Börn og menning - 2019, Blaðsíða 29

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 29
Ronja ræningjadóttir Söngleikur byggður á sögu Astridar Lindgren Leikstjóri: Selma Björnsdóttir Þjóðleikhúsið Góð barnasýning í leikhúsi er gulli betri og það fannst vel á spenntum syni mínum, hinum sex ára Tómasi Bjarti, þegar við heimsóttum Ronju ræningjadóttur í Þjóðleikhúsið. Hann hefur séð allnokkrar leiksýn- ingar og var búinn að bíða spenntur í nokkrar vikur eftir því að sjá loksins Ronju. Korter- ið eftir að við settumst í sætin og þangað til sýningin hófst var því mjög lengi að líða. Hann sagði mér líka að hann hefði séð þættina um hana Ronju, en RÚV hefur undanfarið sýnt vandaða japanska teiknimyndaþætti eftir þessari ástsælu skáldsögu Astridar Lindgren. Svo rammt kvað að þessari þekkingu að þegar skammt var liðið á sýningu Þjóðleikhússins tilkynnti Tómas mér að við værum ennþá staddir í fyrsta þættinum, auk þess sem hann fræddi mig um að gamla konan Skalla-Pésa, snilldarlega leikin af Eddu Björgvinsdóttur, væri gamall kall í þáttunum. Það er erfitt að klúðra barnasýningu í dag ef efniviðurinn er góður. Oft er sagt að börn séu mest krefjandi lesendur bóka og þetta er sjálfsagt hægt að yfirfæra á aðra list líka, en hitt er líka rétt að leikhúsið er í eðli sínu svo heillandi fyrirbæri að jafnvel þótt sitthvað misfarist situr alltaf eftir í leikhúsgestinum einstök upplifun sem kitlar öll skynfæri. Þetta gildir bæði um börn og fullorðið fólk – það er alltaf eitthvað heillandi við að horfa á aðrar manneskjur þykjast vera eitthvað allt annað en þær eru. Þegar við bætist sú mikla fag- þekking sem hefur safnast upp í leik- húsgeiranum verður enn erfiðara að klúðra hlutunum. Og samt vill mikill miklu meira en boðið var upp á í þetta sinn. Ronja ræningjadóttir, sem nú er leikin á fjölum Þjóðleikhússins, er leikgerð hinnar finnsku Anninu Enckell með tónlist eftir Danann Sebastian. Og þótt margt sé vel gert og áhorfendum bjóðist fjölmörg skemmtileg augna- blik var allan tímann eins og eitthvað vantaði. Það var ekki fyrr en ég rakst á leikdóm Jakobs S. Jónssonar í Kvennablaðinu sem ég skildi það almennilega: „Áhorfendur fá að horfa á það sem gerist en er meinað að taka þátt í því, meinað að finna til samúðar og samhygðar með persónum leiksins og þar með öðlast möguleika á að skilja þær á tilfinn- ingalegu plani.“ Í leikdómi Jakobs er fjallað mun ítar- legar um leikgerðina en hér er pláss fyrir, en hann hittir naglann á höfuðið, ekki síst hvað varðar handritið þar sem samtöl snúast um að miðla upplýsingum frekar en um tengslin persóna á milli.   Ég er nefnilega vanur að láta töfrast og hrífast með persónum í leikhúsi en í þetta sinn skorti tilfinnanlega upp á þessa tilfinningalegu upplifun. Að hluta til felst sökin einmitt í leikgerðinni; ótal samtöl og atriði persóna á milli virkuðu undarlega vélræn og upplýsingamiðuð. Þegar horft er til þess hversu efnismikil og djúp skáldsaga Lindgren er og takmarkaðs tímasvigrúms sem tveggja tíma fjörug leiksýning býður upp á er ekkert skrýtið að einhverju þurfi að fórna. Því miður var þessu fórnað: Veigamikilli snertingu við sjálfar persónurnar. Þegar þennan grunn vantar litast öll önnur upplifun: Fjörug tónlist verður að látum, ýkt látbragð að stælum Leikhús Fjörug Ronja – en Edda stal senunni Davíð Hörgdal Stefánsson

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.