NT - 26.06.1984, Blaðsíða 19
Sovéskir fjölmiðlar:
Skera upp herör
gegn drykkjusýki
Moskva-Rcuter
■ Málgagn Sovétstjórnarinn-
ar, Izvestia, sagði í gær að börn
hefðu farist í eldsvoðum sem
drukknar mæður hefðu valdið,
og krafist þess að aðgerðir í
barnaverndunarmálum yrðu
hertar.
Blaðið sagði frá fjórum tilvik-
um þar sem kófdrukknar konur
urðu þess valdandi að eldur
kom upp í íbúðum þeirra, og
sagði að alls hefðu 13 börn og
fjórir fullorðnir farist í þessum
eldsvoðum.
Blaðið sagði að mæðurnar
færu yfirleitt að drekka ef eigin-
menn þeirra væru drykkjusjúkl-
ingar fyrir. Afleiðing þessa væri
sú að börnin væru í tvöfaldri
hættu: Ekki aðeins líkamlegri
heldur væru þau oft skilin eftir
matarlaus.
Izvestia, krafðist þess að lög
um barnavernd yrðu hert þann-
ig að hægt væri að taka börn frá
foreldrum sem væru drykkju-
sjúklingar, og setja þau á barna-
heimili. „Hvort er betra fyrir
börnin, að vera án móðursinnar
eða skilin eftir hjá einhverri
beiskri fyllibyttu sem getur
aðeins kallað sig móður í skjóli
löggiltra skjala og vanrækslu
yfirvalda" segir í blaðinu.
Þessi grein er síðasti vitnis-
burður um aukna baráttu fjöl-
miðla í Sovétríkjunum gegn
drykkjusýkinni sem er talin vera
mesta þjóötélagsmein þar.
Þriðjudagur 26. júní 1984 1 9
■ Eanes forseti Portúgal varð stcinhissa á framkomu Margrétar II. Danadrottningar er hann tók á móti
henni í Lissabon í gær. Hnerra setti að drottningunni þegar hún sté af skipsfjöl og þegar svo stendur á er
ekkert annað að gera en grípa fyrir nefið, jafnvel þegar þjóðhöfðingjar eiga í hlut. Drottningin kom
ásamt eiginmanni sínum til Portúgal í gær á konungsskenkkjunni Dannebrog. Hér er mynd af hinni
virðulegu móttökuathöfn. Soaresforsætisráðherra er upptckinn af því að líta í hina áttina.
Símamynd Polfoto.
Litháen:
Viðreisn iðnað-
ar gengurvel
Vilnius, Lithácn-Rcuter
■ Tilraun til viðreisnar iðn-
aðar í Sovétríkjunum hefur
borið góðan árangur í Litháen,
að sögn ráðamanna. Þessi til-
raun, sem felst í því að gefa
framkvæmdastjórum verk-
smiðja frjálsari hendur til ráð-
stöfunar fjármagns og ákvarð-
anatöku, var gerð að frum-
kvæði Yuri Andropov, fyrrum
forseta Sovétríkjanna, og hófst
1. janúar s.I.
Þessi tilraun sem gerð er á
nokkrum útvöldum stöðum og
verksmiðjum í Sovétríkjunum,
hefur komið mjög vel út í
Litháen. Þar hefur framleiðsla
á ýmsunt neysluvörum aukist
um 14% þrátt fyrir að magn
hráefnis sé það sama. Tilraunin
á að standa yfir í tvö ár en þá
verða niðurstöðurnar metnar.
Tilraunin felst aðallega í því
að auka bónusgreiðslur til
verkamanna í samræmi við
aukna framleiðslu. Þeir verka-
menn sem vinna vel fá betra
húsnæði, og þær verksmiðjur
sem koma best út fá aukið
fjármagn. Á móti kemur að ef
verksmiðjur uppfylla ekki
kröfur sem gerðar eru til þeirra
er framlag til þeirra skert.
íran-írak:
Milljón manns til-
búnartilstórorustu
Washington-Reulcr.
■ Brátt getur komið að því að
orustan mikla milli íran og írak
hefjist, sagði Weinberger varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna á
blaðamannafundi í gær. Lengi
hefur verið beðið eftir að íranir
hæfu áhlaupið á landamærunum
og taldi ráðherrann að ef úr því
yrði myndi verða háð mann-
skæðasta orusta síðan í fyrri
heimsstyrjöldinni. Hvor stríðs-
aðli um sig hefur safnað saman
500 þúsund manna liði sinn
hvoru megin landamæranna.
