Morgunblaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Einstaka sinnum á lífsleiðinni erum við svo hepp- in að kynnast fólki sem hefur virkilega góð áhrif á okkur og við getum lært af, bara ef við nennum að staldra við, hlusta og taka eftir því hvað það hefur að segja. Fólk sem leiðbeinir og hefur þolinmæði til að hlusta á okkur, segir sína skoðun, leyfir okkur að velja og hafna, og virðir okk- ar skoðanir hvort sem þær ganga í berhögg við það sem það segir eða ekki. Fólk sem lítur hvorki á sig sem fullkomið né alviturt, sem maður getur treyst fullkomlega fyrir öllum sínum áhyggjum, hvort sem þær eru stórar eða litlar. Fólk sem er sátt við það sem það á og hefur, öfundast ekki og get- ur glaðst með þér yfir þínum litlu sigrum og hughreyst þeg- ar á þarf að halda. Fólk sem er boðið og búið til að aðstoða. Sannir vinir sem við tökum sem sjálfsögðum hlut þangað til þeir hverfa á braut og við getum ekki kvatt þá með þeirri virð- ingu sem þeir eiga skilið. En ég get sagt við börn og barnabörn vinar míns, munið allt sem pabbi ykkar og afi sagði, allt var það til að þið yrðuð betri manneskjur, hvort sem ykkur líkaði betur eða verr. Ég veit að hann gerði ekki minni kröfur á ykkur en sjálfan sig. Með þessu orðum kveð ég einn af merkilegri mönnum sem ég hef kynnst um ævina. Vertu sæll og farðu í friði, Ævar minn. Guðjón Jónsson. Kveðja frá Landssambandi veiðifélaga Ingimundur Ævar Þorsteins- son, bóndi í Enni, vinur okkar og félagi, hefur nú verið leystur frá þrautum eftir erfið veikindi. Skarð er höggvið í raðir veiði- réttareigenda. Ævar tók virkan þátt í störfum á vettvangi veiði- mála. Hann átti lengi sæti í stjórn Veiðifélags Blöndu og Svartár og var formaður veiði- félagsins um skeið. Ævar sótti jafnan aðalfundi Landssam- bands veiðifélaga og kvað mikið að honum á þeim vettvangi. Hann var átti auðvelt með að koma fyrir sig orði og talaði umbúðalaust þótt gamansemin væri oft ekki langt undan. Á mannamótum var Ævar hrókur alls fagnaðar og hnyttin tilsvör hans munu lifa. Það sópaði að Ævari og sjónarsviptir er að þessum félaga okkar. Fundir landssambandsins verða nú fá- tæklegri þegar Ævars nýtur ekki lengur við. Ævar var áhugasamur um veiðimál og hafði sterkar skoðanir í þeim efnum sem öðrum. Ógleyman- legt er þegar hann leiddi hóp fundarmanna eitt árið um bakka Blöndu og sagði frá leyndardómum árinnar. Hann unni ánni og var ætíð manna stoltastur þegar Blanda skipaði sér í efstu sæti hvað varðar fjölda veiddra laxa á stöng. Ævar var traustur vinur, óhræddur að segja til vamms, eða hrósa eftir því sem honum þótti. Landssamband veiði- félaga kveður nú traustan fé- Ingimundur Ævar Þorsteinsson ✝ IngimundurÆvar Þorsteinsson fædd- ist 1. mars 1937 í Enni. Hann lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Blönduósi 23. desember 2013. Ævar var jarðsung- inn 4. janúar 2014 frá Blönduóskirkju. laga. Á þeirri stundu er þakklæti samferðamönnum hans efst í huga. Landssamband veiðifélaga sendir fjölskyldu Ævars innilegar samúðar- kveðjur. F.h. LV, Óðinn Sigþórsson. Kveðja frá Veiðimálastofnun Ævar Þorsteinsson bóndi í Enni er látinn. Ævar sat í stjórn Veiðifélags Blöndu og Svartár og var um tíma for- maður félagsins. Ég kynntist Ævari fyrst