RITMENNT 10 (200S| 49-62 fflffl liHMllul iíii u w f"l" Gunnar Harðarson Gaddhestar og gull í lófa Myndmálið í afmæliskveðjum Halldórs Laxness til tveggja pólitískra samherja Iformála Heimskringlu, þar sem Snorri Sturluson ræðir heimildagildi konungakvæða, segist hann taka mest mark á þeim kvæðum sem kveðin voru fyrir konungunum sjálfum. Hann tekur allt fyrir satt sem finnst í þeim um ferðir konunganna eða orrustur með þeim rökum að skáldin hefðu ekki dirfst að spinna upp orrustur sem konungarnir hefðu ekki háð eða ferðir sem þeir hefðu ekki farið. „Það er háttur skálda að lofa þann mest er þá eru þeir fyrir," segir Snorri og mælir sjálfsagt af eigin reynslu, „en engi myndi það þora, að segja sjálfum honum þau verk hans, er allir þeir er heyrði vissi að hégómi væri og skrök, og svo sjálfur hann. Það væri þá háð en eigi lof."1 Óneitanlega virðist þetta skynsamlegur mælikvarði á gildi kvæðanna. En gáum samt að því að Snorri lítur aðeins á kvæðin sem heimild um athafnir konunganna, ferðir þeirra og orrustur. Hin aðferðafræðilega regla sem hann setur sér segir ekkert um hvaða mynd er dregin upp af konunginum eða hvaða líkingamál er notað til að lýsa honum, 1 Snorri Sturluson, Prologus, Heimskringla Snorra Sturlusonar, um prentun sá Páll Eggert Ólason, Reykjavík, 1946, bls. 2 (stafsctning hér færð í nútímabún- ing). 49 JL