Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 10

Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 10
Í aðalnámskrá grunnskóla 20061 er vitnað í barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna og þar kemur fram að öll börn eigi rétt á að viðhalda móðurmáli sínu þrátt fyrir flutning frá heimalandi. Með móðurmáls- kennslu innan eða utan skólans er því stuðlað að jafnrétti til náms fyrir alla nemendur. Að frumkvæði Menntaráðs Reykjavíkur fer fram móðurmálskennsla í pólsku fyrir börn í 7.–10. bekk í grunnskólum Reykjavíkur og á landsvísu óski skólar og sveitarfélög eftir samstarfi. Það er í samræmi við 16. gr. í lögum um grunnskóla, 20082, en þar segir að: „Grunnskólum er heimilt að viðurkenna kunn- áttu í móðurmáli nemenda með annað móðurmál en íslensku sem hluta af skyldunámi er komi í stað skyldunáms í erlendu tungumáli eða verði metið sem valgrein.” Auk stuðnings Menntasviðs Reykjavíkur hefur Velferðarsjóður barna styrkt námsefnisgerð og pólsk yfirvöld og pólski ræðismaðurinn á Íslandi hafa stutt við starfið með fjölbreyttum námsgögnum. Pólsk móðurmálskennsla rímar vel við ákvæði í starfs- áætlun Tungumálavers 2008 – 2011, sem birt er á heima- síðu, um að „stuðla að því að nemendur Tungumálavers viðhaldi tengslum við eigið mál og menningu“. 1 Menntamálaráðuneytið (2006). Aðalnámskrá grunnskóla: erlend tungumál. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.http://bella.mrn.stjr. is/utgafur/namsskipan_%20tungumal_grsk.pdf. 2 Menntamálaráðuneytið 2008 nr. 91 12. júní/ Lög um grunnskóla. Markhópurinn Markhópurinn eru börn, sem eiga pólsku að móður- máli, en þau eru langstærsti hópur innflytjendabarna á Íslandi. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir árið 2009 eru þau samtals 760. Þar sem nemendum býðst að læra pólsku frá og með 7. bekk er gert ráð fyrir að nemendur hafi góðan skilning á mæltu máli, geti lesið og skilið ritaðan texta miðað við aldur, geti haldið uppi samræðum við landa sína og jafnaldra, geti skrifað samfelldan texta um ýmis efni sem tengjast áhugasviði hans/hennar. Markmiðið er að nemendur haldi móðurmálinu sínu við í þeim mæli sem mögulegt er og taki framförum í samræmi við getu og þroska. Margir þræðir skapa sjálfsmynd barna. Þar á meðal eru rætur upprunamenningar, sem höfð er í heiðri á heimili barnsins, sjálfsmyndin sem spegluð er í jafnöldrum af sama uppruna og birtist í valdi einstaklingsins á málinu. Að hafa vald á móðurmáli sínu er lykilatriði í lífi innflytjendabarna. Þar er skjólið sem börnin geta leitað í þegar stöðugt þarf að takast á við nýja hluti í nýju umhverfi. Námskráin Námskráin, sem kennt er eftir, er blanda af pólskri útgáfu af Evrópsku tungumálamöppunni (þrep: A2- C1) og pólskri námskrá í móðurmáli. Tungumálaverið er formlegur aðili að Polska Szkoła sem eru samtök skólastofnana sem kenna pólsku utan Póllands. Langtímamarkmið með pólskunáminu er að nem- endur geti, þegar fram í sækir, tekið alþjóðlegt stöðupróf í málinu. Eins og í öðrum greinum, sem kenndar eru frá Tungumálaveri, útbýr kennari námsefni og viðfangs- efni nemenda. Áhersla er lögð á menningartengda þætti eins og hvað er líkt og ólíkt í menningu þjóð- anna, hvað tengir og hvað aðskilur, hvað efst er á baugi hverju sinni og eru viðfangsefnin samofin æfingum í meðferð tungumálsins, mæltu og rituðu. Upplýsingum um stöðu nemenda í móðurmáli og skólafærni er miðlað áfram til heimaskóla eftir því sem þörf krefur. 10 MÁLFRÍÐUR Pólska í Tungumálaveri Anna Filinska Brynhildur Anna Ragnarsdóttir er deildarstjóri í Tungumálaveri. Anna Filinska er kennari í pólsku. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.