Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Side 23

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Side 23
brotum á lögum, án þess að refsinæmi þeirra sé nánar skilgreint. Einnig sjást í lögum almennar og víðtækar lýsingar á brotum, jafnvel í hegningarlögunum (124. gr.: ósæmileg meðferð á líki, 234. gr.: móðgun í orðum eða athöfnum, 210. gr.: klám). 1 26. gr. 1. 56/1978, um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, er svo- fellt ákvæði: „1 atvinnustarfsemi, sbr. 2. gr., er óheimilt að hafast nokkuð það að, sem brýtur í bága við góða viðskiptahætti, sem tíðkað- ir eru í slíkri starfsemi, eða er óhæfilegt gagnvart neytendum.“ Sam- kvæmt 52. gr. laganna varða brot á þessu ákvæði fésektum og, ef sakir eru miklar, varðhaldi eða fangelsi allt að 4 árum! Islenskir dómstólar hafa verið fremur umburðarlyndir við Alþingi og stjórnvöld, þótt refsiheimildir hafi sýnst óskýrai'. Einhverja stefnu- breytingu í átt til meira aðhalds má ef til vill lesa út úr nýlegum dómi Hæstaréttar í umfangsmiklu okurmáli, H 1986:1723. Eyðuákvæði eru algeng, oftast þannig að um efni þeirra er vísað til annarra laga eða almennra stjórnsýslufyrirmæla (reglugerða). Einnig má nefna þá leið að lögákveða refsingu fyrir óhlýðni við lög- leg yfirvaldsboð á tilteknum réttarsviðum.22 4) Persónuleg ábyrgð á eigin verkum. Almennar reglur refsiréttar byggja á persónulegri ábyrgð og persónubundnum viðurlögum. Ekki má innheimta fésekt hjá neinum öðrum en sökunaut sjálfum, nema heimild sé til annars í lögum, sbr. 4. mgr. 52. gr. hgl. Reglan birtist líka í því, að maður ber eingöngu ábyrgð á eigin verkum (athöfnum eða athafnaleysi), að öðrum kosti væri sakarreglan lítils virði. Sök getur þó verið fólgin í skorti á eftirliti með starfsmanni, sem fremur hið refsiverða brot. Sérreglur um refsiábyrgð á efnahagsbrotum víkja í verulegum atriðum frá þessari grundvallarreglu. a) Nokkrar lagaheimildir (nú 10—15 talsins) eru til, sem leggja refsiábyrgð á lögaðila, enda þótt slík ábyrgð leiði til fjárútláta í sektarformi, er bitna jafnt á saklausum sem sekum eigendum og hlut- höfum fyrirtækja. b) Heimildir til að leggja hlutræna refsiábyrgð á tiltekna fyrirsvars- menn eða ábyrgðarmenn (stöðuábyrgð), ýmist vegna eigin verka eða verka annarra, í tilvikum þar sem ósannað er um saknæmi. I nokkr- um þessara tilvika er sönnunarbyrðinni snúið við (sakarlíkindaregla). 22 Giinter Heine: Umweltstrafrecht in der Bnndesrepublik Deutschland: Entwicklung und gegenwartiger Stand, Grundprobleme und Alternativen. Drittes deutsch-sowjetisches Kolloquittm iiber Strafrecht und Kriminologie 1985. Baden-Baden 1987, bls. 96—97. 221

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.