Morgunblaðið - 16.10.1990, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILD
1990
ÞRIDJUDAGUR 16. OKTOBER
BLAD
Douglas
Shouse til
liðsviðÍR
Bandaríkjamaðurinn Douglas Shouse kom til
landsins í gærmorgun og mætti á fyrstu æf-
ingu sína hjá úrvalsdeildarliði ÍR í gærkvöldi, en
hann mun leika með liðinu í vetur. IR-ingar hafa
tapað tveimur fyrstu leikjunum, en gera sér auknar
vonir með Shouse í liðinu.
Shouse, sem er 28 ára og 185 sm á hæð, hefur
leikið í Suður-Ameríku undanfarin ár. Hann fór frá
Brasilíu að loknu keppnistímabilinu fyrir fjórum
mánuðum og reyndi fyrir sér í Austurríki, en annar
maður var valinn í hans stað og því hélt hann fyrir
skömmu til Bandaríkjanna á ný.
Að sögn Björns Leóssonar hjá körfuknattleiks-
deild ÍR er Shouse bakvörður með gífurlegan stökk-
kraft, „en hann getur spilað allar stöður og okkur
er sagt að hann sé mikill troðari.“ Tveir bræður
hans hafa leikið með íslenskum liðum; Danny með
Njarðvík og Ármanni og Darrell með Fram.
ÍR-ingar voru síðastir úrvalsdeildarliða til að fá
' erlendan leikmann í sínar raðir. Næsti leikur í deild-
inni er á dagskrá á fimmtudaginn; liðið fær þá
nýliða Snæfells í heimsókn í íþróttahús Seljaskóla.
■ Einn leikur verður í úrvalsdeildinni í kvöld:
UMFG og Valur mætast í Grindavík kl. 20.
■■■ w m w
Fjonr i
framboði
til vara-
forseta?
ÍÞRÓTTAÞING verður haldið í
Kópavogi um næstu helgi. Svo
gæti farið að fjórir yrðu í kjöri
til varaforseta íþróttasam-
bandsins; Hannes Þ. Sigurðs-
son núverandi varaforseti, Ell-
ert B. Schram, Guðmundur Kr.
Jónsson og Júlíus Hafstein.
Tveir þeir síðastöldu hafa þeg-
ar ákveðið að bjóða sig fram.
Hannes vildi í gær ekki segja
til um hvort hann gæfi kost á
sér til endurkjörs. „Ég hef ekki
gefið neinar yfirlýsingar þar að lút-
andi og geri það ekki nú. Það er
ekki tímabært ennþá," sagði hann
við Morgunblaðið. Það mun því
ekki koma í ljós fyrr en á þinginu
hvað Hannes gerir.
Guðmundur Kr. Jónsson, bæjar-
fulltrúi á Selfossi og framkvæmda-
stjórnarmaður ÍSÍ, er hins vegar
ákveðinn í að bjóða sig fram, sem
fyrr segir. „Aðalástæðan er sú að
skorað var á mig af mínum félög-
um, sem vilja að ég bjóði mig fram
í meiri ábyrgðarstöðu. Ég skorast
ekki undan því,“ sagði Guðmundur
við Morgunblaðið í gær, en hann
var kjörinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ
á síðasta íþróttaþingi, á Egilsstöð-
um fyrir tveimur árum. Fyrir helgi
barst honum skrifleg áskorun frá
stjóm HSK um að gefa kost á sér
í embætti varaforseta ÍSÍ.
Þá er öruggt að Júlíus Hafstein,
borgarfulltrúi og formaður íþrótta-
og tómstundaráðs, og fyrrverandi
formaður íþróttabandalags
Reykjavíkur og Handknattleiks-
sambandsins, verður í kjöri. „Ég
mun gefa kost á mér,“ sagði Júlíus
í gærkvöldi. „Til mín hafa leitað
forystumenn úr íþróttafélögum og
sérsamböndum íþróttahreyfingar-
innar, ásamt ýmsum einstaklingum
innan hreyfíngarinnar, og hvatt mig
eindregið til að gefa kost á mér til
þessara starfa. Ég hef ákveðið að
verða við þeirri áskorun," sagði
hann.
Ellert B. Schram, ritstjóri, fýrr-
um formaður Knattspyrnusam-
bandsins og núverandi heiðursform-
aður þess, og stjómarmaður í knatt-
spymusambandi Evrópu, staðfesti
að hann hefði verið beðinn að gefa
kost á sér, en sagði ákvörðun sína
ekki liggja fyrir. „Það er mikill
þrýstingur á mig um að gefa kost
á mér. Ég er að athuga minn
gang,“ sagði Ellert í gær.
Landslið íslands varð í öðru
sæti í sveitakeppninni
Morgunblaöiö/Sverrir
Haukar sigruðu IMjarðvíkinga, í Hafnarfirði í gærkvöldi, 76:74, í úrvalsdeildinni í körfuknat-
leik. Þrír aðrir leikir fóru fram um helgina; ÍBK lagði Þór á Akureyri, KR vann Snæfell í Laugar-
dalshöll og Tindastóll sigraði lið Grindavíkur, í fyrsta skipti, á Sauðárkrókri. Á myndinni beijast
Hreiðar Hreiðarsson, Njarðvíkingur, og Haukamaðurinn Sveinn Steinsson, um knöttinn í gærkvöidi.
■ Leikir helgarinnar / B7
Islendingar unnu Skota örugglega, 3:1, í sveita-
keppninni. Ólafur Hreinsson vann andstæðing
sinn, 6:0 og Gunnar Ingi Halldórsson vann 6:1 og
Siguijón Gunnsteinsson gerði jafntefli. íslendingam-
ir byijuðu illa á móti Norður-Imm. Konráð Stefáns-
son og Ómar Ivarsson töpuðu báðir glímum sínum,
0:6. Grétar Halidórsson sigraði andstæðing sinn
6:4. Halldór Svavarsson tapaði fjórðu glímunni, 2:6,
þar sem hann snerti andstæðing sinn of mikið og
staðan því orðin 3:1 fyrir N-íra og sigurinn í höfn.
Gunnar Ingi Halldórsson vann síðan fimmtu glímuna
ömgglega, 6:1. Norður-írar unnu síðan Skota, 4:1,
og stóðu uppi sem sigurvegarar. ísland hafnaði í
örðu og Skotland í þriðja.
Gunnar Ingi Halldórsson sigraði í opna flokknum,
vann alla andstæðinga sína og tapaði reyndar ekki
neinni glímu í keppninni. Árangur Gunnars er mjög
góður. Hann vann fyrst Jeffrey Hillis frá N-írlandi,
6:4, þá Edward Trainor frá Skotlandi, 6:3 og síðan
Jim Green, N-írlandi, í úrslitum, 5:3. Jim Green
varð í þriðja sæti og Edward Trainor í þriðja.
ÍSLENDINGAR höfn-
uðu í öðru sæti i
landskeppni íkarate
sem fram fór hér á
landi um helgina með
þátttöku íslands, N-
Irlands og Skotlands.
Þetta var í f immta
skipti sem þessi
keppni er haldin og
náðu íslendingar nú
besta árangri sínum.
Gunnar Ingi Halldórs-
son sigraði í opnum
flokki og verður það
að teljast góður ár-
angur.
GunnarIngi
KARATE / LANDSKEPPNI
Gunnar Ingi
sigraði í
opnum flokki
KORFUKNATTLEIKUR
KNATTSPYRNA: AGUST MAR JONSSON HÆTTUR VEGNA MEIÐSLA / B8