmálum í einstökum farmskírteinum. Fljótt varð ljóst að sú von var tálsýn og eini möguleikinn til að samræma reglur um farmskírteini væri með alþjóðlegum sáttmála sem síðar yrði lögfestur af aðildarríkjunum. Árið 1924 voru svo Haag-reglurnar samþykktar á alþjóðlegri ráðstefnu í Brussel. Tveir viðaukar hafa verið samþykktir við Haag-reglurnar. Sá fyrri, Visby-viðaukinn, var samþykktur 1967 og 1968 (Haag-Visby regl- urnar), en sá síðari, Brussel-viðaukinn, var samþykktur 1979. Báðir þessir viðaukar hafa öðlast gildi. 238

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.