Sunnanfari - 01.11.1912, Blaðsíða 1

Sunnanfari - 01.11.1912, Blaðsíða 1
SUNNANFARI XI, 11. REYKJAVÍK * NÓVEMBERMÁN. 1912 Alfred Blanche ræðismaður. Franska þjóðin hefur ekki ætlað að gera það endaslept við okkur; hún hefur komið hjer unp fjölmörgum spítölum undir stjórn íslenskra lækna, hún sendir hingað upp til lands 2 spítalaskip á ári liverju, sem ekki síður gera sjer far um að hlynna að íslensk- um sjómönnum enn frakkneskum, og loks liefur hún sýnt, að hún er ein af þeim þjóðum í Evrópu, sem ekki álítur okkur skynlausa skrælingja, með því að verða fyrst allra til að senda híngað innborinn Frakka til að gæta hagsmuna sinna hjer. Og ekki leið á löngu áður en aðrar þjóðir tóku upp 'sama sið, því Norðmenn sendu skömmu síðar ræðis- mann liíngað. Það er ekki úr vegi að benda á það hjer, að það kynni að geta haft töluverða þýðingu fyrir viðskipti vor við aðrar þjóðir, að trúnaðarmenn þeirra af þjóðerni þeirra sjálfra setjast hjer að og kynnast við- skiptalífi voru. Sunnanfari flytur nú mynd af hr. Alfred Blanche núverandi ræðismanni Frakka hjer á landi. Hr. Alfred Blanche er fæddur i Havre 1874 og er af gömlum nor- mandiskum ættum og hafa forfeður lians getið sjer góðan lofstír í læknis- og lögfræðis- embæltum. Hann hefur slundað bókmentir og lög og er Licentiatus lilterarum et juris (Licentialus í bók- mentum og lögum). 4'uttugu og fimm ára gamall gekk hann í þjónustu utanríkis- ráðuneytisins franska. Eptir eitt ár varð liann aðstoðarmaður, fyrst konsulatsins í London, síðan í Sarajevo í Bosníu og loks í Glasgow. 1908 var hann skipaður vara- konsullvið sendisveit- ina í Kaupmannahöfn, og þaðan var hann sendur hingað i Marls 1911, og er hjer kon- súll. Hr. Blanche hefur á ýmsar lundir sýnt að hann liefur hlýjan hug til vor; t. d. mætti geta þess, að hann muni hafa átt nokk- urn þátt í því, að franska stjórnin hefur sent háskóla vorum kennara þann í frakk- neskri tungu og bókmentum, sem nú starfar þar, og segir það sig sjálft, hvað vel það lief- ur komið sjer fyrir jafn lítinn háskóla og vorn og fyrir alla þá hjerlenda menn, er löng- un hafa til að nema þau fræði. Sömuleiðis Alfred Blanclic, ræöismaöur.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað: 11. tölublað (01.11.1912)
https://timarit.is/issue/160656

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11. tölublað (01.11.1912)

Aðgerðir: