Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 23
brotum á lögum, án þess að refsinæmi þeirra sé nánar skilgreint. Einnig sjást í lögum almennar og víðtækar lýsingar á brotum, jafnvel í hegningarlögunum (124. gr.: ósæmileg meðferð á líki, 234. gr.: móðgun í orðum eða athöfnum, 210. gr.: klám). 1 26. gr. 1. 56/1978, um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, er svo- fellt ákvæði: „1 atvinnustarfsemi, sbr. 2. gr., er óheimilt að hafast nokkuð það að, sem brýtur í bága við góða viðskiptahætti, sem tíðkað- ir eru í slíkri starfsemi, eða er óhæfilegt gagnvart neytendum.“ Sam- kvæmt 52. gr. laganna varða brot á þessu ákvæði fésektum og, ef sakir eru miklar, varðhaldi eða fangelsi allt að 4 árum! Islenskir dómstólar hafa verið fremur umburðarlyndir við Alþingi og stjórnvöld, þótt refsiheimildir hafi sýnst óskýrai'. Einhverja stefnu- breytingu í átt til meira aðhalds má ef til vill lesa út úr nýlegum dómi Hæstaréttar í umfangsmiklu okurmáli, H 1986:1723. Eyðuákvæði eru algeng, oftast þannig að um efni þeirra er vísað til annarra laga eða almennra stjórnsýslufyrirmæla (reglugerða). Einnig má nefna þá leið að lögákveða refsingu fyrir óhlýðni við lög- leg yfirvaldsboð á tilteknum réttarsviðum.22 4) Persónuleg ábyrgð á eigin verkum. Almennar reglur refsiréttar byggja á persónulegri ábyrgð og persónubundnum viðurlögum. Ekki má innheimta fésekt hjá neinum öðrum en sökunaut sjálfum, nema heimild sé til annars í lögum, sbr. 4. mgr. 52. gr. hgl. Reglan birtist líka í því, að maður ber eingöngu ábyrgð á eigin verkum (athöfnum eða athafnaleysi), að öðrum kosti væri sakarreglan lítils virði. Sök getur þó verið fólgin í skorti á eftirliti með starfsmanni, sem fremur hið refsiverða brot. Sérreglur um refsiábyrgð á efnahagsbrotum víkja í verulegum atriðum frá þessari grundvallarreglu. a) Nokkrar lagaheimildir (nú 10—15 talsins) eru til, sem leggja refsiábyrgð á lögaðila, enda þótt slík ábyrgð leiði til fjárútláta í sektarformi, er bitna jafnt á saklausum sem sekum eigendum og hlut- höfum fyrirtækja. b) Heimildir til að leggja hlutræna refsiábyrgð á tiltekna fyrirsvars- menn eða ábyrgðarmenn (stöðuábyrgð), ýmist vegna eigin verka eða verka annarra, í tilvikum þar sem ósannað er um saknæmi. I nokkr- um þessara tilvika er sönnunarbyrðinni snúið við (sakarlíkindaregla). 22 Giinter Heine: Umweltstrafrecht in der Bnndesrepublik Deutschland: Entwicklung und gegenwartiger Stand, Grundprobleme und Alternativen. Drittes deutsch-sowjetisches Kolloquittm iiber Strafrecht und Kriminologie 1985. Baden-Baden 1987, bls. 96—97. 221
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.