Ráðhcrrann sagðist ekki sjá
þéss nein nterki að ríkin tvö
semji vopnahlé. Þeir skilmálar
sem íranir hafa sett til að ljúka
ófriðnum eru fráleitir, og ekkert
ríki gæti gengið að þeim. Lið-
ssafnaður Irana hefur staðið yfir
í nokkrar vikur og meðal árásar-
liðsins eru börn og unglingar og
kvað ráðherrann hræðilegt til
þess að hugsa að þeim yrði att á
móti vel vopnuðum hersveitum
íraka.
íranska stjórnin á ekki hægt
um vik að kalla allt þetta lið
heim frá landamærunum.
Heima fyrir hefðu mennirnir
ekki að neinu að hverfa, at-
vinnuleysi er mikið og ef fjöld-
inn snéri aftur til síns heima gæti
það valdið ókyrrð og aukið á
mótstöðuna gegn stjórninni.
Weinberger sagði að verið
gæti að ekki kæmi til stórorust-
unnar, en þegar búið er að safna
saman herafla af þessari stærð-
argráðu og ala nteð honum ofs-
tæki og hatur getur allt skeð og
er allt útlit fyrir að háð verði
hræðileg mannskæð orusta.
Ráðherann sagði að Banda-
ríkin mundu halda við þá stefnu
sína að Italda siglingaleiðum um
Persaflóa opnunt og ef vinveitt
ríki við flóann þurfa á frekari
hernaðaraðstoð að halda mundi
það verað athugað vandlega.
atvinna - atvinna
Laus staða
Staða ritara í sjávarútvegsráðuneytinu er laus til umsóknar.
Um framtíðarstarf er aö ræða. Góð vélritunarkunnátta er
nauösynleg svo og einhver tungumálakunnátta.
Skriflegar umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum
sendist ráöuneytinu að Lindargötu 9, 101 Reykjavík, eigi
síðar en 6. júlí n.k.
ísafjarðarkaup-
staður - Atvinna
Byggingafulltrúi
Staða byggingafulltrúa ísafjarðarkaupstaðar er
auglýst laus til umsóknar. Um menntun og störf
er vísað í gildandi byggingarlög og byggingar-
reglugerðir, en auk þess er um að ræða störf á
tæknideild kaupstaðarins. Upplýsingar um starfið
veitir bæjarstjóri og forstöðumaður tæknideildar í
síma 94-3722 eða á skrifstofu bæjarstjóra fyrir 9.
júlí n.k.
Bæjarstjórinn á ísafirði
Verslunarstjóri
Viljum ráða verslunarstjóra í matvöru- og bús-
áhaldaverslun á Hvolsvelli. Upplýsingar gefur
Kaupfélagsstjóri.
Kaupfélag Rangæinga
uppboð
Auglýsing um
uppboð í Dalasýslu
Eftir kröfu Ólafs Axelssonar hrl. fer fram opinbert
uppboð á húseigninni Bakkahvammi 6, Búðardal,
Dalasýslu, þinglýst eign Jóns Hauks Ólafssonar.
Uppboðið fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn
28. júní 1984 kl. 14.00.
Frumvarp að uppboðsskilmálum, veðbókarvott-
orð og önnur skjöl er varða sölu eignarinnar eru
til sýnis á skrifstofu embættisins og skulu athuga-
semdir komnar til uppboðshaldara eigi síðar en
viku fyrir uppboðiö, ella mega aðilar búast við að
þeim verði ekki sinnt.
Sýslumaður Dalasýslu
13. júní 1984
tilkynningar
Ávarp
til þeirra sem hlut eiga að máli í söfnun vegna
sjóslyssins við Bjarneyjar 31. okt. 1983. Nokkurt
fé safnaðist til styrktar björgunarsveitum og
stuðnings aðstandendum, sem hefir verið skipt í
dag. Öllum gefendum er þakkað virktavel. Öllum
sem á einn eða annan hátt hafa vottað samhug
og stuðning biðjum við blessunar Guðs.
Stykkishólmi 19. júní 1984
Gísli H. Kolbeins
Jóhannes S. Árnason
Ellert Kristinsson.
Aðalfundur
Arnarflugs h/ verður haldinn að Hótel Sögu 2.
hæð, miðvikudaginn 11. júlí n.k. og hefst hann kl.
15.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 15. gr. sam-
þykkta félagsins.
2. Tillaga stjórnar félagsins um hækkun hlutafjár
með áskrift nýrra hluta.
Tillaga stjórnar um hlutafjárhækkun, en þar er
lagt til að hluthafar eigi til 15. ágúst n.k. rétt á að
skrá sig fyrir nýjum hlutum í réttu hlutfalli við
hlutaeign sína, liggur frammi á skrifstofu félags-
ins, Lágmúla 7, Reykjavík, til athugunar fyrir
hluthafa.
Stjórnin