Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1995, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1995, Blaðsíða 3
Forsetinn og íjölmenni á 50 ára afmælis- og hátíðarfundi Ættfræðifélagsins Hátíðarfundur Ættfræðifélagsins í tilefni 5 0 ára afmælis félagsins var haldinn í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi laugardaginn 25. febrúar. Félagsmenn íjölmenntu á fundinn og voru gestir um hundrað og sextíu talsins. Forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir heiðraði félagið með nærveru sinni, og færði félagið henni að gjöf áatal hennar í fimm ættliði, unnið af formanni félagsins Hólmfríði Gísladóttur ættgreini. Það var fegursta veður með sól og heiðríkju laugardaginn 25. febrúar þegarÆttfræðifélagið hélt upp á 50 ára afmælið. Lúðraþytur og tónaflóð Léttsveitar Tón- menntaskólans í Reykjavík, undir stjórn Sæbjarnar Jónssonar, bauð gestina velkomna og vísaði þeim veginn inn á sýninguna "Ættfræð- innarýmsu hliðar" sem sett hafði verið upp í anddyrinu framan við veislusalina. Þar gat að líta vegg- spjöld með ættrakningum af ó- venjulegri gerðum, m.a. ættarsögu tóbaksdósa Bauka-Jóns, öðru nafni Jóns Vigfússonar Hólabisk- ups, sem frægari varð af sínu tóbaksprangi en andlegheitunum. Þar var einnig "pottþétt" rakning í kvenlegg í átján ættliði, og rakin ættarsaga nafna langt aftur í aldir. í forláta sýningarkössum gat svo að líta hina ýmsu ættargripi og fylgdi með ættarsaga þeirra allra svo og hvaða hlutverki sumir þeirra höfðu gegnt í að skapa ættartengsl og minningar. Gerðu hátíðargestir góðan róm að þessari nýstárlegu sýningu. Blómarósir Þjóðskjalasafnið hafði einnig lánað til sýningar á sjálfan af- mælisdaginn nokkur gömul hand- rit, m.a. blöð úr manntalinu 1703 og hinar logru prestsþj ónustubæk- ur sr. Lárusar Halldórssonar á Breiðabólsstað á Skógarströnd. Önnur djásn og ekki síður glæsi- leg, sem mættu sýningargestum, voru tvær ungar blómarósir í ís- lenskum búning sem seldu miða að hátíðarkaffinu sem síðar var á borð borið. Guðfinna Ragnarsdóttir, formaður undirbúningsnefndar, setti fundinn og gat þess að 50 ár væri ekki langurtími þegarmiðað er við íslands þúsund ár og einu hundraðinu betur. "En sé litið til baka á liðnar aldir og áhuga Islendinga á þess- ari fornu þjóðaríþrótt má segja að ástæða sé til að fagna hverjum degi og halda upp á afmæli dag hvem, því svo ríkan sess hefur ættfræðin skipað í lífi okkar allar götur frá landnámi að segja má að íslenska þjóðin í heild sinni sé eitt stórt ættfræðifélag". Þá rakti Hólmfríður Gísla- dóttir formaður félagsins sögu þess í stuttu máli (Sjá grein hér í blaðinu). Heillaóskir Félaginu bárust margar árn- aðaróskir og kveðjur bæði frá nær- og ijærstöddum. Ólafur As- geirssonþjóðskjalavörðurbarfél- aginu heillaóskir frá Þjóðskjala- safninu og undirstrikaði þau nánu tengsl sem verið hafa allar götur Guðfmna Ragnarsdóttir frá upphafi milli Þjóðskjalasafns- insogÆttfræðifélagsins. JónVal- ur Jensson f.v. formaður félagsins minnti á þátt félagsins í útgáfu- málum og þýðingu þess fyrir ætt- fræðirannsóknir. Hann óskaði fél- aginu allra heilla um ókomin ár. Þá barst félaginu einstaklega höfð- ingleggjöffráBókaútgáfunni Þjóð- sögu h.f. Páll Bragi Kristjónsson, framkvæmdastjóri Þjóðsögu, af- henti formanni félagsins gjafabréf með sautján titlum, yfir fimmtíu bækur, og loforð um allar þær bækur sem Þjóðsaga gefur út á ókomnum árum. Þá barst félaginu, gegnum Þur- íði J. Kristjánsdóttur, rausnarleg gjöf frá Sögufélagi Borgarfjarðar en það voru Borgfirskar æviskrár, 3

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.