NT - 26.06.1984, Blaðsíða 4

NT - 26.06.1984, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 26. júni 1984 4 „Leiðir til fækkun ar hunda í borginni - segir Oddur R. Hjartarson hjá Heilbrigðiseftirlitinu um nýju hundareglugerðina ■ „Okkur líst vel á þetta, reglu- gerðin og ákvæði hennar munu hiklaust leiða af sér fækkun hunda í borginni en vissir aðilar munu fá undanþágu til að halda hund,“ sagði Oddur Rúnar Hjartarson hjá ileil- brigðiseftirlitinu, er NT sló á þráð- inn til að kanna afstöðu hans, til nýju hundareglugerðarinnar sem er til umfjöllunar i borgarstjórn. „Þetta er alveg í samræmi við þau markmið sem við settum fram, þar sem þess var krafist að hundahald yröi bannað í Reykjavík en hægt yrði að fá undanþágu, að uppfylltum ströngum skilyrðum“ hélt Oddur áfram. Benti hann á aö reglugerðin yrði að fara fyrir heilbrigðismálaráð- herra til staðfestingar, þ.e. ef hún yrði samþykkt í borgarstjórn, en ef hnökrar fyndust á henni endur- sendir ráðherra hana til borgar- stjórnar þar til úr þcim hefði verið bætt. Kvaðst Oddur vonast til að reglugerðin leiddi til þess að hunda- hald leggðist af í Reykjavík, per- sónulega væri hann ekkert á móti hundum, en þeir ættu lítið erindi í borgir. Kvað liann fólk geta haft ketti eða fugla, ef það á annað borð þyrfti að hafa gæludýr. Eitt af ákvæðum nýju reglugerðarinnar er að hundar verði að vera í bandi á almannafæri. Ekki verður uppá hann klagað þennan herramann að hann fylgi ekki þeim fyrirmælum. Verra er það með ákvæðið um að hundar megi ekki vera á stjái í almenningsgörðum frá 8 á morgnana til 9 á kvöldin, því þessi mynd var tekin um hábjartan dag í Hljómskálagarðinum! NT-mynd: au Úrval: Innbrotið upplýst ■ Búið er að upplýsa inn- brotið í Ferðaskrifstofuna Úrval. Þrír piltar á aldrinum 16-18 ára voru handteknir á föstudagskvöld og játuðu þeir verknaðinn. Að sögn lögreglu er hér um að ræða síbrota- menn og játuðu þeir á sig ýmis önnur innbrot og þjófnaði í leiðinni. Hjálpið lög- reglu að upp- lýsa innbrot og þjófnaði ■ „Það myndi hjálpa okkur mikið ef fólk léti vita þegar verið er að bjóða ýmsa muni til sölu,“ sagði Helgi Daníelsson hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins í stuttu spjalli við NT í gær. Helgi sagði að það hefði verið mikið um innbrot og þjófnaði í vetur og sérlega miklu stolið úr bílum. Fram kom í samtalinu við Helga að erfitt er fyrir lögregl- una að fást við ýmis svona mál þar sem munir eru illa merktir og eigendur oft ekki færir um að gefa góða lýsingu á þeim. Hann sagði að það gæti aukið líkur á að fólk fengi aftur ýmsa muni sem stolið væri ef hægt væri að gefa lögreglunni góða lýsingu á hlutunum. Helgi sagði að nú væri stolið miklu af videotækjum og út- varps- og segulbandstækjum úr bílum. Hann sagði að nokkuð væri um að bílar væru skildir eftir ólæstir og því auðvelt fyrir þjófa að hafa á brott með sér útvörp og talstöðvar „Þessir hlutir eru síðan seldir fyrir lítið verð og það myndi hjálpa okkur mikið ef fólk léti okkur vita þegar verið er að bjóða ýmsa svona hluti ti! sölu fyrir lítinn pening. Hundaskatturinn væntanlegi í Reykjavík: „Fer um mig að borga 4800 krónur á ári“ - segir Fríða Björnsdóttir hundaeigandi ■ „Það fer nú dálítið um mig að þurfa að borga 4800 kr. á ári fyrir að vera hunda- eigandi“, sagði Fríða Björns- dóttir hundaeigandi, er NT' spurði hana álits á tillögu að nýrri reglugerð um hunda- hald sem var til fyrstu um- ræðu í borgarstjórn fyrir helgi. „Þetta er ansi mikið og sýnu meira en bæði í Garöa- bæ og á hinum stöðunum“, sagði Fríða ennfremur. Hún kvaðst að vísu ekki vera búin að kynna sér reglu- gerðina til hlítar en allt benti til að það yrðu svo mörg apparöt í kringum þetta að það hlyti að þurfa aukafjár- veitingu til að koma henni í framkvæmd. Við þetta bætt- ist svo ábyrgðartrygging og hreinsun þannig að upphæð- in