Alþýðublaðið - 30.01.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.01.1964, Blaðsíða 1
Inpfimar Jónsson er fréttaritari Alþýðublaffsins á Vetraroiympíuleikunum í Innsibruck. í dag birtist grein frá honum á íþróttasíðunni, og nýjustu fréttir af mótinu mun næstu daga að finna á baksíðunni. BAKSIÐAN ECÆflIlíP 45. árg. — Fimmtudagur 30. janúar 1964 — 24. tbl. Myndin er frá Innsbruck, en þar eru nú staddir allir frægustu keppendur heims í vetraríþróttum. Mótið var sett með viðhöfn klukkan 9 í gær ef ir ísl. tíma og keppni hófst fljótlega á eft- ir og mun standa yfir í 11 daga. — Sjá nýjustu fréttir á baksiðunni. BiLSTJÓR- AR SÚMDU Akstur á sérleyfisleiðum hófst í morgun Reykjavik, 29. jan. — IIP. Á FUNDI með sáttasemjara, sem lauk kl. 11 í kvöld, náðist samkomu lag í kjaradeilu sérleyfishafa og bíistjóra á sérleyfisleiðum. Hefur verkfalli bílstjóranna því verið af- lýst, og munu þeir hefja aftur vinnu með eðlilegum hætti í fyrra- málið. Verkfall þetta hefur staðið tæp- | an hálfan mánuð eða frá og með 17. þ. m. Aðalatriði hinna nýju samninga eru þau, að kaup bíl- stjóranna hækkar nú þegar um 15%, en þar að auki skal greitt 5% aukaálag á kaup þeirra bíl- stjóra, sem starfað hafa við akstur 3 ár eða lengur. Álag á nætur- og helgidagavinnu verður 100%. Sam komulag varð um að leggja önnur ágreiningsatriði fyrir gerðardóm, og skal hann hafa kveðið upp úr- skurð sinn í síðasta lagi 1. marz næstk. Kjarasamningur þessi gild- ir frá 1. jan. sl. til 15. des. nk. Þyngsta og stærsta eldflaug heimsins Kennedy-höfða, 29. jan. Ntb-Rt. Hinum nýja risastóra gervi- hnetti Saturn var í dag skotið á braut umhverfis jörðu í s'ærstu og kröftugustu eldflaug, sem smíð uð hefur verið til þessa. ins. Stærstu spútnikar Rússa, nr. sjö og átta, vógu nær 14.3 lestir. Saturn 1. vegur um 19 letir. RÚSSAR SKJÖTA NIDUR BANDARISKA FLUGVÉL Washington og Moskvu, 29. janúar. (NTB-Reuter). Sovézka stjórnin bar fram liarðorð mótmæli í dag vegna þess, að bandarísk flugvél hefði flogið yfir austur-þýzkt land í gær og óhlýðnazt skipunum frá sovézkri orrustuflugvél um að lenda. Orrustuflugmennirnir liefðu því gripið til öryggisráðstaf- ana, sem leitt hefðu til þess, að flugvélin hrapaði til jarðar. Þrír flugliðsforingjar, sem í vélinni voru, fundust dauðir í flakinu. Austur-þýzka stjórnin hefur einnig sent mótmælaorð- sendingu vegna atburðarins. í sovézku orðsendingunni var ekki sagt ótvírætt, að bandaríska flugvélin, sem var óvopnuð, hefði verið skotin niður. En formæl- andi bandaríska sendiráðsins í Moskva sagði, að ekki væri hægt að skilja annað af orðsending- unni en flugvélin hefði verið skotin niður. Seinna bar Bandaríkjastjórn fram harðorð mótmæli við Sovét- ríkin vegna atburðarins. Formæl- andi utanríkisráðuneytisins í Washington sagði, að flugvélin hefði verið skotin niður þótt í sovézku orðsendingunni segði að- eins, að henni hefði verið komið til jarðar. Flugvélin var á æfinga- flugi yfir Vestur-Þýzkalandi og hefur greinilega villzt. Hér var um enga ógnun við Sovétríkin að ræða, sagði talsmaðurinn. Yfirmaður Bandaríkjahers í Evrópu hefur krafið yfirhershöfð- ingja Rússa í Austgr-Þýzkalandi skýringa á þessum alvarlega at- burði. Þrír bandarískir flugliðsforingj- ar voru í flugvélinni, sem var ' Framh. á i. siðu Saturn-eldflaugin er 19 lestir á þyngd og er fyrirrennari eldflaug- ar þeirrar, sem á að flytja fyrsta Bandaríkjamanninn til tunglsins eftir nokkur ár. Eldf.augin hófst mjög hægt á loft í fyrstu frá skotpallinum, en jók fljótlega hraðann og hvarf von bráðar í skýjunum yfir Kenn- edy-höfða. Geimskotinu var sjónvarpað um öll Bandaríkin. Gervihnötturinn er búinn fullkomnustu ljósmynd- atækjum og er fylltur sandi. Hann hefur enga vísindalega þýð- ingu. Tilgangurinn með geimskot- inu er fyrst og fremst sá, að reyna sjálfa eldflaugina. búinn sendnækum þannið að hægt búinn enditækjum þannig að hægt verður að fylgjast með ferð hans umhverfis jörðu. Með þessu veiheppnaða geim- skoti hafa Bandaríkjamenn náð for skoti í samkeppninni við Rússa, bæði hvað snertir þyngd og stærð eldflaugarinnar og gervihnattar- Wade vann Ingvar Reykjavík, 30. jan. — HP. ELLEFTA umferð Reykjavíkur- skákmótsins var tefld í Lídó í gær kvöldi. Leikar fóru þannig: Wade vann Ingvar, Magnús Sólmundar- son vann Traus a, Tal vann Nonu, Arinbjörn vann Freystein og Glig oric Inga R. Jafntefli varð hjá Friðrik Ólafssyni og Guðmundi Pálmasyni, en skák Jóns Kristins- j sonar og Johannessen fór í bið. I Tal er nú efstur með 10*/2 vinn ing, en þess má geta, að þeíta er annað kvöldið í röð, sem Wade vinnur ísléndinga. Á meistaramóti Reykjavíkur í gærkveldi var sett eitt íslandsmet, Guðmundur Gíslason synti 100 m. flugsund á 1.04,4 mín., það er 2/10 úr sek. beira en gamla met- ið, sem hann átti sjálfur. Ekkj er þó víst að^metið verði staðfest, þar sem ræst var með flautu. Or- sökin var sú, að ekki voru til skot í byssu Sundhallarinnar í bænum. Ég he'ti Kristján Valur Guðmundsson og hann pabbi minn keyrir rútuna“ sagði þessi litli snáði, þegar blaða- maður og ljósmyndari Al- þýðublaðsins hi tu hann á Þoríákshöfn síðastlið'inn mánudag. Grein og myssdir um Þorláksliöfu birtast » opnunni í dag. SJÁ OPNU MtmtmwmwwMUHMtww

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.