Réttur


Réttur - 01.02.1926, Page 153

Réttur - 01.02.1926, Page 153
Rjettur] RITSJÁ 155 hjálpar söguhetjunni tíl að draga skýluna frá augunum, — En eftir þessa skörpu mynd, sem höf. hefur dregið upp af lífi yfirstjettanna, þá væri gaman að fá einmitt frá honum snjalla lýsingu á andstæð- unni, Iífi og frelsisbaráttu undirstjettanna, þrungna af sama eldinum og ólgar í þessari, en sem þar myndi fá tækifæri til að birtast sem von, framsýni, traust og hugrekki til að brjóta þetta þjóðfjelags- skipulag á bak aftur. Höf. virðist vera eitt af þeim fáu sagnaskáld- um vorum, sem vegna hugsjónaástar, hugsanaauðgi og róttækra skoðana, er fær um að skapa íslensku alþýðunni í bæjunum slíkan spegil lifsbaráttu sinnar. E. O. Lýðmcntun I. Heimssjá 1. Ágúst Bjarnason: Himingeimurinn. Safn það, sem þeir Þorsteinn M. Jónsson og fjelagar hans hafa ráðist í að byrja að gefa út og nefna »Lýðmentun«, er eitthvert þarflegasta bókmenta-fyrirtæki, sem byrjað hefur verið á hjer heima. Þegar alt úir og grúir af útlendum »reifurum« þá er það sannarlega hressandi að vita til þess að nokkrir menn skuli hafa áhuga á að ráðast í sannnefnt menningarfyrirtæki. Það verður nú prófsteinn á bókmentaþroska íslenskrar alþýðu hvernig hún tekur ritum þessum. Nú liggur fyrir fyrsta bókin í safni þessu: »Himingeimurinn« eftir Ágúst próféssor Bjarnason. Höfundur þessi er þegar svo vinsæll af alþýðu manna fyrir rit sín um »sögu mannsandans«, að ekki þarf með honum að mæla. Hinsvegar bera honum þakkir fyrir að leggja nú í hliðstætt safn, sem ætti að verða ennþá alþýðlegra, þar sem það fjallar um efni, sem nær standa alþýðu manna en þróunarsaga heimsspekinnar, sem sje þróun himingeimsins, jarðarinnar og mann- fjelags vors — en það eru efnin, sem höfundur ætlar sjer að skýra frá í safni sínu »Heimssjá«. Ekki skulu menn ætla »Himingeiminn« þurran þótt vísindalegur sje, því engin visindagrein gerir slíkar kröfur til ímyndunarafls og háfleygs hugsunarháttar sem einmittstjörnufræðin. Og vilji menn finna verulega stórfenglegan skáldskap í vísindum þá ættu þeir að lesa kaflann »Byltingar og nýsköpun« í þessari bók, tilgáturnar um »upptök, hringferð og endalok sólnanna í Vetrar- brautinni« og athuga þá ágætu mynd, er þeim kafla fylgir, 48. mynd- ina í bókinni. Áður er út komin í »Lýðmentun« æfisaga Rousseaus, og á næsta ári er von á sögu Vilhjálms Stefánssonar eftir Ouðmund Finnboga- son og »Viðreisn íslendinga« eftir Ágúst Bjarnason. Líklegt er að ekki verði það margir bókhneigðir íslendingar, sem ekki eiga safn þetta alt, er fram í sækir, E. O.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.