Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 50
Valtýr Sigurðsson borgarfógeti: SJÁLFSTÆÐI OG STAÐA DÓMARA í NÚTÍÐ OG FRAMTÍÐ1} í því sambandi má spyrja: Með hvaða hætti tryggir löggjafinn sjálf- stæði dómstóla og dómara? 1 2. gr. stjórnarskrárinnar segir: „Alþingi og forseti Islands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdar- valdið. Dómendur fara með dómsvaldið." „Stjórnarskráin býður því, að til skuli vera sérstakar stofnanir, dómstólar, og að þeir skuli hafa með höndum tiltekinn þátt ríkisvalds- ins, dómsvaldið. En sjálfstæðir dómstólar, óháðir öðrum handhöfum ríkisvaldsins, þykja hvarvetna meðal stjórnfrjálsra þjóða bezta trygg- ingin fyrir réttvísi og réttaröryggi. Dómendur fara því í sjálfu sér með engu veigaminna hlutverk en aðrir aðalhandhafar ríkisvaldsins, enda er þeir í 2. gr. stjskr. settir á bekk með löggjafaraðilanum og æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins.“ Þetta segir í Stjórnskipun íslands eftir Ólaf Jóhannesson. Þegar litið er til stöðu dómarans í stjórnkerfinu og þess mikilvæga hlutverks sem honum er ætlað í stjórnskipun landsins vekur það athygli hversu fá fyrirmæli er að finna í stjórnarskránni eða öðrum lögum þar sem vikið er að réttindum og skyldum dómara einvörðungu. 1 grein þessari mun ég að mestu fjalla um sjálfstæði og stöðu embættisdómara almennt án þess að gera greinarmun á því hvort þeir hafa með höndum umboðsstörf eða ekki. I því sambandi mun ég rekja helstu lagaákvæði er varða dómara sérstaklega svo og freista þess að skýra í hverju sjálfstæði dómara er fólgið og hverjar takmarkanir sjálfstæði þeirra eru settar. Sjálfstæði dómara er hugtak sem hvorki er skilgreint í lögum né kemur þar beinlínis fyrir. En lítum þá á þau ákvæði sem með ein- hverjum hætti varða sjálfstæði dómara. 1) Grein þessi er byggð á framsöguerindi, sem flutt var á aðalfundi Dómarafélags íslands 23. október 1988. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.