NT - 26.06.1984, Blaðsíða 5

NT - 26.06.1984, Blaðsíða 5
■ „Það voru töluvert á annað hundrað manns sem komu hing- að til Grímseyjar um Jóns- messuhelgina, enda mjög fallegt veður. Það voru um 70 Húsvík- ingar sem komu á bát, um 50 Dalvíkingar og svo slatti af allra þjóða kvikindum, líklega um 35-40 manns, sem kom með flugi. Jú, allir fóru norður fyrir heimskautsbauginn og fengu skjal upp á það. Síöan var ball og fínerí um kvöldið“, sagði Guðmundur Jónsson í Grímscy í samtali við NT í gær. -Þetta fór allt ágætlega fram, sagði Guðmundur. Hversu margra glóðaraugna ball þetta var veit ég ekki nákvæmlega, en líklega innan við 10, sem þykir nú ekki nema svona meðal ball. A.m.k. sá ég engan almenni- lega fjólubláan. Jú, þetta var óvenjulega fjöl- mennt núna miðað við síðustu ár. Hins vegar sá maður oft svona fjölda meðan gamli Drangur var og hét - þá kömu svona skarar tvisvar í viku yfir sumarið. Nú hefur fólk hins vegar ekkert nema flugið upp á að hlaupa. Bæði er að það er ekki pláss nema fyrir örfáar hræður í núverandi Drang og svo er hann svo lengi á leiðinni SRiHSEY L0N00K Metveiði í Vatnsdalsá ■ „Mér skilst að þetta sé metveiði í ánni á þessum tíma. Við fengum eina 50 á þremur dögum og meðal- þyngdin var 12 pund. Sá stærsti 24,“ sagði Sveinn Jónsson, rafeindavirki, þegar NT náði tali af honum ný- komnum úr Vatnsdalsá í gær. Sveinn var í sex manna holli sem byrjaði að veiða á hádegi á föstudag- inn. Hann sagði að fiskurinn hefði fengist um alla á og tekið jafnt öll veiðarfæri. „Ég býst við að helming- urinn hafi náðst á flugu og afgangur- inn á maðk og spún. Og flugan sem gaf besta raun var af gerðinni „Garry“. Góðar horfur í Svartá ■ „Við vorum að fá þær gleðifrétt- ir að laxinn er farinn að ganga upp stigann úr Blöndu í Svartá. Þeir sögðu.mér að um helgina hefðu 110 laxar verið farnir í gegnum teljarann og að auki má búast við að eitthvað hafi komist framhjá stiganum,“ sagði Friðrik Stefánsson hjá Stang- veiðifélagi Reykjavíkur í samtali við Veiðihornið í gær. Veiðin í Svartá hefst ekki fyrr en 1. júlí, en Friðrik sagði að ef marka mætti teljarann væru góðar horfur. „Við erum að vona að það sé rétt sem sumir hafa haldið fram, að að það eru öll veður liðin hjá - bæði góð og vond - áður en hann kemst loksins hingað. Það má ekki blása einu sinni 1 til 2 vindstigþá er þetta algerlega stopp - hann getur verið eina 10 tíma hingað frá Akureyri. í sæmilega ganggóðum bát er þetta ekkert ferðalag, en þetta er eiginlega bara prammi. Guðmundur hafði og frá jreim menningarviðburði að segja að skyndibitastaður hefur nú verið opnaður í Grímsey. - Pólargrill - finnst þér það ekki flott nafn hjá okkur? Jú, allar veitingar heita Pólar-, Pólarborgarar og annað eftir því. - En vantar ykkur ekki Pól- arbjór? - Blessuð vertu - það er Pólarbjór líka - kannski ekki nógu sterkur, en það er nú ekkert mál að laga það. Nei, það ná engin lög norður fyrir heimskautsbauginn, eða alla- vega eru þau ekki virt. Það er ekkert að gera við þessi lög sem eru ekki til annars en að brjóta þau, sagði Guðmundur og brosti í kampinn. ■ Hér liggur Heimskautsbaugur um Grímsey eins og meðfylgj- andi