Börn og menning - 2019, Blaðsíða 14

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 14
Hvað langar þau að lesa? Ýmislegt um ungmennabækur Sigríður Kristjana Ingimarsdóttir Haustið 2017 hóf ég meist- aranám við Háskóla Íslands í hagnýtri ritstjórn og útgáfu eftir að hafa lokið B.A.-prófi í almennri bókmenntafræði sama ár. Lokaverkefnið mitt í meistaranáminu var innblásið af ófáum samtölum við ungt fólk um bókmenntir þar sem ég varð vör við fremur neikvætt hugarfar sumra gagnvart bók- menntum, „ég nenni ekkert að lesa“, „það er leiðinlegt að lesa“. Ég hugsaði með mér að kannski væri fátt sem vekti áhuga þessa unga fólks og velti fyrir mér hvað þau myndu vilja lesa. Þannig varð til rannsóknin „Hvað viltu lesa?“ og hér verður sagt frá hluta af niðurstöðum rannsóknarinnar um hvers konar bókmenntir höfða mest til ungmenna á menntaskólaaldri. Nálgun mín byggist á eigin reynslu af að hafa lesið flestallt á skólabókasafninu þegar ég var komin í 10. bekk. Ég var löngu hætt að nenna að lesa hinar hefð- bundnu unglingabækur og reyndi við ýmsar bók- menntagreinar áður en ég heillaðist af fantasíum og hrollvekjum. Þá varð ekki aftur snúið. Ég féll fyrir bókaflokki eftir bandaríska höfundinn Scott Westerfeld en mér til mikillar mæðu voru aðeins fyrstu tvær bækurnar í þessum fimm bóka flokki þýddar á íslensku og ég þurfti því að lesa næstu bækur á frum- málinu. Ég var ekkert sérstaklega góð í ensku á þessum tíma og það olli mér miklu hugarangri að geta ekki lesið það efni sem höfðaði til mín á íslensku. Þessar ástæð- ur, meðal annarra, lágu að baki áhuga mínum á útgáfu á efni á íslensku fyrir ungmenni. Ég hóf athuganir mínar með það viðhorf að ungmenni sæktu helst í þær bókmenntir sem ég hafði sjálf lesið á mennta- skólaárunum, svo sem Hringa- dróttinssögu og Stephen King. Ungmennabækur Ein helsta ástæða þess að ég lagðist í þetta verkefni var að mér þótti flokkur ungmennabókmennta á íslensku vera áberandi fátæklegur. Verkefnið mitt átti sömuleið- is að vera hagnýtt og er vonin sú að niðurstöður geti hvatt til frekari útgáfu á ungmennabókum, hvort heldur sem er frumsömdum eða þýddum. Í Bókatíð- indum Félags íslenskra bókaútgefenda eru barnabók- menntir einn stærsti útgáfuflokkurinn á íslensku. Því næst koma bækur fyrir fullorðna, þá unglingabækur og loks ungmennabækur. Fyrir jólin 2017 mátti einung- is finna eina opnu í Bókatíðindum sem tileinkuð var ungmennabókmenntum, alls 14 titlar. Þar eru bækur sem fjalla um krakka í grunnskóla og bók sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2017 en þeirri bók er lýst sem „alvöru unglingabók“ og því vandséð hvaða erindi hún á í flokk ungmennabóka. Bókmenntaáhugi ungmenna Ég fékk til mín tólf viðmælendur á aldrinum 16–20 ára sem höfðu sýnt verkefninu áhuga og komu til mín í um Fyrir jólin 2017 mátti einungis finna eina opnu í Bókatíðindum sem tileinkuð var ungmennabókmenntum, alls 14 titlar.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.