Börn og menning - 2019, Qupperneq 23

Börn og menning - 2019, Qupperneq 23
23 „ætlað að láta húsbóndann líta dálítið stórkarlalega út“. (bls. 13) Stóri munurinn á For dummies- og For beginners- bókunum og Sjúklega súrri sögu er þó markhópurinn. Þær fyrrnefndu miða allar að fullorðnum en hin síðar- nefnda er augljóslega skrifuð sem unglingabók. Yfirlýst markmið hennar er til dæmis að vera mótvægi við þá bjargföstu trú fullorðna fólksins að allt hafi verið betra í gamla daga. Þannig er bent á, bæði í upphafi bókarinn- ar og undir lokin, að eftir lesturinn geti unglingarnir nú aldeilis svarað fyrir sig þegar þeir mæti fullyrðingum í þá veruna og bent viðmælandanum á að flest hafi verið verra – mun verra – hér áður fyrr. Í leit að plani unglinganna Texti Sjúklega súrrar sögu ber þess líka augljós merki að markmiðið sé að vera á plani unglinganna. Oft tekst þetta býsna vel, líkt og þegar aðdraganda landnáms Ís- lands er lýst með þessum orðum: „Ef internetið hefði verið til árið 874 byggjum við líklega öll á Kanaríeyjum. Enginn með aðgang að www.vedur.is flyst sjálfviljugur til Íslands. En þrátt fyrir viðvörunina sem felst í nafninu – ÍS-land … halló! – fylltu [Ingólfur Arnarson og Hjör- leifur Hróðmarsson] hvor sitt skipið af farangri, fólki, búfénaði og þrælum og sigldu af stað.“ (bls. 12) Í einstaka tilvikum virðist höfundur hins vegar hafa farið hæðavillt í leit sinni að plani unglinganna og stíllinn verður dálítið yfirspenntur. Sem dæmi má nefna inngang bókarinnar þar sem segir meðal annars: „Hverjum er ekki sama um einhverja súra karla sem gerðu súra hluti árið sautján hundruð og súrkál, lykt- uðu eins og súrsaðir hrútspungar því þeir fóru svo sjaldan í bað og klæddust fötum sem litu út eins og myglaðir kartöflusekkir?“ (bls. 8) Sama gildir um upp- hrópanirnar sem segja má að myndi nokkurs konar efn- isyfirlit hvers kafla: „Lúðalegt landnám“, „Kvabbandi kóngar“, „Handónýt handrit“, „Fúlar fiskveiðar“ og svo framvegis. Ég geri mér grein fyrir því að ofstuðlunin og Séð og heyrt-stemningin er meðvitað stílbragð sem væntanlega er ætlað að gefa frásögninni hressilegan blæ og undirstrika létt-írónískt viðhorf höfunda til Íslands- sögunnar. Ég er bara ekki viss um að það takist nógu vel. Þó að sjálfsagt megi finna einhverja unglinga sem finnst Íslandssagan bæði fúl og lúðaleg þykir mér líklegt að þeir átti sig flestir á að fullorðið fólk sem tekur sig til og skrifar bók um Íslandssögu sé alls ekki á sama máli – jafnvel þótt það láti skína í annað. Ég óttast að slíkt sé líklegra til að fæla lesendur frá en laða þá að. Að því sögðu er rétt að taka það skýrt fram að langoft- ast er stíllinn einfaldari og afslappaðri en þau dæmi sem hér hafa verið nefnd gefa til kynna og textinn bæði lipur og læsilegur. Þegar allt var miklu, miklu verra

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.