Börn og menning - 2019, Blaðsíða 26

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 26
Leikhús Þín eigin upplifun – eða hvað? Hildur Ýr Ísberg Þitt eigið leikrit Höfundur: Ævar Þór Benediktsson Leikstjóri: Stefán Hallur Stefánsson Kúlan, Þjóðleikhúsinu Bækur Ævars Þórs Benediktssonar hafa notið mikilla vinsælda undanfar- in ár, en þær heita Þín eigin þjóðsaga, Þín eigin goðsaga, Þín eigin hrollvekja, Þitt eigið ævintýri og Þitt eigið tíma- ferðalag. Bækurnar taka eitthvert þema, eins og titlarnir gefa til kynna, lesandinn er settur t.d. inn í þjóðsagnaheiminn, og það- an þarf hann að rata rétta leið að endi sögunnar. Sagan getur endað vel eða illa, lesandinn velur úr nokkrum kostum sem í boði eru. Nýlega tók Þjóðleikhúsið í sýningu Þitt eigið leik- rit – Goðsaga eftir Ævar Þór sem byggt er á sama efni og bókin Þín eigin goðsaga, eða heimi norrænu goða- fræðinnar. Loki og Einar hönd tóku á móti áhorfendum og kenndu þeim á útbúnaðinn, en hver áhorfandi fékk takkaborð með fjórum tökkum. Á hverjum takka var tákn. Þegar áhorfendur þurftu að taka ákvarðanir var þessum táknum varpað upp á skjá á sviðinu til þess að hægt væri að velja réttan kost. Áhorfendur fengu nokkr- ar sekúndur til umhugsunar. Rammi frásagnarinnar var spurningaþátturinn Lokasvar. Loki stýrði þættinum og kynnt voru til leiks þrjú Miðgarðsbörn, Urður, Snorri og Edda. Fyrst þurftu áhorfendur að velja sér persónu og persónunni fylgdi ákveðið ævintýri. Persónan Urður var valin í þessari sýningu. Áhorf- endur völdu svo vopn fyrir Urði (gúmmíkjúkling), og föt á hana. Þar næst setti Loki upp „fjórða vegginn“ (þessi tilvísun fór að nokkra leyti fyrir ofan garð og neðan hjá yngri áhorfendum). Urður fór í leiðangur með Loka og hann plataði hana til að passa börnin sín þrjú, Miðgarðsorm, Fenrisúlf og Hel, fyrir sig og Angur- boðu tröllskessu en þau stungu svo af til útlanda. Börnin þrjú eru vitaskuld skrímsli og Urður var dauðhrædd til að byrja með en henni óx kjarkur eftir því sem á sýninguna leið og vann hug og hjörtu barna jafnt sem áhorfenda. Hún bjargaði skrímslabörnunum frá Óðni og Þór sem komu til að losna við þessa ógn við heim Ásanna, með því að leika þýskan ferðamann sem ekkert skildi og fela börnin á meðan. Sýningin endaði vel, Urður ættleiddi börnin þrjú þar sem ekkert bólaði á svikulum, tröllvöxnum for- eldrum þeirra og flutti með þau í blokkaríbúð í Reykja- vík. Að lokum kom Urður aftur í „þáttinn“, skammaði Loka duglega og sýndi svipmyndir frá lífi sínu með börnunum. Þú eða þið? Sýningin er, eins og bækurnar, sögð í annarri persónu, þannig að áherslan er að nokkru leyti á áhorfendum, eins og áherslan er á lesanda bókanna. Þetta er óvenju- legur frásagnarmáti bæði í bókmenntum og í leikhúsi

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.