Börn og menning - 2019, Blaðsíða 20

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 20
Börn og menning20 Villa, hefur gefið út fimm Vísindabækur Villa og þar af fjallar ein sérstaklega um himingeiminn og geimvís- indi. Í þeirri bók fær hann til liðs við sig Sævar Helga Bragason, Stjörnu-Sævar. Af öðrum bókum fyrir börn má nefna Skutlubók Villa (2015) og Ráðgátubók Villa (2016). Það má því með sanni segja að Vísinda-Villi hafi fest sig í sessi sem afkastamikill rithöfundur sem skrifar fyrir hina fróðleiksfúsu og forvitnu ungu kyn- slóð (og reyndar þá eldri líka því fullorðið fólk getur líka lært talsvert af bókunum hans). Á sex árum hef- ur Vísinda-Villi skrifað sjö bækur fyrir ungt fólk um allt milli himins og jarðar í bókstaflegum skilningi. Og hann er líklega, og vonandi, hvergi nærri hættur. Í fyrstu vísindabókinni (2013) eru efnistökin marg- vísleg og bókin er byggð þannig upp að á eftir hverju umfjöllunarefni fylgir tilraun. Umfjöllunarefnið og til- raunin fylgjast ekkert endilega að en hafa þó margar skírskotanir við efnið. Sumar tilraunirnar eru einfaldari en aðrar en alltaf er útskýrt hvaða kraftar eru að verki í hvert sinn. FLJÓTANDI EGG Ef ég setti egg í vatnsglasið hennar mömmu gerðist tvennt: Hún yrði alveg brjáluð og eggið myndi sökkva. En hvað gerist ef ég bæti salti í vatnið? Svo kemur mynd af einu eggi, vatni í stóru glasi og salt- bauk. Svona: Svona eru allar tilraunirnar. Hver sem er getur gert þær og í þær eru notaðir aðgengilegir hlutir sem finnast á hverju heimili eða er auðvelt að verða sér út um: Kart- öflur, súkkulaði, sykurpúðar, egg, spaghettí, appelsína, sykur ... þetta er farið að hljóma eins og matreiðslubók en allt eru þetta viðföng ungu vísindamannanna í fyrstu bókinni hans Villa. Og inn á milli eru oft brandarar sem fá þá til að hlæja: „ALLS EKKI DREKKA ÞETTA VATN, ÞÚ MYNDIR GUBBA ÚT UM ALLT!“ Umfjöllunarefnin eru fjölbreytt eins og áður seg- ir því að í bókinni er fjallað um risaeðlur, tímaflakk, halastjörnur, atóm, blóðið, ljós og rafmagn, hljóð og flekakenninguna. Sem sagt – allt milli himins og jarðar og líka himingeiminn og það sem er ekki til nema í huga okkar (eins og tímaflakkið). Vísindabók Villa 2 (2014) er eins sett upp þótt efn- istökin séu aðeins skarpari og ekki jafn mikið út um víðan völl en þó er víða komið við. Líffræði, efnafræði, eðlisfræði og veðurfræði eru fyrirferðarmikil í bókinni og í henni er m.a. útskýrt á góðan og aðgengilegan hátt í hverju vísindaleg nálgun felst sem mér þykir til fyr- irmyndar enda er markhópurinn allt frá sex upp í 13 ára og rúmlega það. Eins og í fyrri bókinni er auðvelt að gera flestar tilraunirnar þótt sumar þeirra séu örlítið fyrirhafnarmeiri en tilraunirnar í fyrri bókinni. Mér finnst önnur bókin fylgja þeirri fyrri vel eftir og það er ekki verra að hún gerir meiri kröfur til lesandans þótt markhópur bókanna sé sá sami. Vísinda-Villi og Stjörnu-Sævar Í þriðju bókinni, Vísindabók Villa – Geimurinn og geim- ferðir (2015), er höfuðviðfangsefnið himingeimurinn og ferðalög manna út í hið myrka tóm sem stjörnurnar prýða, eins og titillinn ber með sér. Eins og í hinum bókunum eru viðfangsefnin hér afmörkuð og síðan kemur tilraun strax á eftir. Og eins og áður er þess gætt að flestar tilraunirnar séu framkvæmanlegar á flestum heimilum með því sem þar er að finna. Eðli málsins samkvæmt kunna málin að flækjast þar sem stundum þarf að nota sjónauka, vasaljós eða tvö stækkunargler, geisladiska eða annað sem þyrfti að gera sér ferð til að sækja. Mjög áhugasamir vísindamenn kunna þó að bjarga sér og þessir munir ættu ekki að reynast stór- vægileg hindrun. Í öllum bókunum þremur er talað beint við lesandann og höfundurinn/höfundarnir eru til staðar í bland við lýsandi og hlutlausan staðreyndatexta á köflum. Þetta

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.