Börn og menning - 2019, Blaðsíða 35

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 35
„Mér finnst …“ lýsir skoðunum höfunda fremur en ritstjórnar eða stjórnar IBBY samtakanna. Höfundur er rithöfundur með sér og við héldum skjótlega upp á efri hæð þar sem agentar heimsins fylla sal á stærð við Smáralind og halda sína fundi í einu opnu rými á þúsund borðum samtím- is. Stemmingin minnti helst á kauphöllina í New York. Og þarna hittum við mömmu, sem bar auðvitað dóttur sína á milli borða til að sýna hana kollegunum. Þá vildi svo til að á einu borðinu lá eintak af „Sextíu kílóum af sólskini“ á íslensku. Litla daman kom auga á stykkið og hrópaði þegar upp yfir sig „Pabba! Pabba!“ Og linnti ekki látum fyrr en hún hafði fengið eintakið í hendur. Hún hóf kílóin 60 yfir höfuð sér og skimaði í kringum sig, uns hún kom auga á föður sinn, en þá hrópaði hún: „Eh! Eh!“ Vildi hún að ég læsa hana fyrir sig? Nei, hún vildi bara að ég fengi hana í hendur. Við hlógum öll og ég lagði bókina síðan á sinn stað, á borðið hjá agentinum sem hafði verið að funda um hana. En þá upphófst nýtt: „Eh! Eh!“ Sú stutta heimtaði að ég fengi gripinn í hendur. Þetta var bókin hans pabba og pabbi átti að vera með hana! Hjarta manns bráðnaði og heilinn undraðist. Hvernig vissi hún að ég hafði skrifað þessa bók? Gat þetta ekki líka verið ein af þeim bókum sem mamma hennar var að gefa út? En þá mundi ég að hún hafði heyrt mig og séð mig lesa upp úr henni. Og einmitt þegar ég stopp- aði einu sinni til að merkja við málsgrein með blýanti skipaði hún mér ströng að halda áfram: „Eh! Eh!“

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.