Börn og menning - 2019, Blaðsíða 15

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 15
15Hvað langar þau að lesa? hálftíma löng viðtöl. Settar voru fram nokkrar staðlaðar spurningar, m.a. um hvort þau læsu sér til afþreyingar og ef svo væri hvað vekti áhuga þeirra. Einnig var spurt um hvað þau héldu að höfðaði til jafnaldra þeirra, hvernig bækur fyrir ungmenni ættu að vera og fleira. Framvinda viðtalanna fór eftir svörum þátttakenda til að fá sem fjölbreyttastar upplýsingar og til að reyna að komast að því hvað skipti þau mestu máli í sambandi við bókmenntir. Hugmyndir mínar um hvers konar efni höfðaði til aldurshópsins reyndust ekki á rökum reistar. Ekki skipti mestu máli hvort efnið flokkaðist sem fantasíur eða vís- indaskáldskapur heldur skipti öllu máli að efnið fjallaði um fólk á þeirra eigin aldri. Eitthvað sem líkist vinsælu sjónvarpsefni. Eitthvað sem tengist dægurmenningu. Efnið má vera spennandi en það þarf ekki morðgátu, illa innrættan andstæðing eða fantasískar furðuverur til að vera spennandi. Ungmennin sem tóku þátt í rannsókninni hafa flest áhuga á bókmenntum og lestri en mörg lásu minna en þau langaði til. Einn þátttakandi viðurkenndi fúslega að hann héldi að hann hefði hreinlega aldrei klárað að lesa heila bók á ævinni. Annar ætlaði að lesa seinna, þegar hann hefði tíma, þegar hann væri búinn með mennta- skólann. Mörg töluðu um að það gæfist ekki nægur tími til að setjast niður í rólegheitum og lesa góða bók, ýmist vegna anna tengdum skóla og áhugamálum eða atvinnu. S: Og lest þú bækur þér til afþreyingar? V: „Mjög sjaldan.“ S: Mjög sjaldan … hvers vegna? V: „Uhm ... þegar ég var lítill þá las ég rosa mikið. Svo einhvern veginn rétt þegar ég var að byrja í svona 8. eða 9. bekk þá einhvern veginn fannst mér ég svo mikið vera á milli bókaflokka, á milli þess að vera að lesa barnabækur, unglingabækur – ég var búinn með flestallt í þeim pakka – en þorði samt ekki að stíga skrefið upp í fullorðinsbækur og eftir það hef ég aldrei komið mér almennilega inn í það aftur.“ Aðspurð um hvernig bækur þau læsu stóð ekki á svör- um: Oft eitthvað sem lagt er fyrir til heimanáms, eða er talið til heimsbókmennta. „Mamma sagði mér að lesa þessa bók.“ Eitthvað sem vinir þeirra voru að lesa. Sum lásu eitthvað sem tengdist áhugamálum þeirra en lang- flest sögðust lesa eitthvað sem vekti áhuga þeirra, sem gat verið hvað sem var. Flest lásu fyrst kynningartexta á bakhlið kápu til að meta hvort bók væri áhugaverð, flettu svo fyrstu blaðsíðunum og mátu af því hvort bók- in væri verðug til lestrar eður ei. Fæst nenntu að halda lestrinum áfram ef bókin greip þau ekki fljótlega. Sum lásu fantasíur, ein ung kona hafði kolfallið fyr- ir sænskum spennusögum, einn las aðallega leikrita- handrit en hans áhugasvið var leiklist. Annar var mjög hrifinn af ævisögum, ein las mikið af svokölluðum

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.