sumarið 1985 þeg- ar ég kom norður vegna rann- sókna á fiskstofnum Blöndu vegna virkjunar Blöndu. Virkj- uninni fylgdu breytingar sem bændur sem veiðirétt eiga höfðu eðlilega talsverðar áhyggjur af. Í landi Ennis er góð laxveiði og þar er laxastigi. Þar var komið fyrir laxakistu þar sem lax og sjóbleikja sem gengu upp ána voru mæld og talin. Rannsóknir urðu viða- miklar og stóðu um árabil. Svo fór að virkjun árinnar hafði á heildina litið jákvæð áhrif á fiskgengd og veiði. Fyrsta heimsókn mín til Æv- ars er minnisstæð. Ævar þurfti nú aðeins að taka þennan pilt út og var alllengi setið við eld- húsborðið í Enni og málin kruf- in. Gengu þá augabrúnir bónda upp og niður á víxl. Síðar komst ég að því að ekki var sjálfgefið að lenda réttum meg- in hjá Ævari. Samskipti okkar Ævars voru hins vegar frá fyrstu stundu góð og leiddu til góðrar og traustrar vináttu. Gott var að eiga Ævar að og vann hann með okkur að taln- ingu og merkingu fiska á leið upp Blöndu. Áttu mörg okkar á Veiðimálastofnun góð samskipti við Ævar í gegnum tíðina. Stundirnar við eldhúsborðið í Enni urðu margar og veiðimál- in oft krufin, en ekki fór maður heldur alveg varhluta af hrossaræktinni, sem Ævar stundaði af kappi og átti mörg góð hross. Heimili þeirra Æv- ars og Ingibjargar stóð okkur alltaf opið. Fyrir það erum við á Veiðimálastofnun afar þakk- lát. Við söknum vinar á Blöndu- bökkum. Við sendum þér Ingi- björg og ykkur Halldóra, Jó- steinn, Fjóla og Ingibjörg og fjölskyldur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurður Guðjónsson. Vinur okkar, Ingimundur Ævar Þorsteinsson, eða Ævar í Enni, eins og við kölluðum hann, hefur kvatt. Kallið kom fyrr en okkur grunaði en eng- inn má sköpum renna. Kynni hófust í tengslum við laxveiði á aðalfundi Landssambands veiðifélaga, hvar Ævar hafði gegnt trúnaðarstörfum um skeið. Hann var fulltrúi fyrir Veiðifélag Blöndu/Svartár, Birna fyrir Veiðifélag Gljúfurár í Borgarfirði. Í kjörbréfanefnd aðalfundarins var Ævar for- maður, Birna sérlegur ritari hans. Þar með var vinátta tryggð, sem hélt. Þessi öðlingur, sem var nokkuð hrjúfur að utan en mjúkur hið innra, minnir kannski ögn á íslenska náttúru sem hann unni mjög, ekki síst fagurgrænum túnum sem þau hjón ræktuðu mörg. Breyttu melum í iðjagræna velli. Andlit- ið rúnum rist af lífinu, sem ekki hafði alltaf farið um mjúkum höndum, en sléttist úr þegar brosað var. Skapið allnokkuð, skoðanir miklar, það gat hvesst og blásið, veðurhamur orðið töluverður, hagl hrotið af hvarmi. En svo braust sólin fram í gegnum skýin, leiftur kom í augun, blik af stríðn- ispúka sem átti sér stundum sjálfstætt líf. Ræktun vináttu, greiðasemi, umhyggja, glens og gaman var ekki síður hluti af persónuleikanum. Tilsvörin skemmtileg, hnyttni í svörum og frásagnargáfa ríkuleg. Það var gaman og hressilegt að um- gangast Ævar í Enni. Hann var ekki feiminn við að upphefja sitt, ekki síst þegar kom að hrossum og ræktun þeirra og því síður feiminn við að segja skoðanir sínar. Um það sköp- uðust oft töluverðar umræður, allar í góðu og glensi. Heimsóknir hefðu að sönnu mátt vera fleiri að Enni þar sem Ævar bjó með sinni mætu konu, Ingibjörgu Jósefsdóttur, en ekkert þýðir að fjasa um það, eins og Ævar hefði