Börn og menning - 2019, Qupperneq 8

Börn og menning - 2019, Qupperneq 8
Börn og menning8 (bls. 112) Henni er skapi næst að skilja við þau en auð- vitað sjá þau að sér, Fíasól á bestu fjölskyldu í heimi: Bidda slekkur á tónlistinni, Pippa slekkur á tölvunni og öll ljós líka og pabbi útbýr kalt borð. „Má taka mat úr ísskápnum?“ spyr mamma bitur: „Er hann ekki tæki?“ „Jú,“ ansar pabbi, „en hann er líka bara skápur.“ Venjulega var ekki svona mikil þögn heima hjá Fíusól um kvöldmatarleytið. Þá var pabbi að horfa á fréttir í sjónvarpi, mamma að hlusta á fréttir í útvarpi, Bidda að velja sér tónlist í tölvunni og Pippa að tala við vini sína í tölvusíma. En nú var allt breytt. Það var eins og tíminn stæði kyrr. Ekk- ert útvarp, ekkert sjónvarp, ekkert ljós, ekki tölvur og ekki tónlist – bara þögnin og kertaljósin og svo lágvært samtal um daginn og veginn. (bls. 114) Auðvitað er þetta lifandi lýsing á því hvað einn stelpu- krakki getur verið ótrúlega þrjóskur en málstaðurinn er alveg dásamlegur. Hún vill ekki baka í heimilisfræðitímanum af því að ofn er tæki, þess í stað býr hún til litríkt ávaxtasalat handa bekknum sínum meðan hinir krakkarnir baka. ég get ekki búið til sjálf,“ svarar hún: „Hjól er til dæmis ekki tæki af því að það gengur fyrir minni eigin orku.“ (bls. 97) Þennan dag er þó of mikil ófærð til að hjóla og Fíasól gengur í skólann þótt hún þurfi að bera básúnuna sína. Hún vill ekki baka í heimilisfræðitímanum af því að ofn er tæki, þess í stað býr hún til litríkt ávaxtasalat handa bekknum sínum meðan hinir krakkarnir baka. Hún neitar að nota tölvuna í tölvutíma og fær að leysa dæmi á blaði í staðinn. Kennararnir taka þátt í leiknum og samþykkja að kveikja ekki rafmagnsljós þennan eina dag og í heimsókn hjá Stínu eftir tíma eru bara notuð kertaljós. Þó að veðrið sé bandvitlaust vill stelpan ekki fara heim í bíl en þiggur að pabbi labbi með henni og haldi á básúnunni! „Þú mátt alveg hjálpa mér,“ segir hún við pabba sinn. „Þetta er ekki hjálparlausi dagur- inn, bara tækjalausi.“ En þegar heim kemur um kvöldið fer í verra. For- eldrarnir eru ekki eins skilningsríkir og kennararnir og mamma Stínu og stelpan verður ævareið: „Þið eruð með sjónvarp, útvarp, tölvu, eldavél og kveikt á öllum ljós- um í húsinu og brauðrist og bílferðir og allt á fullu!“

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.