yrði há. Þá þótti henni mikið óréttlæti í því að fólk gæti haft 20 ketti og þyrfti ekki að borga krónu fyrir þá, meðan hundaeigendur yrðu skattpíndir, en hún tók það jafnframt fram að nauðsyn- legt væri að setja einhverjar reglur um hundahald. Fríða var einnig óhress með annað atriði í reglugerð- inni, en það er ákvæði sem bannar eigendum að vera með hunda sína í almenn- ingsgörðum milli kl. 08.00 og 21.00. Fannst henni skrýtið að ekki skyldi með öllu bann- ■ Fríða Björnsdóttir blaða- maður: „Oréttlæti í því að fólk sem er með 20 ketti þarf ekkert að borga meöan hundaegendur eru skattpínd- ir.“ að að vera með hunda í almenningsgörðum, úr því farið var að banna það á annað borð, því miklu meiri líkur hljóti að vera á því að gengið yrði sóðalega um með hunda í skjóli nætur en um hábjartan dag, þegar fjöldi vegfarenda fylgist með gerð- um hundaeigenda. ■ Myndin er tekin við undirskrift samningsins um landkynningarstarfsemi í Evrópu. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Böðvar Valgeirsson, form. Fél. íslenskra ferðaskrifstofa, Magnús Oddsson, markaðsstjóri Arnarflugs, Sigfús Erlingsson, framkv. stjóri markaðssviðs Flugleiða, Omar Benediktsson, forstöðumaður landkynningarskrifstofunnar, Skúli Þorvaldsson, formaður Sam- bands veitinga- og gistihúsa, Kjartan Lárusson, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins og Birgir Þorgilsson, markaðsstjóri Ferðamálaráðs. Ferðakynning um ísland í Evrópu Arnarflugs og Flugleiða í nefndar „Upplýsingaskrifstofur Evrópu verði á næstunni út- Ferðamálaráðs “. Norræna bókavarðaþingið: Samanburður á Norður- löndum og Bandaríkjunum ■ Nú hefur endanlega verið gengið frá samkomulagi sex ís- lenskra aðila, sem allir tengjast ferðamálum, um að reka kynn- ingarstarfsemi í Evrópu, fyrst í stað í Frankfurt í Þýskalandi. Jafnframt hefur Ómar Bene- diktsson, viðskiptafræðingur, verið ráðinn forstöðumaður starfseminnar. Þeir aðilar sem að samkomu- laginu standa eru: Arnarflug, Flugleiðir, Ferðamálaráð, Ferðaskrifstofa ríkisins, Félag íslenskra ferðaskrifstofa og Samband veitinga - oggistihúsa. Auk þess að starfa náið með öllum aðilum innan íslenskrar ferðaþjónustu er Ómari ætlað að sjá um upplýsingastreymi til þeirra erlendu ferðaheildsala og smásala, sem boðið hafa ferðir til íslandsá undanförnurh áruni, svo og að leita nýrra viðskipta- sambanda á þessu sviði. Mikil- vægur þáttur í starfi Ómars verður að hafa sem mest og best samband við fjölmiðla. með það fyrir augum að koma á framfæri greinum og upplýsingum um Island. Stefnt er að því að skrifstofur ■ Norræna bókavarðaþingið heldur áfram í dag með ráð- stefnum og erindum. Meðal bitastæðustu atriða skal nefna erindi dr. Edward Evans frá Denverháskóla, sem ætlar að fjalla um menntun bókavarða á Norðurlöndum, séð með augum aðkomumanns, og bera hana saman við þróunina í Bandaríkj- nnum. Hefur hann ljallað mikið um þessi mál, dvalið á Norður- löndunum og flutt þar fyrir- iestra, m.a. við bókavarða- skóla, og hann mim einnig hafa skrifað bækur sem notaðar eru við kennslu í bókasafnsfræði í Bandaríkjunum og víðar. Er- indið er flutt á ensku og hefst kl. 11.00 í sal B í Árnagarði. Annað sem vert er að gefa gætur er umræður um menning- armálaskrif dagblaðanna og les- endur þeirra á níunda áratugn- um. Þar eru framsögumenn prófessor Thomas Bredsdorff frá Kaupmannahafnarháskóla og Lars Hulden, sem er prófess- or við háskólann í Helsingfors. Umræðurnar hefjast kl. 14.00 og eru einnig í sal B. í Árna- garði. Þá er sömuleiðis mjög athyglisvert mál á dagskrá kl. 16.00 í sal B í Árnagarði en þá fjallar Jes Petersen frá Bóka- safnseftirlitinu í Danmörku um norræna samvinnu um fram- leiðslu og dreifingu hljóðbóka og annars efnis fyrir blinda, sjónskerta og aðra þá sem ekki geta lesið venjulegar bækur.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.