sjálfur sagt. Að hans mati var óþarft að eyða tíma í fjas, því síður að velta sér upp úr smámunum. Aldrei heyrðum við hann kvarta, þótt á stundum hefði e.t.v. verið ástæða til. Ævar í Enni kom til dyranna eins og hann var klæddur. Það var ekki síst sá kostur sem við kunnum að meta. Greinilegt var jafn- framt í öllu spjalli að bóndinn í Enni hafði lesið töluvert, verið gefin rík athyglisgáfa og því glöggur á menn og skepnur. Margar athugasemdir hans um menn eða málefni báru þess merki. Það verður tómlegt að koma á aðalfund Landssambands veiðifélaga í vor. Ekki verður tekið lagið sunnan undir vegg, troðið í pípu eða landsmálin krufin, það verður gert á öðr- um vettvangi, síðar. Við mun- um sakna vinar í stað en þökk- um kærlega fyrir vináttu, samveru og samvinnu. Ástvin- um öllum eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Birna og Brynjar, Borgum. Ævar í Enni var jarðsunginn frá Blönduóskirkju 4. janúar 2014. Ævar í Enni var vinur minn. Hann var ekki allra, hann var sérvitur og dyntóttur og er nú genginn inn á grænar grundir almættisins að líta eftir upp- vaxandi folöldum á þeim slóð- um. Það er mér tilefni til að vera stoltur að hafa kynnst Ævari og Ingibjörgu í Enni og að eiga dálítinn vináttuþráð þar heim á bæ. Það var ekki öllum gefið. Að skiptast á skoðunum við hann í eldhúsinu heima í Enni voru gullstundir. Hann sat þarna á móti mér, skarpur í andliti, tottandi pípustert, grá- sprengt hárið kastaðist til, á bak við gleraugu glömpuðu stríðnisleg, hlý augu undir þykkum brúnum og hrekkja- legt, góðlegt bros lék á vörum hans. Hann var stundum stór- yrtur og naut þess að sjá við- mælandann kikna, hann var skarpgreindur og skoðanir hans á málefnum voru skýrar og ótvíræðar. Hann var afskap- lega hreinskiptinn. Í spjalli okkar kom skýrt fram hlýja hans og umhyggja til héraðsins og þekking á mönnum og mál- efnum. Hann bar virðingu fyrir jörðinni sem hann hafði afkomu sína af og væntumþykjan leyndi sér ekki þegar dýrin og fólkið í hans nánasta umhverfi komu til umræðu. Hann var dulur um persónuleg málefni og sagði fátt en þegar hann tjáði sig þar um fór ekki á milli mála hver vilji hans var. Við áttum samskipti um efn- istöku úr landi hans til að byggja grjótgarð við Blönduós- bryggju, hugmyndin var að kjarnagrjót kæmi frá Enni og stórgrýti framan úr sveit. Þeg- ar ég kom að málinu árið 1988 var allt í háalofti í samskipt- unum við Ævar og stefndi í óefni. Hann taldi vonlaust að ræða við þessa vitleysinga á Blönduósi og eftir okkar fyrsta samtal um þessi málefni leist mér ekki á blikuna. En við náð- um saman og allt fór vel. Hvíti fákurinn var þá gjarnan settur á borðið þegar árangur náðist. Síðan höfum við verið vinir ég og Ævar í Enni og ég skaust stundum uppeftir án þess að eiga erindi. Stundum kom hann á kontórinn, að vanda fasmikill. Ég og fjölskylda mín fluttum frá Blönduósi 2005. Þráðurinn slitnaði ekki en spjallstundirn- ar urðu strjálli. Ég vissi ekki af óhappi hans og fráfall hans er mér harmsefni. Ég sakna góðra stunda í Enni. Blessuð sé minn- ing góðs drengs sem var bráð- skarpur en í sjálfstæði sínu ekki allra. Ingibjörg í Enni, skyldmenni og afkomendur eiga hug minn á kveðjustund og bið ég þeim öllum Guðs blessunar og styrks. Ófeigur Gestsson. ✝ Elskulegur bróðir okkar, EYJÓLFUR SIGURBJÖRNSSON, Garðbraut 85, Garði, lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, fimmtudaginn 26. