Kennarablaðið - 01.03.1900, Blaðsíða 8

Kennarablaðið - 01.03.1900, Blaðsíða 8
88 er og mikill kostur, að jafnvel i hinnm fyrstu og,auðveldustu æflngum koma þegar fyrir orð og setningar, sem barnið flnnur meiningu í, í stað þess að þurfa að þylja margar blað- síður af alveg meiningarlausum atkvæðum, og orðum, sem engin hugsun var falin í. Slíkt stafrófskver, sem þetta, ætti enginn lestrarkennari að teija á sig að kaupa, því að það er ómetanlegur léttir í því að nota það við hina fyrstu lestrarkenslu. Yerðið er og svo lágt, að engan munar um. Nú er, síðast liðið sumar, komið út enn nýtt stafrófskver, á kostnað „bókasafns alþýðu"; það er og mjög hentug kenslu- bók í lestri, enda var óvandur eftii leikurinn. Kverið er samið mjög svo í líkingu við kver séra Eiríks, og má því segja, að það hafi alla hina sömú kosti um fram hin eldri kver, sem kver séra Eiríks heflr. Auk þess eru í því margar myndir a.f dýrum og dauðum hlutum, sem að vísu mættu vera betur valdar og betur gerðar sumar hverjar. En börnum mun þykja myndirnar kostur á kverinu. Auðvitað heflr ekki orðið hjá því komist, að kverið yrði stærra og dýrara vegna þeirra. Annaðhvort þessara tveggja stafrófskvera ætti hver kenn- andi að hafa við hina fyrstu lestrarkenslu. Kennari. kenncirQskóla í í)anmörf(u. Þar eð oss er kunnugt um, að nokkrir af löndum vorum hafa hug á að leita sér kennaramentunar í Danmörku, finnum vér ástæðu til að skýra nokkuð frá fyrirkoroulagi kennaraskól- anna þai'. Yér eruro líka sannfærðir um, að ýmsum af kenn- urum landsins muni þykja gott að fræðast um það. enda þótt þeir eigi hugsi til að leita sér þar fræðslu. I. Upptökmkilyrðin. Til þess að fá upptöku í 1. (neðsta) bekk kennaraskólans,

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.