Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 15
ingarlegrar og félagslegrar samstöðu hinna brotlegu með þeim, sem um mál þeirra fjalla í réttarkerfinu.13 Tvær andstæðar kenningar hafa verið uppi um einkenni dæmigerðra brotamanna á sviði efnahagsbrota. Önnur kenningin, sú hefðbundna, er í þá veru, að hinir brotlegu séu alla jafna vel efnum búnir og hafi mikil áhrif í þjóðfélaginu. Yngri kenning gerir ráð fyrir, að hinir brotlegu séu yfirleitt efnalitlir og megi sín lítils.14 Hvorug kenningin er einhlít. Það er einnig mjög vafasamt, að stærð fyrirtækis ráði úr- slitum í þessu efni, þótt hún kunni að vera afbrotagæfur þáttur við ákveðin skilyrði, t.d. í einkasölurekstri, við náið samstarf fyrirtækja og samkeppnishömlur og í starfsemi alþjóðlegra fyrirtækja með að- setur í mörgum ríkjum. Margar hinna erlendu rannsókna eru miðaðar við allt aðrar þjóðfélagsaðstæður en við þekkjum á Islandi. Önnur atriði kunna að vera afbrotahvetj andi hér á landi en úti í hinum stóra heimi. Nefna má óeðlilega þenslu í efnahagslífinu samfara breytilegri og oftast mikilli verðbólgu, gegndarlausri yfirvinnu og aukaverkefnum, sem eru í ríkari mæli óskráð en almenn dagvinna. Þá ber að nefna gífurlegan fjölda smáfyrirtækja með takmarkað ytra sem innra eftir- lit.15 Auk mismunandi þjóðfélagsaðstæðna af þessu tagi skiptir eðli starfseminnar og efni laganna miklu máli. Enn fremur má ætla, að f járhagslegir erfiðleikar fyrirtækja hafi yfirleitt meiri áhrif á brota- tíðni og brotamynstur en stærð fyrirtækjanna og áhrifastaða stjórn- endanna. Efnahagsbrot vekja ýmis siðræn vandamál. Viðhorf almennings og stjórnvalda eru tvíbent gagnvart mörgum þessum brotum, t.d. skatta- brotum, bókhaldsbrotum og gjaldeyrisbrotum, þótt viðhorfin fari nokk- uð eftir aðstæðum og grófleika brotanna. Menn upplifa þau ekki alltaf sem afbrot á sama hátt og hefðbundin afbrot (þjófnað, líkamsárás, eignaspjöll). Atvinnurekendur réttlæta gjarnan brot sín í atvinnu- rekstri með því, að lögin séu gölluð, ranglát eða fullnægi ekki þörfum viðskiptalífsins (the condemnation of the condemners). önnur rétt- lætingarástæða er sú, að lögin og framkvæmd þeirra séu út af fyrir sig í lagi, en önnur sjónarmið eða háleit markmið hafi vegið þyngra eins og á stóð (appeal to higher loyalties). Þar gætir sjónarmiða eins 13 Kjell Haagensen og Per Ole Johansen: 0konomisk kriminalitet — teorier og perspektiver. Sosiologi i dag 1/1983, bls. 1—25. 14 Per Stangeland: De store og de smá fiskene. 0konomisk kriminalitet (ritstj. Jprgen Jepsen) 1980, bls. 215-223. 15 Jónatan Þórmundsson: Okur og misneyting. Úlfljótur 1986, bls. 104—105; Hildigunnur Olafsdóttir: Kriminalitetstendenser i det islandske samfunn. Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab 1985, bls. 88. 213
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.