NT - 26.06.1984, Blaðsíða 1
Albert um hundadóminn:
„Fíl má halda
í fjölbýlishúsi
en ekki hund“
■ „Mér fínnst þetta al-
veg fráleitt,“ sagdi Albert
Guðmundsson fjármála-
ráðherra NT í gærkvold
um dóm Sakadóms
Reykjavíkur. Albert var í
gær dæmdur til að greiða
6.500 krónur sekt eða sæta
átta daga varðhaldi ella.
Aðspurður hvort hann
ætli áð greiða sektina eða
sitja af sér í varðhaldi
sagði Albert að liann hefði
fjórar vikur til að ákveða
það og hann vildi ekki
gefa neinar yfirlýsingar að
svo stöddu.
Albert sagði að honum
fyndist fáránlegt að dæma
menn fyrir að halda dýr
sem gerði engum neitt og
engan angraði. Hann
sagði að eina húsdýrið sem
bannað er að hafa í
Reykjavík cr hundurinn.
„Það má halda fíl í fjölbýl-
ishúsi en ekki hund.“
Kynferðisafbrot á Patreksfirði:
Tveir játa að
hafa leitað á
3 unga drengi
að ræða rúmlega þrítugan
mann, sem hefur viður-
kennt að hafa leitað á tvo
drengi. Það var sýslu-
mannsembættið í Barða-
strandarsýslu, sem annað-
ist rannsókn málanna.
Kærurnar bárust frá for-
eldrum drengjanna.
Þórður Björnsson ríkis-
saksóknari sagði í samtali
við NT í gærkvöldi, að
mál þessi væru nýkomin
til embættis hans og af-
staða yrði tekin til þeirra
fljótlega.
■ Ríkissaksóknari hefur
fengið til meðferðar mál
tveggja kynferðisafbrota-
manna á Patreksfirði, sem
hafa játað að hafa leitað á
3 unga drengi á aldrinum
5-9 ára.
Mál mannanna tveggja
eru alls óskyld. Annars
vegar er um að ræða pilt
um tvítugt, sem fyrir
nokkrum vikum tældi ung-
an dreng til lags við sig í
húsi, sem er í byggingu á
Patreksfirði. Hitt málið er
nokkuð eldra og er þar um
Sm liðir veikjast af eiti r-
unl - Vinnu< í nýja útvarpshúsinu! iftirlitið með málið í athugun
■ Tveir smiðir veiktust af cýaníðeitrun, eftir að hafa unnið um
ríflcga mánaðarskeið við að saga sundur einingar frá Berki hf. við
byggingu nýja útvarpshússins. Meðal efna í einingum þessum er
polyúretan og mun það hafa hitnað við sögunina og gefíð frá sér
cýaníð sem mennirnir önduðu að sér.
Annar smiðanna, Ingimund-
ur Einarsson, sagðist í gær hafa
unnið við þessar einingar síðan
um miðjan maí. Hann kvað
nokkuð síðan hann hefði verið
farinn að finna til óþæginda af
þessum sökum en lengi vel álitið
að þetta væri bara venjulegt
kvef þótt annað kæmi síðar á
daginn.
Ingimundur sagði að vinnan
við þessar einingar lægi nú niðri
og yrðu væntanlega notaðar
grímur við þessa vinnu í fram-
tíðinni.
Mál þetta er nú í athugun hjá
Vinnueftirlitinu og munu þegar
hafa verið gerðar ráðstafanir til
þess að fullnægjandi andlits-
grímur verði notaðar við þessa
vinnu framvegis en síðan mun
einnig ætlunin að tala við fram-
leiðanda eininganna, Börk hf.
Cýaníðeitrun leggst á öndun-
arfærin og áhrif hennar líkjast
astma. Samkvæmt upplýsingum
NT eru þó ekki taldar líkur á
öðru en mennirnir muni ná sér
að fullu.
Hraðfrystistöð Eyrarbakka:
Starfsfólk fór
í setuverkfall
- þar tii iaunin fengust greidd
■ Starfsfólk Hraðfrystistödv-
ar Eyrarbakka ákvað er það
mætti til vinnu í gærmorgun að
hefja setuvcrkfall á staðnum
þar til það hefði fengið í hendur
laun þau er það átti að fá
útborguð s.l. föstudag. Hrað-
frystistöðin skiptir við Lands-
bankann og tókst ekki að fá
þaðan peninga til launa-
greiðslnanna á réttum tíma.
Málið leystist rétt fyrir hádegi í
gær svo starfsfólkið tók til
starfa á ný að afloknum hádeg-
isverðatíma.
Að sögn Eiríks Gíslasonar,
vcrkstjóra var þetta crfiður
morgun þar sem hann stóð
frammi fyrir því að ákveða
hvort landa ætti úr humarbát-
unum sem komu inn í gær-
morgun ellegar að senda þá til
löndunar á Stokkseyri. Málió
leystist hins vegar áður en til
þess kom, svo bátarnir lönduðu
heima.
Eiríkur sagði búið að vcra
miklu meira en nóg að gera hjá
Hraðfrystistöðinni að undan-
förnu. Mjög góður humarafli
hafí hleypt vinnunni upp, þó
heldur sé að draga úr honum
síðustu dagana. Einnig hafi átt
þar hlut að máli að sú ákvörðun
hafi verið tekin í vor að ráða
ekkert aðkomufólk til starfa í
sumar, en undanfarin sumur
hafi alltaf töluvert af krökk-
unum frá Selfossi unnið á
Eyrarbakka yfir sumarið. Af
Eyrarbakkabátum sagði Eírík-
ur tvo búna með kvóta sinn,
þrír mundu líklega Ijúka við
kvótann nú í vikunni, en tveir
eigi nokkuð eftir enn.
■ Huldar Sigurðarson, verkamaður við byggingu nýja útvarpshússins brá söginní
á eina Barkareiningu. Bæði blaðamaður og Ijósmyndari gátu borið vitni um að lyktin
varekkigóð. ' NT.raynd: Ar
■ Edward Kennedy öldungar-
deildarþingmaður tilkynnti á fundi
Demókrata í Minnesóta í gær, að
hann myndi styðja Walter Mondale
til að ná útnefningu sem forsetaefni
Demókrata í forsetakosningunum í
haust. Myndin er tekin er Kennedy
tilkynnti um stuðning sinn.
Símamynd Polfoto
Heimsliðið
heldur sínu
- en sovéska liðið
stendur betur í
biðskákum
■ Eftir aðra umfcrð er
heimsliðið enn einu stigi
ofar sovésku skáksnilling-
unum og er staðan 7-6, en
Sovétmenn eru taldir inun
sigurstranglegri þegar bið-
skákir verða tefídar, en
það verður í dag.
í annarri umferð vann
gamla kempan Kortsnoi
Polugajevsky en Beliavsky
vann Seirawan frá Banda-
ríkjunum. Heimsliðið
hlaut 3'A vinning, og So-
vétríkin 3Vi vinning 3
skákir fóru í biö og hafa
Sovétmenn þar mun betri
stöðu. Nánarábls. 21