skilti bera með sér, og norðan hans er hægt að drekka Pólarbjór í friði eða hvað? ■ Rúta Kvennalistans, fánum (svuntum) prýdd á Norð- firði, er þær kvennalistakonur stöldruðu þar við, á ferðalag- iuu. Hringferð kvennalistans: „Vakning á meðal kvenna ■ Eins og NT hefur greint frá, þá hafa kvennalistakonur gert víðreist um landið að undanförnu á kvennarútunni. Þær hafa nú heimsótt velflesta kaupstaði landsins og þingað með kynsystrum sínum um málefni og stöðu kvenna í okkar kynskipta þjóðfélagi. í gær voru þær staddar á Pat- reksfirði en eiga þá m.a. eftir að heimsækja Stykkishólm, Hellissand og Akranes, áður en þær komast á heimaslóðir á nýjan leik. Að sögn Kristínar Ástgeirs- dóttur, starfsmanns Kvenna- listans, þá liefur ferðin gengið mjög vel og fundir verið haldn- ir með góðri aðsókn á öllum stöðum hingað til. Það vekur athygli kvennalistakvenna að ‘ aðsóknin hefur síst verið rninni á smærri stöðunum, jafnvel meiri. „Ég tel alveg ótvírætt að það er mikil vakn- ing á rneðal kvenna um þessar mundir, mun meiri en almennt kemur f Ijós daglega, enda hafa konur ekki haft neinn vettvang til þess að koma sín- um málum á framtæri og ræða þau“ sagði Kristín Ástgeirs- dóttir í samtali við NT. „Þátt- taka kvenna á þeirn fundurn sem haldnir hafa verið sýnir það að konunr þykir að sér sorfið. Konur hafa komið úr öllum stjórnmálaflokkum til þess að taka þátt í umræðunni og ræða réttindamál kvenna t.d. varðandi launamál," sagði Kristín. Hún gat þess loks til gamans að söluvarning- ur kvennalistans, bolir, nær- buxur og sokkar, allt merkt kvennalistanum hefði selst eins og heitar lumrnur. En varning- ur þessi var meðal þess sem átti að fjármagna ferðalagið. lægðirnar í ánni standi ekki nema tvö til þrjú ár. Nú hafa þrjú sumur brugðist og kúrfan ætti samkvæmt því að vera á uppleið.“ Hann sagði að veiðin í Blöndu hefði verið mjög góð það sem af er, en hún hófst 5. júní. Sportveiðiblaðið komiðút ■ Fyrsta hefti Sportveiðiblaðsins á þessu ári er komið út. í blaðinu, sem er allt hið vandaðasta, er jöfnum höndum fjallað um lax-, silungs- og skotveiði. Meðal efnis er ítarlegt viðtal um laxveiði við Steingrím Hermannsson, forsætis- ráðherra og annað við Kristján Sigmundsson, sem veitt hefur yfir 7000 laxa um ævina. Báðir segja að vonum mergjaðar veiðisögur. Einnig er í blaðinu könnun á verði veiðileyfa í 65 ám og svo auðvitað „ótrúlega veiðisagan," en í henni segir Hinrik ívarsson frá Merkinesi frá því þegar hann veiddi sama silunginn tvisvar. Samvinnubankinn á Grundarfirði mun frá og með miðvikudeginum 27. júní nk. auka við þjónustusvið sitt og sjá um sölu á ferða- og námsmannagjaldeyri. Þar verður einnig hægt að stofna innlenda gjaldeyrisreikninga auk þess sem útibúið veitir alla þjónustu varðandi VISA-greiðslukort. ERLEND ;ipn ■ Það vantar ekki skemmtilegar veiðisögur í Sportveiðiblaðið, en fyrsta tölublað þess á árinu er nýlega komið út. vínnubankínn Grundarfirði Þriðjudagur 26. júní 1984 5 Glóðaraugu innan við tíu í Grímsey um Jónsmessuhelgi - Pólargrill og pólarbjór, því engin lög ná norður fyrir heimskautsbaug

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.