Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Side 15

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Side 15
ingarlegrar og félagslegrar samstöðu hinna brotlegu með þeim, sem um mál þeirra fjalla í réttarkerfinu.13 Tvær andstæðar kenningar hafa verið uppi um einkenni dæmigerðra brotamanna á sviði efnahagsbrota. Önnur kenningin, sú hefðbundna, er í þá veru, að hinir brotlegu séu alla jafna vel efnum búnir og hafi mikil áhrif í þjóðfélaginu. Yngri kenning gerir ráð fyrir, að hinir brotlegu séu yfirleitt efnalitlir og megi sín lítils.14 Hvorug kenningin er einhlít. Það er einnig mjög vafasamt, að stærð fyrirtækis ráði úr- slitum í þessu efni, þótt hún kunni að vera afbrotagæfur þáttur við ákveðin skilyrði, t.d. í einkasölurekstri, við náið samstarf fyrirtækja og samkeppnishömlur og í starfsemi alþjóðlegra fyrirtækja með að- setur í mörgum ríkjum. Margar hinna erlendu rannsókna eru miðaðar við allt aðrar þjóðfélagsaðstæður en við þekkjum á Islandi. Önnur atriði kunna að vera afbrotahvetj andi hér á landi en úti í hinum stóra heimi. Nefna má óeðlilega þenslu í efnahagslífinu samfara breytilegri og oftast mikilli verðbólgu, gegndarlausri yfirvinnu og aukaverkefnum, sem eru í ríkari mæli óskráð en almenn dagvinna. Þá ber að nefna gífurlegan fjölda smáfyrirtækja með takmarkað ytra sem innra eftir- lit.15 Auk mismunandi þjóðfélagsaðstæðna af þessu tagi skiptir eðli starfseminnar og efni laganna miklu máli. Enn fremur má ætla, að f járhagslegir erfiðleikar fyrirtækja hafi yfirleitt meiri áhrif á brota- tíðni og brotamynstur en stærð fyrirtækjanna og áhrifastaða stjórn- endanna. Efnahagsbrot vekja ýmis siðræn vandamál. Viðhorf almennings og stjórnvalda eru tvíbent gagnvart mörgum þessum brotum, t.d. skatta- brotum, bókhaldsbrotum og gjaldeyrisbrotum, þótt viðhorfin fari nokk- uð eftir aðstæðum og grófleika brotanna. Menn upplifa þau ekki alltaf sem afbrot á sama hátt og hefðbundin afbrot (þjófnað, líkamsárás, eignaspjöll). Atvinnurekendur réttlæta gjarnan brot sín í atvinnu- rekstri með því, að lögin séu gölluð, ranglát eða fullnægi ekki þörfum viðskiptalífsins (the condemnation of the condemners). önnur rétt- lætingarástæða er sú, að lögin og framkvæmd þeirra séu út af fyrir sig í lagi, en önnur sjónarmið eða háleit markmið hafi vegið þyngra eins og á stóð (appeal to higher loyalties). Þar gætir sjónarmiða eins 13 Kjell Haagensen og Per Ole Johansen: 0konomisk kriminalitet — teorier og perspektiver. Sosiologi i dag 1/1983, bls. 1—25. 14 Per Stangeland: De store og de smá fiskene. 0konomisk kriminalitet (ritstj. Jprgen Jepsen) 1980, bls. 215-223. 15 Jónatan Þórmundsson: Okur og misneyting. Úlfljótur 1986, bls. 104—105; Hildigunnur Olafsdóttir: Kriminalitetstendenser i det islandske samfunn. Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab 1985, bls. 88. 213

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.