Kennarablaðið - 01.03.1900, Blaðsíða 5

Kennarablaðið - 01.03.1900, Blaðsíða 5
85 ,$arnalœrcfóm8fiœf;ur vorar. „Verði ]jós“ hefir að nokkuru minst barnalærdómsbókar þeirrar, sem nýlega er út komin, íslenzkuð af forstöðumanni prestaskólans. Annars hefir fremur lítið vej'ið ritað um þetta nýja „kver“, og almenningi er því enn lítið um það kunnugt. Margur maðurinn veit varla, að það sé til, og enn fleiri hafa ekki hugmynd um, að þeir hafi milli þess að velja og hinna eldri barnalærdómsbóka, þegar þeir fara að kaupa sér „kver“ handa börnunum sinum. Með birtingu þessarar nýju barnalærdómsbókar, Klaveness- kversins, ei'u auðsjáanlega dagar hinnar næstu á undan, Helga- kvers, taldir; svo marga og stórvægilega kosti hefir Klaveness- kenslubók fram yfir Helga. En þetta átti enginn ritdómur að vera um Klaveness- kver. Það væri óþarft verk að taka frekar fram en gert er i áminstum ritdómi í „Verði ]jós“ kosti Klaveness kvers. Margt af því, sem ekki er beint tekið þar fram kverinu til hróss, má lesa á milli iínanna, og má sjálfsagt treysta því, að „Verði ljós“ fari hér ekki með neitt of-lof. Það hefir vei'ið tekið fram sem galli á Klaveness-kveri, að það þurfi að skýra barnalærdóminn meira og ítarlegar, ef það sé haft við kenslu, heldur en ef Helga kver er notað. Ekki skil ég það. Klaveness kristilegi barnalærdómur er ekki annað en skýrirtg á frœðum Lúters hinum minni; og mér finst hún svo glögg og aðgengileg fyrir börn, að þeim sé minni vorkun á að tileinka sér kjarna kristindómsins eftir þessu kveri, en eftir hinu; en vitanlega er það ekki eins há-lœrð trúfræði og siða-fræði eins og Helga kver, sem „Kennarablaðið“ hofir kveðið þann dóm upp um, að það sé „engin barnafæða," Það sýnist að vera réttur dómur, þó harður sé, sem stendur á 43. bls. „Kennarablaðsins" um He]ga kver: Til þess að gota skilið það til hlítaí, þarf mikinn þi'oska og meira að segja nokkra undirbúningsþekkingu í trúfræði. f’ótt það sé útskýrt fyrir óþroskuðum börnum svo vel, sem unt er, þá efast ég um, að þau geti komist tíl botns í því.

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.