Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 18
bundnu brot. Fámenni og kunningsskapartengsl hér á landi stuðla fremur að efnahagsbrotum, en slíkar aðstæður styrkja aftur á móti hið félagslega taumhald nærhópsins, þegar um hefðbundin brot er að tefla. Ætla má, að hér á landi ríki talsvert umburðarlyndi gagnvart ýmsum tegundum efnahagsbrota.10 Hentugleikasjónarmið geta orðið réttvísinni yfirsterkari, ef atvinna margra manna er í hættu vegna yfirvofandi gjaldþrots, málshöfðunar og leyfissviptingar hinna brot- legu. Kann þá að þykja freistandi að leysa mál þeirra með stjórn- sýsluúrræðum (t.d. með dagsektum eða álagi (refsiskatti) vegna skattabrota) fremur en að draga þá fyrir dómstóla. 3) Þörf refsiverndar. Það er mikilvæg regla, sem ekki er ætíð virt af löggjafa og stjórnvöldum, að beita úrræðum refsivörslukerfisins i hófi og því aðeins, að önnur vægari úrræði nægi ekki til 'að bera niður á óæskilegri háttsemi. Kanna þarf hverju sinni, hvaða úrræði eiga best við og hvort þörf sé á refsiheimild. Sé svo, ætti að gæta betur að því en nú er gert að sníða refsiheimildir skýrt og hnitmiðað að því atferli, sem nauðsynlegt þykir að leggja refsingu við. I sérrefsilög- gjöfinni er allt of mikið af óljósum og víðtækum refsiheimildum, þar sem m.a. er byggt á hugtökum og skilgreiningum stjórnsýslulöggjafar. 1 ályktun ráðherranefndar Evrópuráðsins frá 1981 eru aðildarríkin hvött til ýmiss konar einkaréttarúrræða, viðskipta- og stjórnsýslu- aðgerða, auk refsiviðurlaga eftir því sem nauðsyn krefur.17 Lögð er áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir með lagaákvæðum um lágmarks- tryggingu (stofnfé) til að stofna eða reka fyrirtæki, opinbera skrán- ingu fyrirtækja með sérstökum skilyrðum, bókhaldsskyldu og endur- skoðun hlutlausra aðila svo og reglulegt eftirlit hins opinbera og skoð- un fyrirtækja. Þá er hvatt til þess að fela (sérstökum) umboðsmanni að vernda almenning, einkum neytendur, fyrir mistökum og misferli atvinnufyrirtækja og til þess að auka og bæta samvinnu hlutaðeigandi yfirvalda í baráttunni gegn efnahagsbrotum. Sérstakt kynningarátak sé gert, gefinn greiðari aðgangur að yfirvöldum og settar skráðar siða- reglur á sem flestum sviðum viðskiptalífs. Jafnhliða þessu hefur á vettvangi Evrópuráðsins og hvarvetna í nálægum löndum verið talin þörf á ríkari refsivernd gegn efnahags- brotum, þ.á m. með virkari og sérhæfðri löggæslu, sérþjálfuðum lög- gæslumönnum og ákærendum, bættri réttarstöðu brotaþola, sérstakri þjálfun dómara, greiðari upplýsingaskiptum yfirvalda, hraðari máls- 16 Jónatan Þórmundsson: Okur og misneyting. Úlfljótur 1986, bls. 104—105. 17 Economic Crime. Evrópuróðið 1981, bls. 8—10. 216
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.