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 10. janúar kl. 13.00. Steinunn Sigurbjörnsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EYJÓLFUR ÓLAFSSON vörubifreiðastjóri, Fiskakvísl 7, verður kvaddur frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 9. janúar kl. 13.00. Þeir, sem vildu minnast hans, leyfi líknarfélögum að njóta þess. Ágústa Högnadóttir, Elín Ingibjörg Eyjólfsdóttir, Júlíus Helgi Eyjólfsson, Svala Huld Hjaltadóttir, Katrín Lilja og Guðjón Ágúst. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRÓLFUR PÁLSSON lést á Landspítala, Fossvogi fimmtudaginn 2. janúar. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. janúar kl. 11.00 Innilegar þakkir til starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund og starfsfólks á deild B 2 Landspítala, Fossvogi. Eydís María Þórólfsdóttir, Dóra Kristín Þórólfsdóttir, Sigurður Ómar Ásgrímsson, Inga Þórólfsdóttir, Einar Baldvin Axelsson, Kristján Máni, Eva Kristín, Svanhvít Þóra, María Björk, Hildur Herdís og Axel Þór. ✝ Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona og barnabarn, DAGNÝ ÖSP RUNÓLFSDÓTTIR, Bjarkarheiði 6, Hveragerði, verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju föstudaginn 10. janúar kl. 14.00. Guðrún Hanna Guðmundsdóttir, Runólfur Þór Jónsson, Hrefna Lind Heimisdóttir, Friðjón Þórðarson, Una Ósk Runólfsdóttir, Haukur Benedikt Runólfsson, Kristinn Hólm Runólfsson, Berglind Kvaran Ævarsdóttir, Thelma Rún Runólfsdóttir, Þráinn Ómar Jónsson, Valgerður Magnúsdóttir, Guðmundur Jónsson, Una Runólfsdóttir, Kristján Jónsson. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og systir, SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks mánudaginn 23. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubarn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGA-LILL MARIANNE ÓLAFSSON, lést á gjörgæsludeild Landspítalans laugardaginn 28. desember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 10. janúar kl. 15.00. Ólafur Ólafsson, Ásta Sólveig Ólafsdóttir, Ágúst Kárason, Ingibjörg Ólafsdóttir, Bjarni Ólafur Ólafsson, Margrét Sigmundsdóttir, Páll Ólafsson, Sigríður Dóra Gísladóttir, Gunnar Alexander Ólafsson, Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, Ólafur Ólafsson, Magnfríður S. Sigurðardóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR ÁRNASON, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést á Dvalarheimilinu Höfða laugardaginn 28. desember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 10. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Dvalarheimilið Höfða. Sigríður Sigurjónsdóttir, Guðrún Þórðardóttir, Ingileifur S. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, mamma, amma, langamma, tengdamóðir, EVA JÓNSDÓTTIR, Vesturbraut 1, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 1. janúar. Útför hennar fer fram í Grafarvogskirkju föstudaginn 10. janúar klukkan 13.00. Benóný Gunnar Þorsteinsson, Ásdís Ámundadóttir og fjölskylda, Hrönn Ámundadóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.