Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 50

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 50
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM Aðalfundur SSV 1996 í Stykkishólmi Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi (SSV) var haldinn í Hótel Stykkishólmi dag- ana 1.-2. nóvember 1996. Fundinn sátu 37 fulltrúar frá 21 sveitarfélagi auk fjölda gesta. Bjöm Amaldsson, fráfarandi for- maður SSV, setti fundinn en fundar- stjóri var Rúnar Gíslason, forseti bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, og fundarritarar Jón Þór Jónasson, bæjarfulltrúi í Borgarbyggð, og Sig- ríður Gróa Kristjánsdóttir, bæjar- fulltrúi á Akranesi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, flutti ávarp og kveðjur frá sambandinu og Magnús Stefánsson alþingismaður f.h. þingmanna kjör- dæmisins. Síðan fluttu skýrslur þeir Björn Amaldsson stjómarformaður, Guð- jón Ingvi Stefánsson framkvæmda- stjóri, Olafur Sveinsson atvinnuráð- gjafi, Þórir Jónsson, formaður fræðsluráðs, Gísli Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi, skýrslu Sveins Kristinssonar, formanns atvinnu- málanefndar, Davíð Pétursson, for- maður samgöngunefndar, Pétur Ottesen, formaður sorpnefndar, og Ólafur Hilmar Sverrisson, fulltrúi Vesturlands í stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Erindi heilbrigöisráðherra Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra flutti er- indi um málefni ráðuneytisins og stöðu heilbrigðismála á Vesturlandi. Hún sagði að til málaflokksins rynnu um 50 milljarðar króna eða 42% af fjárlögum ríkisins og að Is- lendingar væru þar í fjórða sæti af OECD-ríkjum með 8,2% af vergri þjóðarframleiðslu. Því má fullyrða að við erum með eina allra bestu heilbrigðisþjónustu í heimi. En m.a. vegna nýrrar tækni liggja fyrir beiðnir um stóraukin útgjöld en á móti þarf að samhæfa störfin á sjúkrahúsum og ný stefna hefur ver- ið mörkuð í heilsugæslu til framtíð- ar. Síðan ræddi ráðherra nýjar þjón- ustugreinar, biðlistana og þjónustu- gjöld. Að erindi loknu svaraði ráðherra fjölmörgum fyrirspurnum fundar- manna. Skólamál Hörður Helgason, settur skóla- meistari Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi (FVA), flutti skýrslu um málefni skólans en þar koma m.a. fram tölulegar upplýs- ingar um kennslustaði, nemenda- fjölda o.fl. Hann gerði grein fyrir hönnun á kennslumiðstöð og öðrum úrbótum á húsnæðismálum skólans og sagði frá skólahaldi í Reykholti sem FVA hefur séð um samkvæmt samningi frá 1995. Fundurinn skip- aði nefnd sem ætlað er að vinna með skólanefnd FVA að áætlun um uppbyggingu skólans og endurskoð- un samnings um hann. Um Reyk- holt ályktaði fundurinn að staðnum yrði sem fyrst fundinn starfsvett- vangur sem mennta- og fræðasetri í ljósi fyrirhugaðs niðurskurðar á fjár- lögum. Aðalfundurinn samþykkti að láta taka saman upplýsingar um hvemig yftrfærsla grunnskólans kæmi út hjá sveitarfélögum á Vesturlandi og einnig áskorun um að framlög Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga til grunn- skólabygginga sveitarfélaga með 800-2000 íbúa verði hækkuð úr 20% í 40% til að tryggja að laga- áform um einsetningu grunnskóla næðu fram að ganga. Samgöngumál Að venju voru miklar umræður um samgöngumál, enda em þau eitt brýnasta hagsmunamál byggðanna á Vesturlandi. Eftirfarandi samþykkt var gerð: „Aðalfundur Samtaka sveitarfé- laga í Vesturlandskjördæmi, haldinn í Stykkishólmi 1.-2. nóvember 1996, ítrekar að auknar fram- kvæmdir í vegamálum séu einn mikilvægasti þáttur byggðarþróun- ar. A Vesturlandi eru þýðingarmestu samgöngumar á landi og því upp- bygging vegakerfisins brýnasta hagsmunamál byggðanna hér. Aðal- áherslur í vegaframkvæmdum á Vesturlandi em að mati samgöngu- nefndar eftirfarandi: Tenging byggðanna á norðan- verðu Snæfellsnesi með lagningu bundins slitlags. I uppsveitum Borg- arfjarðar verði þegar hafist handa við uppbyggingu Borgarfjarðar- brautar og tengingu hennar við Hvanneyri. Aukið fjármagn verði sett í safnvegi og innansveitarvegi eins og t.d. Fróðárheiði. Undirbúin verði lagning vegar yfir Vatnaheiði. Að Búlandshöfði haldi stöðu sinni í þegar samþykktum langtímáætlun- um. Aðalfundurinn mótmælir harð- lega sífelldum niðurskurði á vegafé, en nú rennur aðeins rúmlega fjórð- ungur af yfir tuttugu milljarða króna tekjum ríkissjóðs af bifreiðum til vegamála. Fundurinn skorar á al- þingismenn að staðið verði við þann framkvæmdahraða sem stefnt var að 240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.