Börn og menning - 2019, Blaðsíða 16

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 16
Börn og menning16 heimsbókmenntum sem voru oft bækur sem móðir hennar hafði mælt með, t.d. Óbærilegur léttleiki tilver- unnar. Mörg lásu samt frekar á ensku en íslensku. Að- spurð um ástæður stóð ekki á svörum. Það efni sem til var á íslensku heillaði ekki og oft þóttu þýðingar ekki nógu góðar. Þátttakendur töluðu einnig um að það væri eiginlega bara auðveldara að horfa á t.d. Netflix. Ég spurði hvers vegna eitthvað þætti „auðveldara“ en annað. Einum þátttakanda þótti hún þurfa að vera í æfingu við að lesa, svipað og að vera í líkamlega góðu formi. Þátttakandinn sagðist finna það hjá sjálfri sér að það væri auðveldara að lesa ef hún gerði það reglulega en erfiðara að byrja eftir eitthvert hlé. Henni þótti „auðveldara“ að horfa á þátt því það reyndi ekki jafn mikið á einbeitinguna. Hvað skiptir máli? Það skiptir miklu máli að lesandi geti tengt við persón- ur á einhvern hátt, hvort heldur sem það er tengt áhugamálum, þrám, upplifunum, vandamálum eða því að vera á svipuðum slóðum í þroska. Maria Niko- lajeva, sérfræðingur í barnabókmenntum, skrifar að séu persónur frábrugðnar raunverulegu fólki sé fátt sem hægt sé að læra af þeim. Aftur á móti ef persónur líkist raunverulegu fólki geti lesendur öðlast dýrmætan skilning á hugsunum annarra og þannig þjálfast í fé- lagsfærni¹. Þó svo að Nikolajeva hafi barnabókmenntir í huga gildir það sama um ungmennabókmenntir. Það er ekki bara mikilvægt fyrir félagsþroska að geta sett sig í spor annarra heldur getur það aukið sjálfsþekkingu, skilning á hegðun manna og fólk áttar sig betur á sam- félaginu og uppbyggingu þess. Einn viðmælandi minn í rannsókninni, „Anna“, 18 ára, staðfestir þessi orð Nikolajeva enn frekar, því á sama hátt og það er ómögu- legt að tengja við líf óraun- verulegra persóna er einnig erfitt að tengja við einhvern sem er ólíkur manni sjálf- um. „Anna“ var nefnilega ekkert sérstaklega spennt að lesa Arnald Indriðason og þegar hún var innt eftir ástæðum þess var þetta svarið: „Vegna þess að þetta er langoftast um einhverja karla. Og ég tengi mjög lítið við miðaldra karla sem eru í löggunni í Reykjavík.“ Aðrir viðmælendur töluðu um hvað þeir teldu að gæti höfðað til jafnaldra þeirra. Þar á meðal „Danni“, 17 ára: „Það er ekkert nákvæmlega sem ég get sagt „já þetta er það sem ég vil sjá“. En ég held klárlega að krakkar sem ég umgengst vilji klárlega bara svona venjulegar sögur eins og t.d. SKAM er búið að vera mjög vin- sælt, þar er farið inn í hversdagsleikann og svoleiðis, og ég held að slíkar bækur gætu orðið vinsælar.“ SKAM-þættirnir fjalla í stuttu máli um ungt fólk sem glímir við svipuð vandamál og ungmenni í raun- veruleikanum: samskipti kynjanna, sjálfsmynd, kyn- ferði, sálræna erfiðleika, trú og menningu. Með því að lesa um eða horfa á persónur sem líkjast fólki í raun- veruleikanum getur ungt fólk sett sig í spor annarra og fundið tengingu við sameiginlegan þroska, jafnvel erfiðleika, og fundið fyrir einhverri tengingu sem styrk- ir félagslegan þroska. Því er mikilvægt fyrir höfunda, útgefendur og ritstjóra að velta fyrir sér hvers vegna við lesum, hvers vegna við horfum á uppdiktaðar persónur verða ástfangnar, lenda í ævintýrum, þroskast og lifa. Vegna þess að við erum sífellt að leitast ýmist við að læra eitthvað um okkur sjálf eða að forvitnast um líf annarra til að gera okkur í hugar- lund hvað framtíð okkar ber í skauti sér. Þess vegna er svona mikilvægt að láta ung- menni ekki sitja á hakanum þegar kemur að bókaútgáfu. Það er samt ekki nóg að innihaldið höfði til lesenda heldur þarf umgjörðin einnig að vera aðlaðandi fyrir viðtökuhópinn. Til að mynda þótti viðmælendum mínum fráhrindandi til- Því er mikilvægt fyrir höfunda, útgefendur og ritstjóra að velta fyrir sér hvers vegna við lesum, hvers vegna við horfum á uppdiktaðar persónur verða ástfangnar, lenda í ævintýrum, þroskast og lifa.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.