NT - 26.06.1984, Blaðsíða 13

NT - 26.06.1984, Blaðsíða 13
Það er þegar búið að mála skilti, þar sem Linda er boðin velkomin til smáþorpsins Nes í Noregi. Linda Evans hlakkar til að sækja frændfólkið heim. Norskir ættingjar Lindu Evans Lúðvík hylltur og heiðr- aður á Neskaupstað á sjötugsafmælinu ■ Lúðvík Jósepsson varösjö- tugur laugardaginn 16. júní s.l. Lúðvík þarf ekki að kynna, um langan aldur hcfur hann verið fyrir augum og eyrum alþjóð- ar, þar sem hann hefur gegnt ótal mörgum trúnaðarstörfum fyrir land og þjóð, ekki einung- is á innlendum vettvangi, held- ur einnig meðal crlcndra þjóða. Um Lúðvík hafa löngum geisað pólitískir stormar,svo sem vera ber um mann í hans sporum, ef eitthvað kveður að honum á annað borð. En þó ber kunnugum saman um að fáa eigi hann sér óvini, ef nokkra. A Neskaupstað hefur Lúð- vík þó lengstum átt sína ein- dregnustu aðdáendur og stuðningsmenn, enda var hann fulltrúi þeirra á þingi allt frá 1942 til 1979, þegar hann gaf ekki kost á sér til frekari þing- setu. 1 tilcfni af afmælinu héldu vinir Lúðvíks og samherjar á Ncskaupstað honum og konu hans Fjólu Steinsdóttur veg- legt samsæti í félagsheimili sínu, Egilsbúð. Var þar inikill og góður fagnaður og mikið fjölmenni, svo sem meðfylgj- andi myndir bera vott um. Ræður voru lluttar, inikið sungið og gjafir gefnar. bjóða henni heim ■ Linda Evans varð ckki lítið hissa, þegar eitt bréfið í póstinum hennar bar utanáskriftina Linda Evenstaadt. Bréfið var póstlagt í Noregi, en Linda gat samt ekki áttað sig á því strax hvernig fólk hefði grafið það upp, að afi hennar hefði heitið Haakon Evenstaadt og flust til Bandaríkjanna frá Noregi. Hún opnaði bréfið full forvitni, og að lestri lokn- um hafði hún komist að því, að hún var 177 ætt- ingjum ríkari en hún hafði hugmynd um! Þeir fullyrtu að þeir væru náskyldir henni og til að sýna ætt- rækni sína í verki, buðu þeir henni í heimsókn til þorpsins Nes í Noregi, þar sem þeir eru búsettir. En fræg filmstjarna eins og Linda má alltaf eiga von á því að lenda í klónum á alls kyns svindl- urum, svo að hún var ekki alveg á því að láta gleð- ina hlaupa með sig í gönur. Hún hélt því fyrst uppi fyrirspurnum unt afa sinn hjá innflytjendayfirvöld- urn í Bandaríkjunum og fékk þar staðfest að þarna var um santa Haakon Evenstadt að ræða og léki enginn vafi á ættartengsl- unum við Norðmennina í Nes. Hún hafði þá engar vöf- lur lengur á heldur svar- aði bréfinu og þakkaöi gott boð. Víst vildi hún gjarna hitta þessa 177 ætt- ingja, sem voru svona rausnarlegir.í Noregi var þegar hafist handa við að undirbúa komu Lindu til Noregs. „Mest hefði verið gaman, ef hún hefði getað komið 31. maí, því að þann dag voru einmitt 100 ár liðin síðan Haakon afi fór til Bandaríkjanna,“ sagði ein frænkan, sem hefur haft aðalforustuna um heimboðið. Úr því gat víst ekki orðið, en það er engin hætta á því, að heimboðið standi ekki, þó að eitthvað dragaist að Linda geti þegið það. Þriðjudagur 26. júní 1984 13 ■ Frænkumar fóm strax að baka kransakökuna. En líklega þurfa þær að baka aðra ef það dregst lengi að Linda geti komið. Verksvit! ■ Um að gera að vinna sér eins létt og hægt er. ■ Það er um að gera að gera sér lífið eins létt og mögulegt er, þegar heitt er í veðri. Öli áreynsla er svo óttalega erfið þá. Þetta hafði hún í huga, unga daman hér á myndinni, þegar henni var falið það hlutverk að passa litla bróður, sem er á heldur órólegum aldri, og veðrið var svo heitt, að hún gat varla fengið sig til að hreyfa sig. Hún greip til þess ráðs að gefa þeim iitla að drekka, enda reyndist hann þyrstur. En hún ætlaði ekki að hafa meira fyrir hlutunum en hún kæmist af með og sýnir verulegt verksvit, þar sem hún hefur komið sér fvrir með bókina sína, liggjandi á maganum í grænu grasinu. Á iljunum hef- ur hún komið pela litla bróður fyrir, sem sættir sig vel við að sitja uppréttur og totta pelann án meiri hiáloar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.